Ranglega sakaður um þjófnað og skotinn í bakið Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2023 17:57 Dauði hins fjórtán ára Cyrus Carmack-Belton hefur leitt til nokkurrar ólgu í nærsamfélagi hans í Suður-Karólínu. Hinn 58 ára gamli Rick Chow hefur verið ákærður fyrir morð fyrir að skjóta Carmack-Belton í bakið. Vísir Eigandi bensínstöðvar í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum elti fjórtán ára dreng, sem hann grunaði ranglega um þjófnað í versluninni, og skaut hann til bana. Hann var ákærður fyrir morð þegar í ljós kom að táningurinn hafði verið skotinn í bakið. Rick Chow, eigandinn, hélt að Cyrus Carmack-Belton hefði stolið fjórum flöskum af vatni úr versluninni en, Leon Lott, fógeti Richland-sýslu, sagði táninginn hafa sett flöskurnar aftur í kæliskápinn sem hann hafði tekið þær úr, áður en hann hljóp undan Chow og syni hans á sunnudaginn. Byssa fannst nærri líki Carmack-Belton og feðgarnir tóku eftir því að hann væri vopnaður þegar hann féll á hlaupunum, áður en hann var skotinn. Lott segir þó ekkert benda til þess að táningurinn hafi nokkurn tímann beint byssu að feðgunum. Carmack-Belton var svartur og Chow er af asískum uppruna. Krufning sýndi fram á að Carmack-Belton hafði verið skotinn í bakið og eftir að lögregluþjónar ræddu við vitni og horfðu á upptökur úr eftirlitsmyndavélum, var sú ákvörðun tekin að ákæra Chow fyrir morð. „Þú skýtur ekki einhvern í bakið sem er ekki að ógna þér,“ hefur AP fréttaveitan eftir Lott. Lög Suður-Karólínu um sjálfsvörn segja meðal annars að sá sem skýtur annan mann í sjálfsvörn þurfi að telja sig í bráðri hættu og sjá enga aðra undankomuleið. „Þetta eru sömu staðlar og lögregluþjónar fara eftir,“ sagði Lott. Sheriff Lott announced yesterday that Rick Chow, 58, was arrested and charged with the murder of 14-year-old Cyrus Carmack-Belton. pic.twitter.com/OFaovVcHjS— Richland County Sheriff's Dept. (@RCSD) May 30, 2023 Samkvæmt lögreglu bendir ekkert til þess að til nokkurskonar átaka hafi komið en áður en Carmack-Belton hljóp af stað rifust hann og Chow. Táningurinn var ekki með nein sár, fyrir utan skrámur eftir að hann féll og skotsár á bakinu. Kúlan hæfði táninginn í bakið og fór í gegnum hjarta hans. Lögmaður fjölskyldu Carmack-Belton, sendi frá sér yfirlýsingu í dag, samkvæmt héraðsmiðlinum The State, þar sem hann sagði dauða táningsins ekki hafa verið slys. Þeldökkir Bandaríkjamenn hafi upplifað það í margar kynslóðir að vera hafðir fyrir ranga sök og „skotnir til bana út á götu eins og hundar“. Áður hafði lögmaðurinn, sem einnig er ríkisþingmaður Suður-Karólínu, sett sambærilega yfirlýsingu á Facebook. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fimmtán ára stúlka ákærð fyrir nítján morð Fimmtán ára gvæjönsk stúlka hefur verið ákærð fyrir að hafa myrt átján skólasystur sínar og fimm ára dreng í síðustu viku, með því að hafa lagt eld að heimavistarskóla. Hún gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. 29. maí 2023 23:24 Þrír látnir í enn einni skotárásinni Þrír eru látnir og þónokkrir særðir, þar á meðal tveir laganna verðir, eftir skotárás í Nýju-Mexikó í Bandaríkjunum í dag. Það sem af er ári hafa 224 fjöldaskotárásir verið framdar í Bandaríkjunum. 15. maí 2023 22:45 Skaut kærustu sína til bana eftir að hún fór í þungunarrof Karlmaður á þrítugsaldri sem vildi ekki að kærastan sín færi í þungunarrof skaut hana til bana í Texas í Bandaríkjunum í vikunni. Konan fór til annars ríkis til að gangast undir þungunarrof þar sem það er bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í Texas. 13. maí 2023 08:43 Fjórtán ára stúlka í feluleik skotin í höfuðið Fjórtán ára stúlka var skotin í höfuðið þegar hún var í feluleik á landareign manns í bænum Starks í Louisiana. Maðurinn sem skaut stúlkuna hefur verið handtekinn og ákærður en stúlkan er ekki talin vera í lífshættu. 10. maí 2023 01:51 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Rick Chow, eigandinn, hélt að Cyrus Carmack-Belton hefði stolið fjórum flöskum af vatni úr versluninni en, Leon Lott, fógeti Richland-sýslu, sagði táninginn hafa sett flöskurnar aftur í kæliskápinn sem hann hafði tekið þær úr, áður en hann hljóp undan Chow og syni hans á sunnudaginn. Byssa fannst nærri líki Carmack-Belton og feðgarnir tóku eftir því að hann væri vopnaður þegar hann féll á hlaupunum, áður en hann var skotinn. Lott segir þó ekkert benda til þess að táningurinn hafi nokkurn tímann beint byssu að feðgunum. Carmack-Belton var svartur og Chow er af asískum uppruna. Krufning sýndi fram á að Carmack-Belton hafði verið skotinn í bakið og eftir að lögregluþjónar ræddu við vitni og horfðu á upptökur úr eftirlitsmyndavélum, var sú ákvörðun tekin að ákæra Chow fyrir morð. „Þú skýtur ekki einhvern í bakið sem er ekki að ógna þér,“ hefur AP fréttaveitan eftir Lott. Lög Suður-Karólínu um sjálfsvörn segja meðal annars að sá sem skýtur annan mann í sjálfsvörn þurfi að telja sig í bráðri hættu og sjá enga aðra undankomuleið. „Þetta eru sömu staðlar og lögregluþjónar fara eftir,“ sagði Lott. Sheriff Lott announced yesterday that Rick Chow, 58, was arrested and charged with the murder of 14-year-old Cyrus Carmack-Belton. pic.twitter.com/OFaovVcHjS— Richland County Sheriff's Dept. (@RCSD) May 30, 2023 Samkvæmt lögreglu bendir ekkert til þess að til nokkurskonar átaka hafi komið en áður en Carmack-Belton hljóp af stað rifust hann og Chow. Táningurinn var ekki með nein sár, fyrir utan skrámur eftir að hann féll og skotsár á bakinu. Kúlan hæfði táninginn í bakið og fór í gegnum hjarta hans. Lögmaður fjölskyldu Carmack-Belton, sendi frá sér yfirlýsingu í dag, samkvæmt héraðsmiðlinum The State, þar sem hann sagði dauða táningsins ekki hafa verið slys. Þeldökkir Bandaríkjamenn hafi upplifað það í margar kynslóðir að vera hafðir fyrir ranga sök og „skotnir til bana út á götu eins og hundar“. Áður hafði lögmaðurinn, sem einnig er ríkisþingmaður Suður-Karólínu, sett sambærilega yfirlýsingu á Facebook.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fimmtán ára stúlka ákærð fyrir nítján morð Fimmtán ára gvæjönsk stúlka hefur verið ákærð fyrir að hafa myrt átján skólasystur sínar og fimm ára dreng í síðustu viku, með því að hafa lagt eld að heimavistarskóla. Hún gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. 29. maí 2023 23:24 Þrír látnir í enn einni skotárásinni Þrír eru látnir og þónokkrir særðir, þar á meðal tveir laganna verðir, eftir skotárás í Nýju-Mexikó í Bandaríkjunum í dag. Það sem af er ári hafa 224 fjöldaskotárásir verið framdar í Bandaríkjunum. 15. maí 2023 22:45 Skaut kærustu sína til bana eftir að hún fór í þungunarrof Karlmaður á þrítugsaldri sem vildi ekki að kærastan sín færi í þungunarrof skaut hana til bana í Texas í Bandaríkjunum í vikunni. Konan fór til annars ríkis til að gangast undir þungunarrof þar sem það er bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í Texas. 13. maí 2023 08:43 Fjórtán ára stúlka í feluleik skotin í höfuðið Fjórtán ára stúlka var skotin í höfuðið þegar hún var í feluleik á landareign manns í bænum Starks í Louisiana. Maðurinn sem skaut stúlkuna hefur verið handtekinn og ákærður en stúlkan er ekki talin vera í lífshættu. 10. maí 2023 01:51 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Fimmtán ára stúlka ákærð fyrir nítján morð Fimmtán ára gvæjönsk stúlka hefur verið ákærð fyrir að hafa myrt átján skólasystur sínar og fimm ára dreng í síðustu viku, með því að hafa lagt eld að heimavistarskóla. Hún gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. 29. maí 2023 23:24
Þrír látnir í enn einni skotárásinni Þrír eru látnir og þónokkrir særðir, þar á meðal tveir laganna verðir, eftir skotárás í Nýju-Mexikó í Bandaríkjunum í dag. Það sem af er ári hafa 224 fjöldaskotárásir verið framdar í Bandaríkjunum. 15. maí 2023 22:45
Skaut kærustu sína til bana eftir að hún fór í þungunarrof Karlmaður á þrítugsaldri sem vildi ekki að kærastan sín færi í þungunarrof skaut hana til bana í Texas í Bandaríkjunum í vikunni. Konan fór til annars ríkis til að gangast undir þungunarrof þar sem það er bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í Texas. 13. maí 2023 08:43
Fjórtán ára stúlka í feluleik skotin í höfuðið Fjórtán ára stúlka var skotin í höfuðið þegar hún var í feluleik á landareign manns í bænum Starks í Louisiana. Maðurinn sem skaut stúlkuna hefur verið handtekinn og ákærður en stúlkan er ekki talin vera í lífshættu. 10. maí 2023 01:51