Leggja verði fram vegvísi að NATO aðild Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 23. maí 2023 19:16 Edgars Rinkēvičs utanríkisráðherra Lettlands tekur við formennsku í Evrópuráðinu og fundarhamri úr höndum Þórdísar Kolbrúar R. Gylfadóttur utanríkisráðherra á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Hörpu. Katrín Jakobsdóttir og Denys Shmyhal forsætisráðherra Úkraínu fylgjast með. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra Lettlands segir Úkraínu eiga heima í Atlandshafsbandalaginu og bandalagið verði að leggja fram vegvísi að því hvernig að það muni gerast. Nú heyrist raddir um að enda þurfi stríðið áður en Úkraína hafi unnið hertekin landsvæði til baka en það megi ekki gerast því Rússar muni ganga á lagið og hervæðast á ný. Edgars Rinkēvičs utanríkisráðherra Lettlands segir vestur Evrópu ekki hafa tekið mikið mark á viðvörunum NATO ríkja í austri við árásar- og landvinnigastefnu Rússa fyrr en eftir innrás þeirra í Úkraínu í febrúar í fyrra. Þá hafi loksins verið hlustað á viðvaranir þessara ríkja sem þekktu vel til kúgunartakta Rússa frá löngu nábyli við þá. Edgars Rinkēvičs segir að Rússar muni ganga á lagið verði samið um frið í Úkraínu áður en Úkraínumönnum hafi tekist að vinna öll landsvæði sín til baka.Vísir/Vilhelm Nú bæri á því að sumir vildu friðþægjast við Rússa og töluðu um að enda þyrfti stríðið fljótlega. Það mætti hins vegar ekki frysta þá hernaðarastöðu sem nú væri, því þá muni Rússar ganga á lagið. „Nokkur tími líður. Rússland lappar upp á her sinn og vopnvæðist á ný. Það kemur hernaðarvél sinni aftur á réttan kjöl, hervæðist og gerir árás á ný. Vegna þess að Rússland mun ekki hætta.“ Hann vari við því að Nato ríkin verði meðvirk málflutningi Rússa. Halda verði áfram að sjá Úkraínu fyrir öllu því sem landið þurfi til sigurs. Ekki væri hægt að treysta Rússum þar sem almenningur byggi ekki við frelsi og lýðræði og Rússland í raun einræðisríki. „Við höfum séð að fjölmiðlafrelsi, sjálfstæði dómstóla, réttur fólks til að mótmæla, að stofna stjórnmálaflokk sem eru í raun óháðir var fyrir borð borinn fyrir mörgum árum. Þetta var stigvaxandi ferli.“ Vesturlönd hafi hundsað þessa þróun og megi ekki bregðast nú því Putin muni ganga eins langt og Vesturlönd hleypi honum. Úkraína hafi sýnt hversu megnug hún væri í vörnum gegn innrás Rússa og ætti heima í NATO. Rinkēvičs telur ólíklegt að samstaða um þetta náist meðal aðildarríkjanna fyrir leiðtogafund NATO í Vilnius í júlí. Enn séu deildar meiningar. NATO ríkin verði hins vegar að leggja Úkraínu til vegvísi að aðild. „Við erum að þrýsta á um skýra leið fyrir Úkraínu til að ganga í NATO. Skýr viðmið, skýran vegvísi. Við sjáum hvernig þetta gengur upp fyrir miðjan júlí,“ segir Edgars Rinkēvičs. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Lettland NATO Tengdar fréttir Stuðningur við Úkraínu hljóti að vega þyngra en „sérhagsmunir í landbúnaði“ Alþingi samþykkti í fyrra að tillögu fjármála-og efnahagsráðherra að fella niður tolla á vörur sem koma frá Úkraínu en þetta var liður í stuðningi Íslands við efnahagslíf Úkraínu á stríðstímum. Í lok mánaðar rennur ákvæðið út og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda óttast að fjármálaráðherra nái ekki að endurnýja ákvæðið í tæka tíð. 23. maí 2023 15:33 Segjast hafa tekið rússneskan bæ undir sína stjórn Samtök hópa sem andsnúnir eru rússneskum yfirvöldum fullyrða að þeir hafi náð undir sína stjórn rússneska bænum Kozinka sem staðsettur er í Belgorod héraði skammt frá landamærum landsins að Úkraínu. Hóparnir segjast einnig hafa ráðist á nágrannabæinn Grayvoron. 22. maí 2023 23:46 Rússar vara við „gríðarlegri áhættu“ vegna þotnanna Rússar vara Vesturlönd við því að senda Úkraínumönnum bandarískar F-16 orrustuþotur og segja Vesturlönd halda áfram stigmögnun stríðsins. Selenskí segir tíðindin söguleg. 20. maí 2023 20:24 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Sjá meira
Edgars Rinkēvičs utanríkisráðherra Lettlands segir vestur Evrópu ekki hafa tekið mikið mark á viðvörunum NATO ríkja í austri við árásar- og landvinnigastefnu Rússa fyrr en eftir innrás þeirra í Úkraínu í febrúar í fyrra. Þá hafi loksins verið hlustað á viðvaranir þessara ríkja sem þekktu vel til kúgunartakta Rússa frá löngu nábyli við þá. Edgars Rinkēvičs segir að Rússar muni ganga á lagið verði samið um frið í Úkraínu áður en Úkraínumönnum hafi tekist að vinna öll landsvæði sín til baka.Vísir/Vilhelm Nú bæri á því að sumir vildu friðþægjast við Rússa og töluðu um að enda þyrfti stríðið fljótlega. Það mætti hins vegar ekki frysta þá hernaðarastöðu sem nú væri, því þá muni Rússar ganga á lagið. „Nokkur tími líður. Rússland lappar upp á her sinn og vopnvæðist á ný. Það kemur hernaðarvél sinni aftur á réttan kjöl, hervæðist og gerir árás á ný. Vegna þess að Rússland mun ekki hætta.“ Hann vari við því að Nato ríkin verði meðvirk málflutningi Rússa. Halda verði áfram að sjá Úkraínu fyrir öllu því sem landið þurfi til sigurs. Ekki væri hægt að treysta Rússum þar sem almenningur byggi ekki við frelsi og lýðræði og Rússland í raun einræðisríki. „Við höfum séð að fjölmiðlafrelsi, sjálfstæði dómstóla, réttur fólks til að mótmæla, að stofna stjórnmálaflokk sem eru í raun óháðir var fyrir borð borinn fyrir mörgum árum. Þetta var stigvaxandi ferli.“ Vesturlönd hafi hundsað þessa þróun og megi ekki bregðast nú því Putin muni ganga eins langt og Vesturlönd hleypi honum. Úkraína hafi sýnt hversu megnug hún væri í vörnum gegn innrás Rússa og ætti heima í NATO. Rinkēvičs telur ólíklegt að samstaða um þetta náist meðal aðildarríkjanna fyrir leiðtogafund NATO í Vilnius í júlí. Enn séu deildar meiningar. NATO ríkin verði hins vegar að leggja Úkraínu til vegvísi að aðild. „Við erum að þrýsta á um skýra leið fyrir Úkraínu til að ganga í NATO. Skýr viðmið, skýran vegvísi. Við sjáum hvernig þetta gengur upp fyrir miðjan júlí,“ segir Edgars Rinkēvičs.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Lettland NATO Tengdar fréttir Stuðningur við Úkraínu hljóti að vega þyngra en „sérhagsmunir í landbúnaði“ Alþingi samþykkti í fyrra að tillögu fjármála-og efnahagsráðherra að fella niður tolla á vörur sem koma frá Úkraínu en þetta var liður í stuðningi Íslands við efnahagslíf Úkraínu á stríðstímum. Í lok mánaðar rennur ákvæðið út og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda óttast að fjármálaráðherra nái ekki að endurnýja ákvæðið í tæka tíð. 23. maí 2023 15:33 Segjast hafa tekið rússneskan bæ undir sína stjórn Samtök hópa sem andsnúnir eru rússneskum yfirvöldum fullyrða að þeir hafi náð undir sína stjórn rússneska bænum Kozinka sem staðsettur er í Belgorod héraði skammt frá landamærum landsins að Úkraínu. Hóparnir segjast einnig hafa ráðist á nágrannabæinn Grayvoron. 22. maí 2023 23:46 Rússar vara við „gríðarlegri áhættu“ vegna þotnanna Rússar vara Vesturlönd við því að senda Úkraínumönnum bandarískar F-16 orrustuþotur og segja Vesturlönd halda áfram stigmögnun stríðsins. Selenskí segir tíðindin söguleg. 20. maí 2023 20:24 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Sjá meira
Stuðningur við Úkraínu hljóti að vega þyngra en „sérhagsmunir í landbúnaði“ Alþingi samþykkti í fyrra að tillögu fjármála-og efnahagsráðherra að fella niður tolla á vörur sem koma frá Úkraínu en þetta var liður í stuðningi Íslands við efnahagslíf Úkraínu á stríðstímum. Í lok mánaðar rennur ákvæðið út og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda óttast að fjármálaráðherra nái ekki að endurnýja ákvæðið í tæka tíð. 23. maí 2023 15:33
Segjast hafa tekið rússneskan bæ undir sína stjórn Samtök hópa sem andsnúnir eru rússneskum yfirvöldum fullyrða að þeir hafi náð undir sína stjórn rússneska bænum Kozinka sem staðsettur er í Belgorod héraði skammt frá landamærum landsins að Úkraínu. Hóparnir segjast einnig hafa ráðist á nágrannabæinn Grayvoron. 22. maí 2023 23:46
Rússar vara við „gríðarlegri áhættu“ vegna þotnanna Rússar vara Vesturlönd við því að senda Úkraínumönnum bandarískar F-16 orrustuþotur og segja Vesturlönd halda áfram stigmögnun stríðsins. Selenskí segir tíðindin söguleg. 20. maí 2023 20:24