Ný byggð og flugvöllurinn Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 3. júní 2023 07:00 Um Reykjavíkurflugvöll hefur verið tekist á frá því áður en ég fæddist. Sum hafa verið á móti veru hans í Vatnsmýrinni, önnur ekki talið neinn annan stað koma til greina. Skoðanirnar hafa meðal annars markast af því hvar fólk býr og myndað gjá milli höfuðborgar og landsbyggðar sem og ríki og borgar. Sá skotgrafahernaður sem hefur verið háður hefur ekki verið neinu til framdráttar heldur skapað sundrung og ósætti. Hafandi búið úti á landi á stað sem reiðir sig mikið á flug til höfuðborgarinnar skil ég umræðuna vel. Flugvöllurinn er samgöngumiðstöð og sennilega margir sem tengja flugvöllinn við fagnaðarfundi við ættingja og vini, upphaf ferðalags eða flutninga á milli landshluta. Tilfinningartengsl eru á milli margra og staðsetningar flugvallarins. Staðsetningin hefur bjargað mörgum mannslífum vegna nálægðar við Landspítalann. Það er lífisins alvara að greiðar flugsamgöngur séu til og frá höfuðborginni og ég þekki ófáa sem eiga líf sitt eða barna þeirra að þakka sjúkraflugi til Reykjavíkur. Verandi íbúi í nálægð við flugvöllinn í Vatnsmýri þekki ég líka og skil skoðanir af andstæðum meiði. Þótt mörgum þyki huggulegt að hafa flugvöll í næsta nágrenni við sig og börnum spennandi að sjá flugvélar fljúga yfir borgina finnst öðrum flugvöllurinn engan veginn passa inn í miðja borg og vilja frekar reisa nýja byggð á svæðinu. Sitt sýnist hverjum en mikilvægt er að byggja alla umræðu um flugvöllinn og staðsetningu hans á rökum og gögnum. Með samkomulagi ríkisins og borgarinnar frá því 2019 á grunni skýrslu um flugvallakosti á suðvesturhorninu skapaðist ákveðin sátt um flugvöllinn. Samkomulagið felur m.a. í sér sátt um að tryggja rekstraröryggi á Reykjavíkurflugvelli á meðan undirbúningur og gerð nýs flugvallar, á jafngóðum eða betri stað, stendur yfir, þar með talið eðlilegt viðhald og endurnýjun mannvirkja og miðað er við að Reykjavíkurflugvöllur geti áfram þjónað innanlandsflugi á fullnægjandi hátt. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, greindi frá því um nýliðna helgina að ný flugstöð muni rísa á Reykjavíkurflugvelli enda er núverandi flugstöð til lítils sóma fyrir flugvallargesti og þjónar illa nútíma þörfum. Flug- og rekstraröryggi verður áfram tryggt Í nýrri skýrslu starfshóps um áhrif nýrrar byggðar í Skerjafirði á flug– og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar kemur fram að hægt sé að tryggja áframhaldandi flugöryggi með mótvægisaðgerðum þó ný byggð rísi í Skerjafirði. Mótvægisaðgerðirnar eru til þess fallnar að draga úr áhrifum eða áhættu sem annars gæti stafað af nýrri byggð. Vinna við mótvægisaðgerðir er nú þegar hafin og mun þeim verða hrint til framkvæmdar. Fulltrúar Framsóknar í borgarstjórn hafa og munu áfram leggja áherslu á að unnið sé eftir þeim ábendingum sem koma fram í niðurstöðu skýrslu starfshóps um áhrif nýrrar byggðar í Skerjafirði á flug- og rekstraröryggi. Þannig verður tryggt að samkomulag ríkis og borgar frá 2019 um að tryggja flug- og rekstraröryggi á Reykjavíkurflugvelli haldi. Ekki mun því rísa byggð í Vatnsmýrinni sem mun hafa áhrif á flug- og rekstraröryggi flugvallarins. Innanlandsflug í Reykjavík heldur velli Reykjavíkurflugvöllur verður áfram samgöngumiðstöð fyrir fólk sem ferðast til og frá höfuðborginni. Þótt ný byggð rísi í Skerjafirði verður áfram lendingarstaður fyrir innanlandsflug í Vatnsmýri. Sjúkraflugið verður áfram á sínum stað Sjúkraflug með lendingarstað í návígi við Landspítalann verður áfram tryggt en það er mikilvægt öryggisatriði fyrir fólk um allt land og á sjó. Það er algjört forgangsatriði að flugvöllurinn mæti þörfum sjúkraflugs. Ný byggð rís Í nýrri byggð verða reist hús fyrir stúdenta, lágtekjuhópa og aðra. Verið að koma til móts við mikla þörf á húsnæði í Reykjavík og þá sérstaklega fyrir stúdenta í návígi við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur m.a. ályktað að það fagni því ,,að niðurstaða skýrslunnar sé skýr um að ekki sé þörf á því að hætta við byggingaráform í Nýja Skerjafirði, heldur sé nóg að grípa til mótvægisaðgerða.” Í ályktun stúdentaráðs kemur jafnframt fram að um 900 stúdentar séu á biðlista eftir húsnæði hjá Félagsstofnun stúdenta. Grænar áherslur í takt við kröfur samtímans eru forgangsatriði í skipulagi hverfisins. Það verður umlukið nýju strandsvæði og milli húsa er gert ráð fyrir torgum, leiksvæðum og gróðursæld. Traust og sættir Í grunninn snýst umræðan um flugvöllinn um traust. Traust til að kjörinna fulltrúa í Reykjavík um að grípa til mótvægisaðgerða til að tryggja að rekstraröryggi flugvallarins skerðist ekki með frekari húsnæðisuppbygging á svæðinu. Nú þegar er hafin vinna til að tryggja að mótvægisaðgerðir verði að veruleika. Flugvöllurinn er mikilvægur fyrir flugsamgöngur til og frá Reykjavík og er brú milli landsbyggðar og höfuðborgarinnar, sannkölluð tengimiðstöð okkar Íslendinga. Afstaðan er skýr; flugvöllurinn verður áfram í Vatnsmýrinni þar til og ef annar betri kostur finnst. Með mótvægisaðgerðum er komið tækifæri til að sætta sjónarmið, leysa gamlar deilur, tryggja öruggan rekstur flugvallarins og horfa til framtíðar og þeirra miklu áskoranna og verkefna sem landsmenn, sveitarfélög og ríki þurfa að takast á við í náinni framtíð. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Um Reykjavíkurflugvöll hefur verið tekist á frá því áður en ég fæddist. Sum hafa verið á móti veru hans í Vatnsmýrinni, önnur ekki talið neinn annan stað koma til greina. Skoðanirnar hafa meðal annars markast af því hvar fólk býr og myndað gjá milli höfuðborgar og landsbyggðar sem og ríki og borgar. Sá skotgrafahernaður sem hefur verið háður hefur ekki verið neinu til framdráttar heldur skapað sundrung og ósætti. Hafandi búið úti á landi á stað sem reiðir sig mikið á flug til höfuðborgarinnar skil ég umræðuna vel. Flugvöllurinn er samgöngumiðstöð og sennilega margir sem tengja flugvöllinn við fagnaðarfundi við ættingja og vini, upphaf ferðalags eða flutninga á milli landshluta. Tilfinningartengsl eru á milli margra og staðsetningar flugvallarins. Staðsetningin hefur bjargað mörgum mannslífum vegna nálægðar við Landspítalann. Það er lífisins alvara að greiðar flugsamgöngur séu til og frá höfuðborginni og ég þekki ófáa sem eiga líf sitt eða barna þeirra að þakka sjúkraflugi til Reykjavíkur. Verandi íbúi í nálægð við flugvöllinn í Vatnsmýri þekki ég líka og skil skoðanir af andstæðum meiði. Þótt mörgum þyki huggulegt að hafa flugvöll í næsta nágrenni við sig og börnum spennandi að sjá flugvélar fljúga yfir borgina finnst öðrum flugvöllurinn engan veginn passa inn í miðja borg og vilja frekar reisa nýja byggð á svæðinu. Sitt sýnist hverjum en mikilvægt er að byggja alla umræðu um flugvöllinn og staðsetningu hans á rökum og gögnum. Með samkomulagi ríkisins og borgarinnar frá því 2019 á grunni skýrslu um flugvallakosti á suðvesturhorninu skapaðist ákveðin sátt um flugvöllinn. Samkomulagið felur m.a. í sér sátt um að tryggja rekstraröryggi á Reykjavíkurflugvelli á meðan undirbúningur og gerð nýs flugvallar, á jafngóðum eða betri stað, stendur yfir, þar með talið eðlilegt viðhald og endurnýjun mannvirkja og miðað er við að Reykjavíkurflugvöllur geti áfram þjónað innanlandsflugi á fullnægjandi hátt. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, greindi frá því um nýliðna helgina að ný flugstöð muni rísa á Reykjavíkurflugvelli enda er núverandi flugstöð til lítils sóma fyrir flugvallargesti og þjónar illa nútíma þörfum. Flug- og rekstraröryggi verður áfram tryggt Í nýrri skýrslu starfshóps um áhrif nýrrar byggðar í Skerjafirði á flug– og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar kemur fram að hægt sé að tryggja áframhaldandi flugöryggi með mótvægisaðgerðum þó ný byggð rísi í Skerjafirði. Mótvægisaðgerðirnar eru til þess fallnar að draga úr áhrifum eða áhættu sem annars gæti stafað af nýrri byggð. Vinna við mótvægisaðgerðir er nú þegar hafin og mun þeim verða hrint til framkvæmdar. Fulltrúar Framsóknar í borgarstjórn hafa og munu áfram leggja áherslu á að unnið sé eftir þeim ábendingum sem koma fram í niðurstöðu skýrslu starfshóps um áhrif nýrrar byggðar í Skerjafirði á flug- og rekstraröryggi. Þannig verður tryggt að samkomulag ríkis og borgar frá 2019 um að tryggja flug- og rekstraröryggi á Reykjavíkurflugvelli haldi. Ekki mun því rísa byggð í Vatnsmýrinni sem mun hafa áhrif á flug- og rekstraröryggi flugvallarins. Innanlandsflug í Reykjavík heldur velli Reykjavíkurflugvöllur verður áfram samgöngumiðstöð fyrir fólk sem ferðast til og frá höfuðborginni. Þótt ný byggð rísi í Skerjafirði verður áfram lendingarstaður fyrir innanlandsflug í Vatnsmýri. Sjúkraflugið verður áfram á sínum stað Sjúkraflug með lendingarstað í návígi við Landspítalann verður áfram tryggt en það er mikilvægt öryggisatriði fyrir fólk um allt land og á sjó. Það er algjört forgangsatriði að flugvöllurinn mæti þörfum sjúkraflugs. Ný byggð rís Í nýrri byggð verða reist hús fyrir stúdenta, lágtekjuhópa og aðra. Verið að koma til móts við mikla þörf á húsnæði í Reykjavík og þá sérstaklega fyrir stúdenta í návígi við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur m.a. ályktað að það fagni því ,,að niðurstaða skýrslunnar sé skýr um að ekki sé þörf á því að hætta við byggingaráform í Nýja Skerjafirði, heldur sé nóg að grípa til mótvægisaðgerða.” Í ályktun stúdentaráðs kemur jafnframt fram að um 900 stúdentar séu á biðlista eftir húsnæði hjá Félagsstofnun stúdenta. Grænar áherslur í takt við kröfur samtímans eru forgangsatriði í skipulagi hverfisins. Það verður umlukið nýju strandsvæði og milli húsa er gert ráð fyrir torgum, leiksvæðum og gróðursæld. Traust og sættir Í grunninn snýst umræðan um flugvöllinn um traust. Traust til að kjörinna fulltrúa í Reykjavík um að grípa til mótvægisaðgerða til að tryggja að rekstraröryggi flugvallarins skerðist ekki með frekari húsnæðisuppbygging á svæðinu. Nú þegar er hafin vinna til að tryggja að mótvægisaðgerðir verði að veruleika. Flugvöllurinn er mikilvægur fyrir flugsamgöngur til og frá Reykjavík og er brú milli landsbyggðar og höfuðborgarinnar, sannkölluð tengimiðstöð okkar Íslendinga. Afstaðan er skýr; flugvöllurinn verður áfram í Vatnsmýrinni þar til og ef annar betri kostur finnst. Með mótvægisaðgerðum er komið tækifæri til að sætta sjónarmið, leysa gamlar deilur, tryggja öruggan rekstur flugvallarins og horfa til framtíðar og þeirra miklu áskoranna og verkefna sem landsmenn, sveitarfélög og ríki þurfa að takast á við í náinni framtíð. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun