Íhugar að flytja úr landi vegna hækkananna Bjarki Sigurðsson skrifar 25. maí 2023 23:39 Formaður VR segir galið að Seðlabankastjóri skuli skella skuldinni á verkalýðshreyfinguna þegar kemur að verðbólgu í landinu. Hann segir endalausar hótanir í garð verkalýðshreyfingarinnar vera óskiljanlegar. Öryrki íhugar að flytja úr landi vegna stýrivaxtahækkana. Í gær hækkaði Seðlabankinn stýrivexti um 1,25 prósentustig og standa þeir nú í 8,75 prósentum en verðbólgan á landinu mælist 9,9 prósent. Hafa stýrivextir ekki verið hærri í fjórtán ár og var þetta þrettánda hækkun vaxtanna í röð. Hafa einhverjir haldið því fram að verðbólgan sé í boði verkalýðshreyfingarinnar, þar á meðal fyrrverandi félagsmálaráðherra, en Seðlabankastjóri sagði sjálfur að launakröfur hreyfingarinnar séu óraunhæfar og að hann vonaðist eftir því að gerðir yrðu hófsamir kjarasamningar til langs tíma. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og 1. varaforseti Alþýðusambands Íslands, segir að þarna fari Seðlabankastjóri einfaldlega með rangt mál. „Við höfum gert það hingað til. Við gerðum það með gerð lífskjarasamninganna árið 2019 og töldum okkur vera að gera það með skammtímasamningnum sem við undirrituðum í desember. Það er alveg klárt mál að Seðlabankastjóri veður algjörlega villu vegar ef hann telur að vinnandi fólk, almenningur í þessu landi, ætli að fara að axla einhverja ábyrgð á hagstjórnarmistökum Seðlabankans og aðgerðarleysi stjórnvalda á þeim ógöngum sem efnahagsmálin eru komin í,“ segir Ragnar Þór. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og 1. varaforseti ASÍ.Vísir/Arnar Hann segir að haldi aðgerðarleysi stjórnvalda áfram sjáum við fram á enn meiri verðbólgu á næstunni. „Stjórnvöld hafa algjörlega brugðist og það er ekkert í pípunum sem við sjáum að sé að fara að lagast frekar en hitt. Heldur erum við að fara í öfuga átt og það mun versna til mikilla muna,“ segir Ragnar Þór. Hann segir aðgerðir Seðlabankans hafa tvöfalt meiri áhrif á fyrirtæki og kostnað þeirra heldur en launahækkanir. „Ég bara verð að viðurkenna að ég skil ekki þennan málflutning og endalausu hótanir seðlabankans og Seðlabankastjóra í garð verkalýðshreyfingarinnar. Það sem er stórfurðulegt er að Seðlabankastjóri sjálfur virðist tala upp verðbólguvæntingar sem skila sér alltaf út í verðlagið, það er óskiljanlegt,“ segir Ragnar Þór. Fréttastofa ræddi við nokkra gangandi vegfarendur í dag um hvaða áhrif hækkanir stýrivaxta hafa á þá. Hafa stýrivaxtahækkanirnar áhrif á þig? „Sérstaklega því ég get ekki verið á vinnumarkaði. Þetta hefur mikil slæm áhrif á öryrkja. Nú er ég fullur öryrki og þetta hefur áhrif,“ segir Helga Nielsen. Hefur þú skoðað aðgerðir til að sporna við tapinu? „Flytja úr landi. Einfalt.“ Það stefnir allt í það? „Ef þetta heldur svona áfram þá verð ég að gera það. Svo er ég einstæður foreldri og ég get ekki haft efni á þessu. Þetta er aðeins of mikið af þessu góða og stjórnvöld ættu að skammast sín,“ segir Helga. Helga Nielsen íhugar að flytja úr landi vegna stýrivaxtahækkanna Seðlabanka Íslands.Vísir/Arnar Hvaða áhrif hafa hækkanirnar á þig? „Sem betur fer lítil áhrif. Ég er skuldlaus og sleppti því að kaupa íbúð í haust. Geymi sjóðinn í annað og leigi þangað til. Ég held að útborgunin sem ég hefði sett í íbúð í haust væri horfin að stórum hlutum núna ef maður hefði slegið til,“ segir Árni Tryggvason. Árni Tryggvason ætlar að bíða með að kaupa íbúð.Vísir/Arnar „Það var búið að búast við því að það myndi allt hækka út úr öllu valdi. En ég sé ekki í fljótu bragði eftir að hafa séð alla flóruna að það séu einhverjir kraftaverkamenn inni á Alþingi núna sem geta fiffað allt einn tveir og þrír. Við ætlum að gera þetta og þá reddast þetta. Það er ekki þannig,“ segir Þór Gunnlaugsson. Þór Gunnlaugsson segist ekki sjá neina kraftaverkamenn á þingi.Vísir/Arnar Efnahagsmál Húsnæðismál Fjármál heimilisins Verðlag Kjaramál Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Í gær hækkaði Seðlabankinn stýrivexti um 1,25 prósentustig og standa þeir nú í 8,75 prósentum en verðbólgan á landinu mælist 9,9 prósent. Hafa stýrivextir ekki verið hærri í fjórtán ár og var þetta þrettánda hækkun vaxtanna í röð. Hafa einhverjir haldið því fram að verðbólgan sé í boði verkalýðshreyfingarinnar, þar á meðal fyrrverandi félagsmálaráðherra, en Seðlabankastjóri sagði sjálfur að launakröfur hreyfingarinnar séu óraunhæfar og að hann vonaðist eftir því að gerðir yrðu hófsamir kjarasamningar til langs tíma. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og 1. varaforseti Alþýðusambands Íslands, segir að þarna fari Seðlabankastjóri einfaldlega með rangt mál. „Við höfum gert það hingað til. Við gerðum það með gerð lífskjarasamninganna árið 2019 og töldum okkur vera að gera það með skammtímasamningnum sem við undirrituðum í desember. Það er alveg klárt mál að Seðlabankastjóri veður algjörlega villu vegar ef hann telur að vinnandi fólk, almenningur í þessu landi, ætli að fara að axla einhverja ábyrgð á hagstjórnarmistökum Seðlabankans og aðgerðarleysi stjórnvalda á þeim ógöngum sem efnahagsmálin eru komin í,“ segir Ragnar Þór. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og 1. varaforseti ASÍ.Vísir/Arnar Hann segir að haldi aðgerðarleysi stjórnvalda áfram sjáum við fram á enn meiri verðbólgu á næstunni. „Stjórnvöld hafa algjörlega brugðist og það er ekkert í pípunum sem við sjáum að sé að fara að lagast frekar en hitt. Heldur erum við að fara í öfuga átt og það mun versna til mikilla muna,“ segir Ragnar Þór. Hann segir aðgerðir Seðlabankans hafa tvöfalt meiri áhrif á fyrirtæki og kostnað þeirra heldur en launahækkanir. „Ég bara verð að viðurkenna að ég skil ekki þennan málflutning og endalausu hótanir seðlabankans og Seðlabankastjóra í garð verkalýðshreyfingarinnar. Það sem er stórfurðulegt er að Seðlabankastjóri sjálfur virðist tala upp verðbólguvæntingar sem skila sér alltaf út í verðlagið, það er óskiljanlegt,“ segir Ragnar Þór. Fréttastofa ræddi við nokkra gangandi vegfarendur í dag um hvaða áhrif hækkanir stýrivaxta hafa á þá. Hafa stýrivaxtahækkanirnar áhrif á þig? „Sérstaklega því ég get ekki verið á vinnumarkaði. Þetta hefur mikil slæm áhrif á öryrkja. Nú er ég fullur öryrki og þetta hefur áhrif,“ segir Helga Nielsen. Hefur þú skoðað aðgerðir til að sporna við tapinu? „Flytja úr landi. Einfalt.“ Það stefnir allt í það? „Ef þetta heldur svona áfram þá verð ég að gera það. Svo er ég einstæður foreldri og ég get ekki haft efni á þessu. Þetta er aðeins of mikið af þessu góða og stjórnvöld ættu að skammast sín,“ segir Helga. Helga Nielsen íhugar að flytja úr landi vegna stýrivaxtahækkanna Seðlabanka Íslands.Vísir/Arnar Hvaða áhrif hafa hækkanirnar á þig? „Sem betur fer lítil áhrif. Ég er skuldlaus og sleppti því að kaupa íbúð í haust. Geymi sjóðinn í annað og leigi þangað til. Ég held að útborgunin sem ég hefði sett í íbúð í haust væri horfin að stórum hlutum núna ef maður hefði slegið til,“ segir Árni Tryggvason. Árni Tryggvason ætlar að bíða með að kaupa íbúð.Vísir/Arnar „Það var búið að búast við því að það myndi allt hækka út úr öllu valdi. En ég sé ekki í fljótu bragði eftir að hafa séð alla flóruna að það séu einhverjir kraftaverkamenn inni á Alþingi núna sem geta fiffað allt einn tveir og þrír. Við ætlum að gera þetta og þá reddast þetta. Það er ekki þannig,“ segir Þór Gunnlaugsson. Þór Gunnlaugsson segist ekki sjá neina kraftaverkamenn á þingi.Vísir/Arnar
Efnahagsmál Húsnæðismál Fjármál heimilisins Verðlag Kjaramál Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira