36 sundlaugum lokað og fjöldi íþróttahúsa líka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2023 12:35 Lágafellslaug, paradís margra barnafjölskyldna og fólks sem kann að meta innrauða saunu, er lokuð frá og með deginum í dag. Vísir/Vilhelm Verkfallsaðgerðir um 2500 félagsmanna BSRB í 29 sveitarfélögum verða meðal annars til þess að íbúar munu ekki komast í sund í sveitarfélagi sínu á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Viðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga eru í hnút og ekki hefur verið boðað til næsta fundar eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í nótt. Sundlaugar í 29 sveitarfélögum er lokað og meðal þeirra eru svo til allar sundlaugar á suðvesturhorni landsins ef frá er talin Reykjavík, Seltjarnarnes og Akranes. Vinsælar barnalaugar á borð við Kópavogslaug og Lágafellslaug í Mosfellsbæ eru lokaðar og sömu sögu er að segja um sundlaugar í Árborg, Ölfusi, Reykjanesbæ, Grindavík, Borgarnesi, Snæfellsnesi, Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi svo dæmi séu tekin. Sundlaugin í Vestmannaeyjum er að hlut skipuð sumarstarfsfólki svo þar er skertur opnunartími að sögn Freyju Steingrímsdóttur, upplýsingafulltrúa BSRB. Sömu sögu er að segja um Eyjafjörð þar sem sundlaugarnar eru lokaðar en þar er líklega að finna vinsælustu rennibraut landsins hjá ungu kynslóðinni. Á Akureyri er þjónusta ferilbíla verulega skert og ganga strætisvagnar ekki. Íþróttahús á Akureyri eru lokuð en það gildir um fjölmörg íþróttahús í sveitarfélögunum sem verkfallið nær til. Til dæmis Ásgarður í Garðabæ þar sem íþróttaæfingar liggja fyrir vikið niðri. Gatna- og stígaframkvæmdir á Akureyri frestast að því er fram kemur á heimasíðu Akureyrar. Freyja segir verkfallsaðgerðir ná til 69 leikskóla og til viðbótar ungbarnadeilda nokkurra leikskóla. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru dæmi um að foreldrar tvíbura í leikskólum með skerta starfsemi þurfi að mæta með annað barnið fyrir hádegi og hitt eftir hádegi. Sem fyrr segir hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni og því fullkomlega óljóst hvenær verkfalli lýkur. Sundlaugar Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með degi hverjum Formaður BSRB segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með hverjum deginum. Ekki standi til að þyggja samning sem Samband íslenskra sveitarfélaga býður sem hljóðar upp á 50 til 60 þúsund hækkun lægstu launa. 5. júní 2023 12:00 Segja ábyrgðina alfarið hjá BSRB Samband íslenskra sveitarfélaga segir BSRB alfarið um að kenna að verkfall sé skollið á. Tilboði um hækkun lægstu launa upp á 50-60 þúsund krónur hafi verið hafnað. 5. júní 2023 10:26 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Sundlaugar í 29 sveitarfélögum er lokað og meðal þeirra eru svo til allar sundlaugar á suðvesturhorni landsins ef frá er talin Reykjavík, Seltjarnarnes og Akranes. Vinsælar barnalaugar á borð við Kópavogslaug og Lágafellslaug í Mosfellsbæ eru lokaðar og sömu sögu er að segja um sundlaugar í Árborg, Ölfusi, Reykjanesbæ, Grindavík, Borgarnesi, Snæfellsnesi, Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi svo dæmi séu tekin. Sundlaugin í Vestmannaeyjum er að hlut skipuð sumarstarfsfólki svo þar er skertur opnunartími að sögn Freyju Steingrímsdóttur, upplýsingafulltrúa BSRB. Sömu sögu er að segja um Eyjafjörð þar sem sundlaugarnar eru lokaðar en þar er líklega að finna vinsælustu rennibraut landsins hjá ungu kynslóðinni. Á Akureyri er þjónusta ferilbíla verulega skert og ganga strætisvagnar ekki. Íþróttahús á Akureyri eru lokuð en það gildir um fjölmörg íþróttahús í sveitarfélögunum sem verkfallið nær til. Til dæmis Ásgarður í Garðabæ þar sem íþróttaæfingar liggja fyrir vikið niðri. Gatna- og stígaframkvæmdir á Akureyri frestast að því er fram kemur á heimasíðu Akureyrar. Freyja segir verkfallsaðgerðir ná til 69 leikskóla og til viðbótar ungbarnadeilda nokkurra leikskóla. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru dæmi um að foreldrar tvíbura í leikskólum með skerta starfsemi þurfi að mæta með annað barnið fyrir hádegi og hitt eftir hádegi. Sem fyrr segir hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni og því fullkomlega óljóst hvenær verkfalli lýkur.
Sundlaugar Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með degi hverjum Formaður BSRB segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með hverjum deginum. Ekki standi til að þyggja samning sem Samband íslenskra sveitarfélaga býður sem hljóðar upp á 50 til 60 þúsund hækkun lægstu launa. 5. júní 2023 12:00 Segja ábyrgðina alfarið hjá BSRB Samband íslenskra sveitarfélaga segir BSRB alfarið um að kenna að verkfall sé skollið á. Tilboði um hækkun lægstu launa upp á 50-60 þúsund krónur hafi verið hafnað. 5. júní 2023 10:26 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með degi hverjum Formaður BSRB segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með hverjum deginum. Ekki standi til að þyggja samning sem Samband íslenskra sveitarfélaga býður sem hljóðar upp á 50 til 60 þúsund hækkun lægstu launa. 5. júní 2023 12:00
Segja ábyrgðina alfarið hjá BSRB Samband íslenskra sveitarfélaga segir BSRB alfarið um að kenna að verkfall sé skollið á. Tilboði um hækkun lægstu launa upp á 50-60 þúsund krónur hafi verið hafnað. 5. júní 2023 10:26