Lækka laxeldisskatt í von um að ná þingmeirihluta Kristján Már Unnarsson skrifar 29. maí 2023 23:44 Frá fiskeldiskvíum í Noregi. Artur Widak/Getty Fyrirhugaður auðlindaskattur á laxeldi í Noregi lækkar úr 35 prósentum niður í 25 prósent, samkvæmt samkomulagi sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa náð við tvo smáflokka í því skyni að tryggja meirihlutastuðning við málið í Stórþinginu. Upphafleg tillaga gerði ráð fyrir að skatturinn yrði 40 prósent af hreinum hagnaði. Fréttir af samkomulaginu fyrir helgi leiddu til þess að verð hlutabréfa í fiskeldisfyrirtækjum rauk upp í norsku kauphöllinni. Þannig hækkaði verðmæti SalMar, stærsta eiganda Arnarlax, um átta prósent, og verðmæti Mowi hækkaði um sex prósent. Í samkomulagi stjórnarflokkanna, Verkmannaflokksins og Miðflokksins, við smáflokkana Venstre og Pasientfokus, felst einnig að leyfður frádráttur vegna auðlegðarskatts hækkar úr 50 í 75 prósent. Þá verður fiskeldissveitarfélögum og fylkjum tryggðar hærri tekjur úr Fiskeldissjóði. Gert er ráð fyrir að styrkja umhverfisþáttinn og framlög til tækniþróunar í greininni verða aukin, samkvæmt frétt NRK. Þrátt fyrir samkomulagið er tvísýnt hvort meirihlutastuðningur reynist við það í Stórþinginu. Flokkarnir sem standa að því hafa aðeins eins atkvæðis meirihluta á bak við sig og vitað er að innan beggja stjórnarflokkanna er andstaða úr kjördæmum sem treysta mest á fiskeldi. Helstu andstæðingar skattsins, Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn, telja sig geta fellt málið og boða samkvæmt frétt VG að hver einasti þingmaður flokkanna muni mæta við atkvæðagreiðsluna, í von um að einhverjir stjórnarþingmenn muni einnig greiða atkvæði gegn málinu. Noregur Fiskeldi Sjókvíaeldi Lax Skattar og tollar Tengdar fréttir Sveitarfélög vilja beina hlutdeild í skattgreiðslum fiskeldisfyrirtækja Samband íslenskra sveitarfélaga segir að tryggja þurfi sveitarfélögum sem hafi fiskeldi beina hlutdeild í innheimtum gjöldum. Það þurfi að ná sátt við sveitarfélögin um hvernig skuli skipta þeim tekjum sem innheimtast, svo þau geti staðið fyrir nauðsynlegri innviðauppbyggingu í sínu sveitarfélagi. 12. apríl 2023 14:11 Vill skattleggja fiskeldið fyrir byggðir sem leggja til firðina Formaður íbúasamtaka Þingeyrar vill leggja gjöld á fiskeldi sem renni til sveitarfélaga á viðkomandi stöðum. Dýrfirðingar horfi auk þess upp á það að eldisfiskurinn þaðan sé fluttur til vinnslu í öðru sveitarfélagi. 11. desember 2020 22:35 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Z kynslóðin og konur áberandi í kulnun og 35 prósent starfsfólks úrvinda vegna vinnu Atvinnulíf Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Fréttir af samkomulaginu fyrir helgi leiddu til þess að verð hlutabréfa í fiskeldisfyrirtækjum rauk upp í norsku kauphöllinni. Þannig hækkaði verðmæti SalMar, stærsta eiganda Arnarlax, um átta prósent, og verðmæti Mowi hækkaði um sex prósent. Í samkomulagi stjórnarflokkanna, Verkmannaflokksins og Miðflokksins, við smáflokkana Venstre og Pasientfokus, felst einnig að leyfður frádráttur vegna auðlegðarskatts hækkar úr 50 í 75 prósent. Þá verður fiskeldissveitarfélögum og fylkjum tryggðar hærri tekjur úr Fiskeldissjóði. Gert er ráð fyrir að styrkja umhverfisþáttinn og framlög til tækniþróunar í greininni verða aukin, samkvæmt frétt NRK. Þrátt fyrir samkomulagið er tvísýnt hvort meirihlutastuðningur reynist við það í Stórþinginu. Flokkarnir sem standa að því hafa aðeins eins atkvæðis meirihluta á bak við sig og vitað er að innan beggja stjórnarflokkanna er andstaða úr kjördæmum sem treysta mest á fiskeldi. Helstu andstæðingar skattsins, Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn, telja sig geta fellt málið og boða samkvæmt frétt VG að hver einasti þingmaður flokkanna muni mæta við atkvæðagreiðsluna, í von um að einhverjir stjórnarþingmenn muni einnig greiða atkvæði gegn málinu.
Noregur Fiskeldi Sjókvíaeldi Lax Skattar og tollar Tengdar fréttir Sveitarfélög vilja beina hlutdeild í skattgreiðslum fiskeldisfyrirtækja Samband íslenskra sveitarfélaga segir að tryggja þurfi sveitarfélögum sem hafi fiskeldi beina hlutdeild í innheimtum gjöldum. Það þurfi að ná sátt við sveitarfélögin um hvernig skuli skipta þeim tekjum sem innheimtast, svo þau geti staðið fyrir nauðsynlegri innviðauppbyggingu í sínu sveitarfélagi. 12. apríl 2023 14:11 Vill skattleggja fiskeldið fyrir byggðir sem leggja til firðina Formaður íbúasamtaka Þingeyrar vill leggja gjöld á fiskeldi sem renni til sveitarfélaga á viðkomandi stöðum. Dýrfirðingar horfi auk þess upp á það að eldisfiskurinn þaðan sé fluttur til vinnslu í öðru sveitarfélagi. 11. desember 2020 22:35 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Z kynslóðin og konur áberandi í kulnun og 35 prósent starfsfólks úrvinda vegna vinnu Atvinnulíf Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Sveitarfélög vilja beina hlutdeild í skattgreiðslum fiskeldisfyrirtækja Samband íslenskra sveitarfélaga segir að tryggja þurfi sveitarfélögum sem hafi fiskeldi beina hlutdeild í innheimtum gjöldum. Það þurfi að ná sátt við sveitarfélögin um hvernig skuli skipta þeim tekjum sem innheimtast, svo þau geti staðið fyrir nauðsynlegri innviðauppbyggingu í sínu sveitarfélagi. 12. apríl 2023 14:11
Vill skattleggja fiskeldið fyrir byggðir sem leggja til firðina Formaður íbúasamtaka Þingeyrar vill leggja gjöld á fiskeldi sem renni til sveitarfélaga á viðkomandi stöðum. Dýrfirðingar horfi auk þess upp á það að eldisfiskurinn þaðan sé fluttur til vinnslu í öðru sveitarfélagi. 11. desember 2020 22:35