Ásakandi Bidens leitar skjóls í Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2023 11:33 Tara Reade segir rússneskum miðli að hún upplifi sig ekki örugga í Bandaríkjunum undir stjórn Joes Biden sem hún sakaði um kynferðisofbeldi fyrir þremur árum. Sputnik/Tara Reade Kona á sextugsaldri sem sakaði Joe Biden Bandaríkjaforseta um kynferðisofbeldi í aðdraganda forsetakosninganna 2020 segist flutt til Rússlands og ætla að sækja um ríkisborgararétt þar. Hún segist upplifa sig öruggari í Rússlandi en heimalandinu. Tara Reade starfaði stuttlega á skrifstofu Biden þegar hann var öldungadeildarþingmaður árið 1993. Hún var í hópi nokkurra kvenna sem lýsti því að Biden hefði látið henni líða óþægilega með óviðeigandi snertingu árið 2019. Biden lofaði bót og betrun. Rétt áður en Biden tryggði sér tilnefningu Demókrataflokksins sem forsetaframbjóðandi árið 2020 sakaði Reade hann um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. Reade var stuðningsmaður Bernie Sanders, mótframbjóðanda Biden. Biden harðneitaði ásökuninni og bandarískum fjölmiðlum tókst ekki að staðfesta nokkrar af þeim lýsingum sem Reade gaf á atburðinum og eftirmálum hans. Trúverðugleiki Reade varð einnig fyrir hnaski þegar háskóli í Seattle kannaðist ekki við að hún hefði lokið námi þar. Lögmaður hennar sagði skilið við hana í kjölfarið. Stjórnvöld í Kreml „greiðvikin“ Stuðningsmenn Biden hermdu lof Reade um Vladímír Pútín Rússlandsforseta upp á Reade þegar hún setti ásakanir sínar fram fyrir þremur árum. Þá sagði hún að lofsyrði sín um Pútín hefði verið misráðin. Reade virðist hafa snúist hugur því hún sagði rússneska fjölmiðlinum Sputnik í dag að hún væri flutt til Rússlands og vildi gerast rússneskur ríkisborgari, að sögn New York Times. Draumur hennar væri að búa bæði í Bandaríkjunum og Rússlandi en hún gæti endað á að búa aðeins í Rússlandi vegna þess að það fyndist henni hún „varin og örugg“. Sagði hún að fleiri Bandaríkjamenn hefðu leitað skjóls í Rússlandi og líkti því við þegar sovéskir andófsmenn flúðu til Bandaríkjunum á tímum kalda stríðsins. Sem betur fer væru stjórnvöld í Kreml greiðvikin. „Þannig að við erum heppin,“ segir Reade. Maria Butina, sem náði kjöri á rússneska þingið eftir að hún var dæmd fyrir njósnir í Bandaríkjunum árið 2019, er sögð hafa lofað að ganga á eftir því að Reade fengi rússneskan ríkisborgararétt með flýtimeðferð. Bandaríkin Rússland MeToo Joe Biden Tengdar fréttir Biden ræddi ásökun fyrrverandi starfsmanns í fyrsta sinn Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, vísaði ásökunum konu sem vann fyrir hann á Bandaríkjaþingi um að hann hefði ráðist á hana kynferðislega á bug í dag. Yfirlýsing og sjónvarpsviðtal Biden í dag eru fyrsta skiptið sem frambjóðandinn svaraði ásökunum konunnar opinberlega. 1. maí 2020 17:50 Butina sleppt úr haldi og á leið til Rússlands Maria Butina, sem játaði sig seka um samsæri og starfa sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum, er á leið til Rússlands. 25. október 2019 14:14 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Tara Reade starfaði stuttlega á skrifstofu Biden þegar hann var öldungadeildarþingmaður árið 1993. Hún var í hópi nokkurra kvenna sem lýsti því að Biden hefði látið henni líða óþægilega með óviðeigandi snertingu árið 2019. Biden lofaði bót og betrun. Rétt áður en Biden tryggði sér tilnefningu Demókrataflokksins sem forsetaframbjóðandi árið 2020 sakaði Reade hann um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. Reade var stuðningsmaður Bernie Sanders, mótframbjóðanda Biden. Biden harðneitaði ásökuninni og bandarískum fjölmiðlum tókst ekki að staðfesta nokkrar af þeim lýsingum sem Reade gaf á atburðinum og eftirmálum hans. Trúverðugleiki Reade varð einnig fyrir hnaski þegar háskóli í Seattle kannaðist ekki við að hún hefði lokið námi þar. Lögmaður hennar sagði skilið við hana í kjölfarið. Stjórnvöld í Kreml „greiðvikin“ Stuðningsmenn Biden hermdu lof Reade um Vladímír Pútín Rússlandsforseta upp á Reade þegar hún setti ásakanir sínar fram fyrir þremur árum. Þá sagði hún að lofsyrði sín um Pútín hefði verið misráðin. Reade virðist hafa snúist hugur því hún sagði rússneska fjölmiðlinum Sputnik í dag að hún væri flutt til Rússlands og vildi gerast rússneskur ríkisborgari, að sögn New York Times. Draumur hennar væri að búa bæði í Bandaríkjunum og Rússlandi en hún gæti endað á að búa aðeins í Rússlandi vegna þess að það fyndist henni hún „varin og örugg“. Sagði hún að fleiri Bandaríkjamenn hefðu leitað skjóls í Rússlandi og líkti því við þegar sovéskir andófsmenn flúðu til Bandaríkjunum á tímum kalda stríðsins. Sem betur fer væru stjórnvöld í Kreml greiðvikin. „Þannig að við erum heppin,“ segir Reade. Maria Butina, sem náði kjöri á rússneska þingið eftir að hún var dæmd fyrir njósnir í Bandaríkjunum árið 2019, er sögð hafa lofað að ganga á eftir því að Reade fengi rússneskan ríkisborgararétt með flýtimeðferð.
Bandaríkin Rússland MeToo Joe Biden Tengdar fréttir Biden ræddi ásökun fyrrverandi starfsmanns í fyrsta sinn Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, vísaði ásökunum konu sem vann fyrir hann á Bandaríkjaþingi um að hann hefði ráðist á hana kynferðislega á bug í dag. Yfirlýsing og sjónvarpsviðtal Biden í dag eru fyrsta skiptið sem frambjóðandinn svaraði ásökunum konunnar opinberlega. 1. maí 2020 17:50 Butina sleppt úr haldi og á leið til Rússlands Maria Butina, sem játaði sig seka um samsæri og starfa sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum, er á leið til Rússlands. 25. október 2019 14:14 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Biden ræddi ásökun fyrrverandi starfsmanns í fyrsta sinn Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, vísaði ásökunum konu sem vann fyrir hann á Bandaríkjaþingi um að hann hefði ráðist á hana kynferðislega á bug í dag. Yfirlýsing og sjónvarpsviðtal Biden í dag eru fyrsta skiptið sem frambjóðandinn svaraði ásökunum konunnar opinberlega. 1. maí 2020 17:50
Butina sleppt úr haldi og á leið til Rússlands Maria Butina, sem játaði sig seka um samsæri og starfa sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum, er á leið til Rússlands. 25. október 2019 14:14