Krefst þyngingar á þyngstu fíkniefnadómum sögunnar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. maí 2023 18:41 Anna Barbara Andradóttir aðstoðarsaksóknari sækir málið fyrir Landsrétti. Vísir Saksóknari krefst þess að dómar yfir sakborningum í saltdreifaramálinu svokallaða verði þyngdir. Tveir sakborningar hlutu tólf ára fangelsisdóm í málinu sem eru þyngstu dómar sem fallið hafa í í fíkniefnamáli hér á landi. Málflutningu fór fram í málinu í Landsrétti í dag en dómar féllu í Héraðsdómi Reykjavíkur í október á síðasta ári. Fimm voru ákærðir og sakfelldir í málinu en um er að ræða eitt stærsta fíkniefnamál sem hefur komið upp hér á landi. Málið snýst um annars vegar innflutning mikils magns amfetamínbasa og hins vegar umfangsmikla kannabsiræktun á sveitabænum Hjallanesi við Hellu. Mbl.is greinir frá því að Anna Barbara Andradóttir saksóknari hafi krafist þyngingar refsingar yfir þeim Guðlaugi Agnari Guðmundssyni, Guðjóni Sigurðssyni, Halldóri Margeiri Ólafssyni og Ólafi Ágústi Hraundal. Krafan hafi verið rökstudd þannig að um fordæmalaust magn fíkniefna væri að ræða. Krafa um þyngingu refsingar Guðlaugs Agnars, sem dæmdur var í tíu ára fangelsi, hafi verið studd þeim rökum að hann hafi neitað að tjá sig við lögreglu og vísað til sakarferils hans sem nær til ársins 2003. Þáttur Guðjóns, sem einnig hlaut tíu ára fangelsi, hafi verið umfangsmeiri en hann hafi haldið fram. Hann hafi verið viðstaddur framleiðslu efnanna og fundið heppilegan stað til að geyma þau á jörð sinni í Hjallanesi. Í samtali við fréttastofu síðasta haust sagði Sigurður G. Guðjónsson verjandi Guðlaugs Agnars að það hafi ekki legið fyrir nein fíkniefni í málinu, aðeins hugmyndir um framleiðslu. Þess vegna yrði málinu áfrýjað. Halldór Margeir, sem hlaut 12 ára dóm, hafi ekki játað og það væri honum ekki til málsbóta. Ólafur Ágúst hlaut einnig 12 ára dóm. Hann játaði og neitaði ákæruliðum á víxl fyrir héraðsdómi. Hann hefur hlotið dóma í gegnum tíðina, meðal annars í Stóra fíkniefnamálinu svokallaða árið 2000 og fyrir annað stórfellt fíkniefnasmygl árið 2007. Uppfært: Í fyrri útgáfu stóð að Ólafur afplánaði á þessari stundu. Hið rétta er að hann situr í gæsluvarðhaldi eins og fleiri sakborningar á meðan málið er til meðferðar hjá Landsrétti. Saltdreifaramálið Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Dómar í saltdreifaramálinu þyngstu dómar sem fallið hafa í fíkniefnamáli Þyngstu dómar sem fallið hafa í fíkniefnamáli hér á landi féllu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Það voru tveir sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða sem hlutu dómana, sem hljóða upp á tólf ára fangelsi. Þrír aðrir voru dæmdir í fangelsi og verjendur hafa þegar ákveðið að áfrýja dómnum. 20. október 2022 20:09 Skýr ásetningur og krefst hámarksrefsingar Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að innflutningur á hundrað kílóum af kókaíni gæti ekki þýtt annað en hámarksrefingu fyrir sakborninga. Þetta kom fram í málflutningi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða hefðu fengið allt að tólf ára dóm eða hámark refsirammans. 8. mars 2023 11:22 Telur ólíklegt að höfuðpaurarnir sleppi mikið betur í Landsrétti Afbrotafræðingur telur ólíklegt að þungir dómar höfuðpaura í sögulegu fíkniefnamáli verði mildaðir að ráði. Þá telur hún ekki ástæðu til að rýmka refsirammann, þó að umfang og tíðni fíkniefnabrota færist í aukana. Næstum tvöfalt fleiri fíkniefnabrot hafa verið skráð á Keflavíkurflugvelli það sem af er ári en allt árið í fyrra. 21. október 2022 21:01 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Málflutningu fór fram í málinu í Landsrétti í dag en dómar féllu í Héraðsdómi Reykjavíkur í október á síðasta ári. Fimm voru ákærðir og sakfelldir í málinu en um er að ræða eitt stærsta fíkniefnamál sem hefur komið upp hér á landi. Málið snýst um annars vegar innflutning mikils magns amfetamínbasa og hins vegar umfangsmikla kannabsiræktun á sveitabænum Hjallanesi við Hellu. Mbl.is greinir frá því að Anna Barbara Andradóttir saksóknari hafi krafist þyngingar refsingar yfir þeim Guðlaugi Agnari Guðmundssyni, Guðjóni Sigurðssyni, Halldóri Margeiri Ólafssyni og Ólafi Ágústi Hraundal. Krafan hafi verið rökstudd þannig að um fordæmalaust magn fíkniefna væri að ræða. Krafa um þyngingu refsingar Guðlaugs Agnars, sem dæmdur var í tíu ára fangelsi, hafi verið studd þeim rökum að hann hafi neitað að tjá sig við lögreglu og vísað til sakarferils hans sem nær til ársins 2003. Þáttur Guðjóns, sem einnig hlaut tíu ára fangelsi, hafi verið umfangsmeiri en hann hafi haldið fram. Hann hafi verið viðstaddur framleiðslu efnanna og fundið heppilegan stað til að geyma þau á jörð sinni í Hjallanesi. Í samtali við fréttastofu síðasta haust sagði Sigurður G. Guðjónsson verjandi Guðlaugs Agnars að það hafi ekki legið fyrir nein fíkniefni í málinu, aðeins hugmyndir um framleiðslu. Þess vegna yrði málinu áfrýjað. Halldór Margeir, sem hlaut 12 ára dóm, hafi ekki játað og það væri honum ekki til málsbóta. Ólafur Ágúst hlaut einnig 12 ára dóm. Hann játaði og neitaði ákæruliðum á víxl fyrir héraðsdómi. Hann hefur hlotið dóma í gegnum tíðina, meðal annars í Stóra fíkniefnamálinu svokallaða árið 2000 og fyrir annað stórfellt fíkniefnasmygl árið 2007. Uppfært: Í fyrri útgáfu stóð að Ólafur afplánaði á þessari stundu. Hið rétta er að hann situr í gæsluvarðhaldi eins og fleiri sakborningar á meðan málið er til meðferðar hjá Landsrétti.
Saltdreifaramálið Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Dómar í saltdreifaramálinu þyngstu dómar sem fallið hafa í fíkniefnamáli Þyngstu dómar sem fallið hafa í fíkniefnamáli hér á landi féllu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Það voru tveir sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða sem hlutu dómana, sem hljóða upp á tólf ára fangelsi. Þrír aðrir voru dæmdir í fangelsi og verjendur hafa þegar ákveðið að áfrýja dómnum. 20. október 2022 20:09 Skýr ásetningur og krefst hámarksrefsingar Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að innflutningur á hundrað kílóum af kókaíni gæti ekki þýtt annað en hámarksrefingu fyrir sakborninga. Þetta kom fram í málflutningi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða hefðu fengið allt að tólf ára dóm eða hámark refsirammans. 8. mars 2023 11:22 Telur ólíklegt að höfuðpaurarnir sleppi mikið betur í Landsrétti Afbrotafræðingur telur ólíklegt að þungir dómar höfuðpaura í sögulegu fíkniefnamáli verði mildaðir að ráði. Þá telur hún ekki ástæðu til að rýmka refsirammann, þó að umfang og tíðni fíkniefnabrota færist í aukana. Næstum tvöfalt fleiri fíkniefnabrot hafa verið skráð á Keflavíkurflugvelli það sem af er ári en allt árið í fyrra. 21. október 2022 21:01 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Dómar í saltdreifaramálinu þyngstu dómar sem fallið hafa í fíkniefnamáli Þyngstu dómar sem fallið hafa í fíkniefnamáli hér á landi féllu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Það voru tveir sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða sem hlutu dómana, sem hljóða upp á tólf ára fangelsi. Þrír aðrir voru dæmdir í fangelsi og verjendur hafa þegar ákveðið að áfrýja dómnum. 20. október 2022 20:09
Skýr ásetningur og krefst hámarksrefsingar Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að innflutningur á hundrað kílóum af kókaíni gæti ekki þýtt annað en hámarksrefingu fyrir sakborninga. Þetta kom fram í málflutningi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða hefðu fengið allt að tólf ára dóm eða hámark refsirammans. 8. mars 2023 11:22
Telur ólíklegt að höfuðpaurarnir sleppi mikið betur í Landsrétti Afbrotafræðingur telur ólíklegt að þungir dómar höfuðpaura í sögulegu fíkniefnamáli verði mildaðir að ráði. Þá telur hún ekki ástæðu til að rýmka refsirammann, þó að umfang og tíðni fíkniefnabrota færist í aukana. Næstum tvöfalt fleiri fíkniefnabrot hafa verið skráð á Keflavíkurflugvelli það sem af er ári en allt árið í fyrra. 21. október 2022 21:01