Kuldabletturinn ekki til að skemma sumarveðrið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júní 2023 12:45 Kuldabletturinn sem um ræðir sést vel hér á þessari mynd frá 2015. NASA Veðurfræðingur segir að mynd sem sýnir kuldablett á yfirborði sjávar við Íslands, sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum, sýni stöðuna nú ekki rétt. Myndin er átta ára gömul. Ekki er von á mikilli sól á suðvesturhorninu í þessari viku. Myndin, sem sýnir kort af heiminum í mismunandi litum eftir hitastigi, hefur verið í talsverðri dreifingu á samfélagsmiðlum íslenskra notenda að undanförnu. Myndin er nánast öll rauð eða appelsínugul, að undanskildu suðurskautinu, og bletti sem nær að hluta til yfir Ísland. Margir virðast telja þetta til marks um óheppni Íslendinga í veðurmálum. Veðurfræðingur segir málið ekki alveg svo einfalt. „Það er verið að dreifa gamalli mynd. Hún er orðin átta ára gömul, þegar þessi kuldablettur var mjög áberandi í sjónum fyrir suðvestan landið. Núna er bara þannig að það sér ekki til hans, allavega ekki í yfirborðssjónum. Þó hann gæti nú kannski lúrt neðar þá hefur hann ekki áhrif á veðrið hjá okkur,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Sjórinn fyrir sunnan og suðvestan landið sé fremur hlýr um þessar mundir. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.Vísir Dæmigerð falsfrétt Samkvæmt Einari er kortinu ætlað að sýna breytingar sem muni verða yfir hundrað til tvöhundruð ár. Afleiðingar af loftslagsbreytingum, þar sem flest hafsvæði heims muni hlýna. Einar segir að hins vegar að sums staðar muni ekki hlýna, og jafnvel kólna, til að mynda við Ísland „En núna eru þessi áhrif bara lítt sýnileg eða bara ekki neitt.“ Þannig að þegar fólk sér þessa mynd í dreifingu á netinu þá ætti það kannski ekki að afpanta á tjaldsvæðinu? „Nei, er þetta ekki bara dæmigerð falsfrétt eins og við sjáum stundum þegar er verið að dreifa einhverju gömlu?“ spyr Einar þá. Ekki von á sólskini Þrátt fyrir að kuldabletturinn ásæki ekki íbúa suðvesturhornsins muni sólin ekki láta sjá sig mikið í vikunni. Þó sé nokkuð hlýtt á svæðinu, þó enn hlýrra sé fyrir norðan og austan. „Svo á að kólna aðeins um helgina og þá hreinsast nú upp úr þessu og íbúar á suðvesturlandi gætu tekið gleði sína á ný með sólina að gera. Annars er þetta mjög milt og gott veðurfar það er bara verst að það rignir lítið eftir miklar rigningar í maí.“ Veður Loftslagsmál Tengdar fréttir Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46 Kuldakast ekki yfirvofandi á Íslandi Ekkert bendir til þess að kuldaskeið sé yfirvofandi við Ísland þrátt fyrir að merki séu um að bráðnun íss á norðurskautinu valdi kuldapolli í hafinu fyrir utan landið. 3. ágúst 2017 22:56 Færiband hlýrra hafstrauma í Atlantshafi ekki verið hægara í þúsund ár Veikist hringrás sjávar enn frekar eða stöðvist hefði það mikil staðbundin áhrif á veðurfar og dýralíf. 12. apríl 2018 13:00 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira
Myndin, sem sýnir kort af heiminum í mismunandi litum eftir hitastigi, hefur verið í talsverðri dreifingu á samfélagsmiðlum íslenskra notenda að undanförnu. Myndin er nánast öll rauð eða appelsínugul, að undanskildu suðurskautinu, og bletti sem nær að hluta til yfir Ísland. Margir virðast telja þetta til marks um óheppni Íslendinga í veðurmálum. Veðurfræðingur segir málið ekki alveg svo einfalt. „Það er verið að dreifa gamalli mynd. Hún er orðin átta ára gömul, þegar þessi kuldablettur var mjög áberandi í sjónum fyrir suðvestan landið. Núna er bara þannig að það sér ekki til hans, allavega ekki í yfirborðssjónum. Þó hann gæti nú kannski lúrt neðar þá hefur hann ekki áhrif á veðrið hjá okkur,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Sjórinn fyrir sunnan og suðvestan landið sé fremur hlýr um þessar mundir. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.Vísir Dæmigerð falsfrétt Samkvæmt Einari er kortinu ætlað að sýna breytingar sem muni verða yfir hundrað til tvöhundruð ár. Afleiðingar af loftslagsbreytingum, þar sem flest hafsvæði heims muni hlýna. Einar segir að hins vegar að sums staðar muni ekki hlýna, og jafnvel kólna, til að mynda við Ísland „En núna eru þessi áhrif bara lítt sýnileg eða bara ekki neitt.“ Þannig að þegar fólk sér þessa mynd í dreifingu á netinu þá ætti það kannski ekki að afpanta á tjaldsvæðinu? „Nei, er þetta ekki bara dæmigerð falsfrétt eins og við sjáum stundum þegar er verið að dreifa einhverju gömlu?“ spyr Einar þá. Ekki von á sólskini Þrátt fyrir að kuldabletturinn ásæki ekki íbúa suðvesturhornsins muni sólin ekki láta sjá sig mikið í vikunni. Þó sé nokkuð hlýtt á svæðinu, þó enn hlýrra sé fyrir norðan og austan. „Svo á að kólna aðeins um helgina og þá hreinsast nú upp úr þessu og íbúar á suðvesturlandi gætu tekið gleði sína á ný með sólina að gera. Annars er þetta mjög milt og gott veðurfar það er bara verst að það rignir lítið eftir miklar rigningar í maí.“
Veður Loftslagsmál Tengdar fréttir Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46 Kuldakast ekki yfirvofandi á Íslandi Ekkert bendir til þess að kuldaskeið sé yfirvofandi við Ísland þrátt fyrir að merki séu um að bráðnun íss á norðurskautinu valdi kuldapolli í hafinu fyrir utan landið. 3. ágúst 2017 22:56 Færiband hlýrra hafstrauma í Atlantshafi ekki verið hægara í þúsund ár Veikist hringrás sjávar enn frekar eða stöðvist hefði það mikil staðbundin áhrif á veðurfar og dýralíf. 12. apríl 2018 13:00 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira
Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46
Kuldakast ekki yfirvofandi á Íslandi Ekkert bendir til þess að kuldaskeið sé yfirvofandi við Ísland þrátt fyrir að merki séu um að bráðnun íss á norðurskautinu valdi kuldapolli í hafinu fyrir utan landið. 3. ágúst 2017 22:56
Færiband hlýrra hafstrauma í Atlantshafi ekki verið hægara í þúsund ár Veikist hringrás sjávar enn frekar eða stöðvist hefði það mikil staðbundin áhrif á veðurfar og dýralíf. 12. apríl 2018 13:00