Össur styður Úkraínu enn frekar: „Við erum einbeitt í að leggja okkar af mörkum“ Máni Snær Þorláksson skrifar 24. maí 2023 17:36 Hér má sjá Svein Sölvason er hann ræðir við Sergei, úkraínskan hermann sem mun brátt fá stoðtæki og hefja endurhæfingu hjá Unbroken. Aðsend Össur hf. hefur undirritað rammasamkomulag um frekara samstarf við endurhæfingaspítala í Úkraínu. Gert er ráð fyrir að fjöldi hermanna og óbreyttra borgara sem þurfa á stoðtækjum að halda sé um tuttugu þúsund. Um er að ræða endurhæfingaspítalann Unbroken Medical Center sem staðsettur er í Lviv í Úkraínu. Í tilkynningu frá íslenska heilbrigðistæknifyrirtækinu segir að fjöldi aflimaðra í Úkraínu aukist dag frá degi sökum stríðsins sem þar geisar. Þá kemur fram að það sé mikil og vaxandi þörf fyrir stoðtækjalausnir og klíníska sérfræðinga sem geta þjálfað heilbrigðisstarfsfólk í Úkraínu og þjónustað sjúklinga. Össur hafi gefið stoðtæki og þjálfað á annan tug úkraínskra sérfræðinga í lausnum fyrirtækisins frá því stríðið hófst árið 2022. Samkomulagið sem skrifað var undir í dag undirstriki vilja beggja aðila að ganga enn lengra í að stofna til viðskiptasambands. Markmiðið sé að finna skilvirka leið til að útvega þjálfun og þjónusta fleiri sjúklinga með lausnum Össurar. Samkomulagið var undirritað að viðstöddum Andriy Sadovy borgarstjóra Lviv, Degi B. Eggertssyni borgarstjóra Reykjavíkur og Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur forseta borgarstjórnar.Aðsend „Össur er eitt af fáum fyrirtækjum á heimsvísu sem hefur heildstæða þekkingu og lausnir sem geta skipt sköpum í því ástandi sem nú ríkir í Úkraínu,“ er haft eftir Sveini Sölvasyni, forstjóra Össurar í tilkynningunni. „ Við erum einbeitt í að leggja okkar af mörkum við að byggja upp þá þjónustu sem þarf til að ná til þeirra fjölmörgu einstaklinga í Úkraínu sem þurfa á stoðtækjum og varanlegri endurhæfingu að halda.“ Forstjóri Össurar ásamt starfsfólki Unbroken endurhæfingaspítalans í LvivAðsend Össur Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Reykvíkingar skipta Lviv inn fyrir Moskvu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur er nú staddur í Úkraínu en hann og Andriy Sadovyy borgarstjóri Lvív undirrituðu samkomulag um samvinnu borganna að viðstöddu fjölmenni í Ráðhúsinu í Lviv á þriðjudaginn síðastliðinn. 24. maí 2023 16:27 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Um er að ræða endurhæfingaspítalann Unbroken Medical Center sem staðsettur er í Lviv í Úkraínu. Í tilkynningu frá íslenska heilbrigðistæknifyrirtækinu segir að fjöldi aflimaðra í Úkraínu aukist dag frá degi sökum stríðsins sem þar geisar. Þá kemur fram að það sé mikil og vaxandi þörf fyrir stoðtækjalausnir og klíníska sérfræðinga sem geta þjálfað heilbrigðisstarfsfólk í Úkraínu og þjónustað sjúklinga. Össur hafi gefið stoðtæki og þjálfað á annan tug úkraínskra sérfræðinga í lausnum fyrirtækisins frá því stríðið hófst árið 2022. Samkomulagið sem skrifað var undir í dag undirstriki vilja beggja aðila að ganga enn lengra í að stofna til viðskiptasambands. Markmiðið sé að finna skilvirka leið til að útvega þjálfun og þjónusta fleiri sjúklinga með lausnum Össurar. Samkomulagið var undirritað að viðstöddum Andriy Sadovy borgarstjóra Lviv, Degi B. Eggertssyni borgarstjóra Reykjavíkur og Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur forseta borgarstjórnar.Aðsend „Össur er eitt af fáum fyrirtækjum á heimsvísu sem hefur heildstæða þekkingu og lausnir sem geta skipt sköpum í því ástandi sem nú ríkir í Úkraínu,“ er haft eftir Sveini Sölvasyni, forstjóra Össurar í tilkynningunni. „ Við erum einbeitt í að leggja okkar af mörkum við að byggja upp þá þjónustu sem þarf til að ná til þeirra fjölmörgu einstaklinga í Úkraínu sem þurfa á stoðtækjum og varanlegri endurhæfingu að halda.“ Forstjóri Össurar ásamt starfsfólki Unbroken endurhæfingaspítalans í LvivAðsend
Össur Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Reykvíkingar skipta Lviv inn fyrir Moskvu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur er nú staddur í Úkraínu en hann og Andriy Sadovyy borgarstjóri Lvív undirrituðu samkomulag um samvinnu borganna að viðstöddu fjölmenni í Ráðhúsinu í Lviv á þriðjudaginn síðastliðinn. 24. maí 2023 16:27 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Reykvíkingar skipta Lviv inn fyrir Moskvu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur er nú staddur í Úkraínu en hann og Andriy Sadovyy borgarstjóri Lvív undirrituðu samkomulag um samvinnu borganna að viðstöddu fjölmenni í Ráðhúsinu í Lviv á þriðjudaginn síðastliðinn. 24. maí 2023 16:27