Alþjóðleg drengjakórahátíð á Íslandi í fyrsta sinn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. júní 2023 12:04 Hressir og skemmtilegir strákar eru í Drengjakór Reykjavíkur, sem syngja fjölbreytta tónlist af ýmsum toga, trúarlega og veraldlega, gamla og nýja Aðsend Þessa dagana fer alþjóðlega drengjakórahátíðin „The Boys are Singing“ fram á Íslandi í fyrsta sinn. Á hátíðinni tekur Drengjakór Reykjavíkur á móti „Sofia Boys Choir“ frá Búlgaríu sem er meðal virtustu drengjakóra Evrópu. Drengjakór Reykjavíkur skipa um 20 drengir á aldrinum 8-15 ára sem syngja fjölbreytta tónlist af ýmsum toga, trúarlega og veraldlega, gamla og nýja. Drengjakór Reykjavíkur er eini drengjakór Íslands. Kórinn, sem í upphafi hét Drengjakór Laugarneskirkju, var stofnaður árið 1990 og fagnaði því 30 ára starfsafmæli árið 2020. Kórinn hefur nú aðsetur í Neskirkju undir stjórn Þorsteins Freys Sigurðssonar sem hefur stjórnað kórnum síðan 2019. Hann segir mikill heiður fyrir sig og kórinn að fá að taka þátt í alþjóðlegu drengjakórahátíðinni á Íslandi. „Í fyrra fórum við út til Búlgaríu og sungum þar með þessum Búlgarska kór ásamt drengjakór frá Tékklandi og frá Mexíkó. Fyrstu tónleikarnir eru í dag klukkan 13:00 í Skálholti og svo erum við sunnudaginn 4. júní í Hallgrímskirkju klukkan 14:00 og að lokum í Ytri Njarðvíkurkirkju á mánudaginn klukkan 17:00,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir efnisskrá tónleikanna mjög skemmtilega. „Já, hún er mjög fjölbreytt. Í fyrsta lagi eru þetta mjög ólíkir kórar. Okkar prógramm er í léttari kantinum. Það eru þessu elstu íslensku þjóðlög, sem allir þekkja með smá poppívafi líka. Þeir eru með svolítið meira klassískt prógramm, mikið af Búlgörskumsönglögum og Hendel og allskonar. Þetta er mjög flottur kór,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn Freyr Sigurðsson, stjórnandi Drengjakórs Reykjavíkur.Aðsend Eftir þessa þrennu tónleika þá er Drengjakór Reykjavíkur komin í sumarfrí en byrjar að æfa aftur á fullum krafti í haust. „Mig langar bara að hvetja fólk og foreldra, sem eiga drengi, sem finnst gaman að syngja að koma og leita til okkar. Það er alltaf pláss fyrir fleiri drengi,“ segir Þorsteinn, stjórnandi Drengjakórs Reykjavíkur. Viðburðurinn á Facebook Bláskógabyggð Reykjanesbær Menning Tónleikar á Íslandi Kórar Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Drengjakór Reykjavíkur er eini drengjakór Íslands. Kórinn, sem í upphafi hét Drengjakór Laugarneskirkju, var stofnaður árið 1990 og fagnaði því 30 ára starfsafmæli árið 2020. Kórinn hefur nú aðsetur í Neskirkju undir stjórn Þorsteins Freys Sigurðssonar sem hefur stjórnað kórnum síðan 2019. Hann segir mikill heiður fyrir sig og kórinn að fá að taka þátt í alþjóðlegu drengjakórahátíðinni á Íslandi. „Í fyrra fórum við út til Búlgaríu og sungum þar með þessum Búlgarska kór ásamt drengjakór frá Tékklandi og frá Mexíkó. Fyrstu tónleikarnir eru í dag klukkan 13:00 í Skálholti og svo erum við sunnudaginn 4. júní í Hallgrímskirkju klukkan 14:00 og að lokum í Ytri Njarðvíkurkirkju á mánudaginn klukkan 17:00,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir efnisskrá tónleikanna mjög skemmtilega. „Já, hún er mjög fjölbreytt. Í fyrsta lagi eru þetta mjög ólíkir kórar. Okkar prógramm er í léttari kantinum. Það eru þessu elstu íslensku þjóðlög, sem allir þekkja með smá poppívafi líka. Þeir eru með svolítið meira klassískt prógramm, mikið af Búlgörskumsönglögum og Hendel og allskonar. Þetta er mjög flottur kór,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn Freyr Sigurðsson, stjórnandi Drengjakórs Reykjavíkur.Aðsend Eftir þessa þrennu tónleika þá er Drengjakór Reykjavíkur komin í sumarfrí en byrjar að æfa aftur á fullum krafti í haust. „Mig langar bara að hvetja fólk og foreldra, sem eiga drengi, sem finnst gaman að syngja að koma og leita til okkar. Það er alltaf pláss fyrir fleiri drengi,“ segir Þorsteinn, stjórnandi Drengjakórs Reykjavíkur. Viðburðurinn á Facebook
Bláskógabyggð Reykjanesbær Menning Tónleikar á Íslandi Kórar Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira