Hryllilegt að sjá afleiðingarnar sem birtast strax Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. júní 2023 12:16 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Íbúasvæði í Kherson í Úkraínu eru á floti eftir að stór stífla brast og þúsundir þurfa að flýja heimili sín. Utanríkisráðherra segir hryllilegar afleiðingar þegar komnar í ljós og ljóst að Rússland Pútíns muni ekki stoppa fyrr en það verður stöðvað. Stjórnvöld í Kænugarði saka Rússa um að hafa sprengt stífluna á Dnípró-fljóti í Kherson-héraði í nótt. Héraðið er eitt þeirra sem Rússar hafa innlimað ólöglega en leppstjórn þeirra á svæðinu heldur því fram að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Stíflan er þrjátíu metra há og ríflega þriggja kílómetra löng og á myndum sést að vatn flæðir stjórnlaust úr uppistöðulóni hennar. Úkraínustjórn segir hið minnsta sextán þúsund manns í hættu og þurfa að flýja heimili sín. Úkraínsk stjórnvöld óttast flóð í um áttatíu bæjum eða þorpum á svæðinu.vísir/AP „Að ríki skuli haga sér með þessum hætti hættir ekki að koma manni á óvart. Þetta eru borgaralegir innviðir, líf fólks, heimili fólks, geta þeirra til þess að nálgast vatn. Óafturkræf gríðarleg áhrif á allt umhverfi, lífríki og svo framvegis. Þetta er algjörlega hryllilegt. Hryllilegt að sjá afleiðingarnar sem birtast manni strax,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Fjölmargir leiðtogar hafa fordæmt Rússa harðlega og einhverjir sakað þá um að hafa með þessu gerst sekir um stríðsglæp. Þórdís Kolbrún væntir viðbragða á alþjóðavettvangi. „Það sem blasir við mér er að Pútíns Rússland mun ekki stoppa fyrr en það verður stöðvað. Ef einhver heldur því enn þá fram að þetta sé gert til að varðveita eða standa vörð um Úkraínu og bjarga þeim frá þeim hættum á vegum stjórnvalda, eða hver önnur þau rök sem maður hefur heyrt, þá held ég að það blasi nú við öllum að það er ekki um að ræða þarna,“ segir Þórdís. „Þannig viðbrögðin þurfa að vera hrein og klár fordæming, áframhaldandi stuðningur og við þurfum að sameinast um það að frjáls og fullvalda Úkraína fái það sem hún þarf til að geta staðið vörð um sitt land, sín landamæri og sína borgara,“ segir Þórdís Kolbrún. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Stjórnvöld í Kænugarði saka Rússa um að hafa sprengt stífluna á Dnípró-fljóti í Kherson-héraði í nótt. Héraðið er eitt þeirra sem Rússar hafa innlimað ólöglega en leppstjórn þeirra á svæðinu heldur því fram að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Stíflan er þrjátíu metra há og ríflega þriggja kílómetra löng og á myndum sést að vatn flæðir stjórnlaust úr uppistöðulóni hennar. Úkraínustjórn segir hið minnsta sextán þúsund manns í hættu og þurfa að flýja heimili sín. Úkraínsk stjórnvöld óttast flóð í um áttatíu bæjum eða þorpum á svæðinu.vísir/AP „Að ríki skuli haga sér með þessum hætti hættir ekki að koma manni á óvart. Þetta eru borgaralegir innviðir, líf fólks, heimili fólks, geta þeirra til þess að nálgast vatn. Óafturkræf gríðarleg áhrif á allt umhverfi, lífríki og svo framvegis. Þetta er algjörlega hryllilegt. Hryllilegt að sjá afleiðingarnar sem birtast manni strax,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Fjölmargir leiðtogar hafa fordæmt Rússa harðlega og einhverjir sakað þá um að hafa með þessu gerst sekir um stríðsglæp. Þórdís Kolbrún væntir viðbragða á alþjóðavettvangi. „Það sem blasir við mér er að Pútíns Rússland mun ekki stoppa fyrr en það verður stöðvað. Ef einhver heldur því enn þá fram að þetta sé gert til að varðveita eða standa vörð um Úkraínu og bjarga þeim frá þeim hættum á vegum stjórnvalda, eða hver önnur þau rök sem maður hefur heyrt, þá held ég að það blasi nú við öllum að það er ekki um að ræða þarna,“ segir Þórdís. „Þannig viðbrögðin þurfa að vera hrein og klár fordæming, áframhaldandi stuðningur og við þurfum að sameinast um það að frjáls og fullvalda Úkraína fái það sem hún þarf til að geta staðið vörð um sitt land, sín landamæri og sína borgara,“ segir Þórdís Kolbrún.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira