Spyr út í veru vopnaðra erlendra lögregluþjóna hér á landi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. maí 2023 15:22 Gríðarlegur viðbúnaður var í miðborginni vegna leiðtogafundarins. Umboðsmaður spyr nú út í veru erlendra vopnaðra lögregluþjóna hér á landi. vísir/vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum og skýringum frá dómsmálaráðherra um veru vopnaðra og einkennisklæddra erlendra lögreglumanna, sem voru hér á landi í tilefni leiðtogafundar Evrópuráðsins. Leiðtogafundur Evrópuráðsins, sem fór fram um miðjan maí, fór framhjá fæstum. Aðallega vegna mikils viðbúnaðar lögreglu í miðborginni. Leyniskytturbyrgi var komið fyrir á Hörpu og fjölmargir vopnaðir lögreglumenn voru á vaktinni, þar á meðal erlendir. Þá var stóraukið myndavélaeftirlit í borginni og ekki stendur til að myndavélarnar verði fjarlægðar. Á vef umboðsmanns segir að umboðsmaður hafi aflað sér frekari upplýsingar um fyrirkomulagið frá ríkislögreglustjóra. Það sé hins vegar tilefni til ákveðinna spurninga um hvernig ríkislögreglustjóri nýtir heimild sína til þess að taka á móti erlendum lögreglumönnum og fela þeim lögregluvald hér á landi. Vísað er til ákvæða stjórnarskrár og minnt á að forseti og önnur stjórnvöld fari með lögregluvald. Skorður séu á því að hvaða marki hægt sé að kveða á um framsal stjórnarskrábundinna valdheimilda til erlendra aðila, þótt í framkvæmd hafi verið litið svo á að slíkt sé ekki útilokað að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis.Vísir/Arnar „Þegar litið sé til þessa og markmiða lagaheimildar ríkislögreglustjóra sé ekki hægt að leggja til grundvallar að hann hafi ótakmarkaða heimild að þessu leyti,“ seigr í bréfi umboðsmanns. Dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, er af þessu tilefni spurður hvort hann hafi skoðað að setja nánari reglur um það hvenær og í hvaða tilgangi ríkislögreglustjóra sé heimilt að fela erlendum lögregluþjónum lögregluvald hér á landi. Einnig hvort ráðherra telji orðalag heimildarinnar of víðtækt þar sem ekki er hægt að útiloka að erlendum lögreglumönnum séu falin hvers kyns störf hér á landi, þar á meðal að krefjast samskipta við almenning. Loks spyr umboðsmaður hvort gengið hafi verið út frá því að erlendu lögreglumennirnigr hafi borið sömu lagaskyldur og íslenskir og hvort gengið hafi verið út frá því að þeir féllu undir starfssvið nefndar um eftirlit með lögreglu. Umboðsmaður Alþingis Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Reykjavík Skotvopn Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Sjá meira
Leiðtogafundur Evrópuráðsins, sem fór fram um miðjan maí, fór framhjá fæstum. Aðallega vegna mikils viðbúnaðar lögreglu í miðborginni. Leyniskytturbyrgi var komið fyrir á Hörpu og fjölmargir vopnaðir lögreglumenn voru á vaktinni, þar á meðal erlendir. Þá var stóraukið myndavélaeftirlit í borginni og ekki stendur til að myndavélarnar verði fjarlægðar. Á vef umboðsmanns segir að umboðsmaður hafi aflað sér frekari upplýsingar um fyrirkomulagið frá ríkislögreglustjóra. Það sé hins vegar tilefni til ákveðinna spurninga um hvernig ríkislögreglustjóri nýtir heimild sína til þess að taka á móti erlendum lögreglumönnum og fela þeim lögregluvald hér á landi. Vísað er til ákvæða stjórnarskrár og minnt á að forseti og önnur stjórnvöld fari með lögregluvald. Skorður séu á því að hvaða marki hægt sé að kveða á um framsal stjórnarskrábundinna valdheimilda til erlendra aðila, þótt í framkvæmd hafi verið litið svo á að slíkt sé ekki útilokað að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis.Vísir/Arnar „Þegar litið sé til þessa og markmiða lagaheimildar ríkislögreglustjóra sé ekki hægt að leggja til grundvallar að hann hafi ótakmarkaða heimild að þessu leyti,“ seigr í bréfi umboðsmanns. Dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, er af þessu tilefni spurður hvort hann hafi skoðað að setja nánari reglur um það hvenær og í hvaða tilgangi ríkislögreglustjóra sé heimilt að fela erlendum lögregluþjónum lögregluvald hér á landi. Einnig hvort ráðherra telji orðalag heimildarinnar of víðtækt þar sem ekki er hægt að útiloka að erlendum lögreglumönnum séu falin hvers kyns störf hér á landi, þar á meðal að krefjast samskipta við almenning. Loks spyr umboðsmaður hvort gengið hafi verið út frá því að erlendu lögreglumennirnigr hafi borið sömu lagaskyldur og íslenskir og hvort gengið hafi verið út frá því að þeir féllu undir starfssvið nefndar um eftirlit með lögreglu.
Umboðsmaður Alþingis Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Reykjavík Skotvopn Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Sjá meira