Segir stórsókn í heilbrigðismálum helst felast í fjárfestingum í steypu Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 26. maí 2023 23:00 Ragnar Freyr Ingvarsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur. Stöð 2/Ívar Fannar Stjórn Læknafélags Íslands krefst þess að gripið verði til markvissra aðgerða í heilbrigðiskerfinu í ákalli til stjórnvalda. Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir stöðuna alvarlega um allt kerfið. „Við erum að lýsa yfir áhyggjum okkar yfir ástandinu í heilbrigðiskerfinu öllu saman. Það er sama hvar drepið er niður. Það er slæmt ástand víðast hvar. Hvort sem maður horfir til heilsugæslunnar, til sjálfstætt starfandi lækna, til spítalans, til öldrunarþjónustunnar. Það vantar pláss á hjúkrunarheimilum og það sárvantar að efla heimahjúkrun,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, í samtali við fréttastofu. Fram kemur í yfirlýsingu Læknafélags Íslands að kvörtunum til landlækis hafi fjölgað. Á tölum frá landlæknisembættinu sést að kvörtunum fjölgaði markvisst frá árinu 2016 en fjölgaði mest þegar kórónuveiran geisaði árið 2021. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs fjölgaði kvörtunum um 8,5 prósent. Þá fjölgaði fyrirspurnum í gegnum heilsuveru um 393 prósent, en þessum fyrirspurnum svara læknar. Huga þurfi frekar að mannauðnum Ráðamenn tali um stórsókn í heilbrigðismálum, en að sögn Ragnars felst það fyrst og fremst í að fjárfesta í steinsteypu. „Við sjáum ekki annað við læknarnir að það sé fyrst og fremst verið að reisa byggingar og okkar skilaboð eru að það þarf að huga sérstaklega að mannauðnum, fólkinu sem sinnir sjúklingunum,“ segir Ragnar. Álag sé einfaldlega alltof mikið. „Tökum til dæmis spítalann þá er gjarnan yfir 100% rúmanýting. Það er almennt talað um það að þegar talan fer yfir 85 prósent þá sé komið neyðarástand. Her er yfirleitt um 105 prósent rúmanýting. Það segir sína sögu.“ Heilbrigðismál Reykjavík Landspítalinn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
„Við erum að lýsa yfir áhyggjum okkar yfir ástandinu í heilbrigðiskerfinu öllu saman. Það er sama hvar drepið er niður. Það er slæmt ástand víðast hvar. Hvort sem maður horfir til heilsugæslunnar, til sjálfstætt starfandi lækna, til spítalans, til öldrunarþjónustunnar. Það vantar pláss á hjúkrunarheimilum og það sárvantar að efla heimahjúkrun,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, í samtali við fréttastofu. Fram kemur í yfirlýsingu Læknafélags Íslands að kvörtunum til landlækis hafi fjölgað. Á tölum frá landlæknisembættinu sést að kvörtunum fjölgaði markvisst frá árinu 2016 en fjölgaði mest þegar kórónuveiran geisaði árið 2021. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs fjölgaði kvörtunum um 8,5 prósent. Þá fjölgaði fyrirspurnum í gegnum heilsuveru um 393 prósent, en þessum fyrirspurnum svara læknar. Huga þurfi frekar að mannauðnum Ráðamenn tali um stórsókn í heilbrigðismálum, en að sögn Ragnars felst það fyrst og fremst í að fjárfesta í steinsteypu. „Við sjáum ekki annað við læknarnir að það sé fyrst og fremst verið að reisa byggingar og okkar skilaboð eru að það þarf að huga sérstaklega að mannauðnum, fólkinu sem sinnir sjúklingunum,“ segir Ragnar. Álag sé einfaldlega alltof mikið. „Tökum til dæmis spítalann þá er gjarnan yfir 100% rúmanýting. Það er almennt talað um það að þegar talan fer yfir 85 prósent þá sé komið neyðarástand. Her er yfirleitt um 105 prósent rúmanýting. Það segir sína sögu.“
Heilbrigðismál Reykjavík Landspítalinn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira