Örlög besta íslenska CrossFit fólksins ráðast í Berlín næstu daga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2023 08:01 Anníe Mist Þórisdóttir á möguleika á að vinna sér keppnisrétt á þrettándu heimsleikunum þar af í tólfta skiptið í einstaklingskeppninni. Instagram/@anniethorisdottir Ísland á marga flotta keppendur í undanúrslitamóti Evrópu þar sem verður barist um laus sæti á heimsleikunum í Madison í haust. Allt besta CrossFit fólkið frá Evrópu vann sér sæti á þessu gríðarlega sterka móti með frammistöðu sinni í fjórðungsúrslitunum. Evrópska fólkið stóð sig það vel í síðasta hluta undankeppni heimsleikanna að Evrópa fékk aukasæti í bæði karla- og kvennaflokki. Það verða því ellefu heimsleikasæti í boði í undanúrslitamótinu í Berlín um helgina en keppni hefst í liðakeppni í dag og svo í einstaklingskeppninni á morgun. Sextíu karlar og sextíu konur ætla sér að komast til Madison í gegnum Evrópu og þar á meðal er okkar besta fólk. Fjórar íslenskar konur og Björgvin Karl Guðmundsson (annar í fjórðungsúrslitum Evrópu) keppa um um þessi sæti. Konurnar eru Þuríður Erla Helgadóttir, Anníe Mist Þórisdóttir, Sara Sigmundsdóttir og Sólveig Sigurðardóttir. Þau voru öll inn á topp sextán í fjórðungshlutanum þar af öll nema Sólveig inn á topp tíu. Björgvin Karl, Þuríður Erla og Sólveig eiga möguleika á því að komast aftur í einstaklingsúrslit heimsleikanna alveg eins og í fyrra. Þá er eitt lið líka að reyna að komast á heimsleikana en það er lið frá Crossfit Sport sem er að keppa í Berlín. Keppendur liðsns eru þau Ragnar Ingi Klemenzson, Andrea Ingibjörg Orradóttir, Steinunn Anna Svansdóttir, Viktor Ólafsson, Davíð Björnsson og Ingunn Lúðvíksdóttir. Það er því óhætt að vera bjartsýn á það að Ísland eignist fleiri keppendur á heimsleikunum. Þrír Íslendingar hafa þegar tryggt sér sæti á heimsleikunum, Katrín Tanja Davíðsdóttir í meistaraflokki kvenna, Bergrós Björnsdóttir í unglingaflokki og Breki Þórðarson í flokki fatlaðra. Katrín Tanja vann sér sæti í gegnum undaúrslitamóti vesturhluta Norður-Ameríku en hún keppir undir fána Bandaríkjanna á þessum heimsleikum þótt við eignum okkur hana að sjálfsögðu áfram. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
Allt besta CrossFit fólkið frá Evrópu vann sér sæti á þessu gríðarlega sterka móti með frammistöðu sinni í fjórðungsúrslitunum. Evrópska fólkið stóð sig það vel í síðasta hluta undankeppni heimsleikanna að Evrópa fékk aukasæti í bæði karla- og kvennaflokki. Það verða því ellefu heimsleikasæti í boði í undanúrslitamótinu í Berlín um helgina en keppni hefst í liðakeppni í dag og svo í einstaklingskeppninni á morgun. Sextíu karlar og sextíu konur ætla sér að komast til Madison í gegnum Evrópu og þar á meðal er okkar besta fólk. Fjórar íslenskar konur og Björgvin Karl Guðmundsson (annar í fjórðungsúrslitum Evrópu) keppa um um þessi sæti. Konurnar eru Þuríður Erla Helgadóttir, Anníe Mist Þórisdóttir, Sara Sigmundsdóttir og Sólveig Sigurðardóttir. Þau voru öll inn á topp sextán í fjórðungshlutanum þar af öll nema Sólveig inn á topp tíu. Björgvin Karl, Þuríður Erla og Sólveig eiga möguleika á því að komast aftur í einstaklingsúrslit heimsleikanna alveg eins og í fyrra. Þá er eitt lið líka að reyna að komast á heimsleikana en það er lið frá Crossfit Sport sem er að keppa í Berlín. Keppendur liðsns eru þau Ragnar Ingi Klemenzson, Andrea Ingibjörg Orradóttir, Steinunn Anna Svansdóttir, Viktor Ólafsson, Davíð Björnsson og Ingunn Lúðvíksdóttir. Það er því óhætt að vera bjartsýn á það að Ísland eignist fleiri keppendur á heimsleikunum. Þrír Íslendingar hafa þegar tryggt sér sæti á heimsleikunum, Katrín Tanja Davíðsdóttir í meistaraflokki kvenna, Bergrós Björnsdóttir í unglingaflokki og Breki Þórðarson í flokki fatlaðra. Katrín Tanja vann sér sæti í gegnum undaúrslitamóti vesturhluta Norður-Ameríku en hún keppir undir fána Bandaríkjanna á þessum heimsleikum þótt við eignum okkur hana að sjálfsögðu áfram. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira