Varð döpur þegar hún sá kynningu ríkisstjórnarinnar Árni Sæberg skrifar 6. júní 2023 21:26 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er þingmaður Viðreisnar. Stöð 2/Arnar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði á þingfundi í dag að hún hefði orðið döpur þegar hún kynnti sér boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í baráttunni við verðbólgudrauginn. „Já, það er bara raunsönn lýsing. Ég fór upp í pontu strax að loknum fundi í fjárlaganefnd og að hafa hlustað á fréttir, bara eins og þjóðin öll held ég, í gær þar sem við sáum að það var verið að boða eitthvað. Það voru auðvitað stórkostleg vonbrigði að sjá síðan að það var heldur lítið og nánast ekkert á bak við þau orð,“ sagði Þorbjörg Sigríður í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ríkisstjórnin var gagnrýnd harðlega á Alþingi í dag fyrir verðbólguaðgerðir sem hún kynnti í gær. Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um blekkingar og sagði að meginhluti aðgerðanna væru gamlar aðgerðir í nýjum búningi. „Fyrir okkur sem sitjum í fjárlaganefnd og erum búin að hlusta á umsagnaraðila kalla eftir virkari aðgerðum, virkari þátttöku, að ríkisstjórnin sé með í því að berjast gegn verðbólgunni, er ofboðslega erfitt að sjá að skrefin eru mjög fá. Sem mun held ég skila því að við verðum lengur að glíma við verðbólgu og heimilin og fyrirtækin í landinu munu áfram fá á sig þessar vaxtahækkanir,“ segir Þorbjörg Sigríður um aðgerðapakkann. Gamalt stef stjórnarandstöðunnar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, gefur lítið fyrir gagnrýni á aðgerðirnar. „Þetta er kunnuglegur málflutningur, eigum við ekki að orða það þannig, hjá stjórnarandstöðunni. Ekkert ósvipaður og til dæmis í Covid þegar aðgerðirnar voru ekki nægar eða of miklar eða hvað það nú er, og lítið gekk eftir að því. Við erum sannarlega hér með aðgerðir sem koma til með að skipta máli. Ekki gleyma því að það er níutíu milljarða viðsnúningur frá fjárlögum, sem voru samþykkt desember. Við erum að tala um 36 milljarða króna afkomubata á næsta ári um leið og við verðum að verja velferðina,“ segir Bjarkey. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tekur upp hanskann fyrir ríkisstjórnina.Vísir/Vilhelm Þá segir hún að ríkisstjórnin sé að styrkja húsnæðismarkað og fara að tillögum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og fjármálaráðs um að færa fjármálareglurnar framar. Það skipti allt máli og verðbólgan muni sannarlega fara niður á við. „Síðan erum við líka með aðgerðir á þessu ári, bæði varðandi húsnæðismálin, varðandi almannatryggingakerfið og svo framvegis, til að mæta stöðunni núna eins og kallað hefur verið eftir. Þannig að ég er algerlega ósammála þessum málflutningi og það hefur komið fram að það er hægt að ráðstafa þessu innan ríkisfjármálaáætlun sem við lögðum fram í vor, enda er hún góð,“ segir Bjarkey að lokum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Viðreisn Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
„Já, það er bara raunsönn lýsing. Ég fór upp í pontu strax að loknum fundi í fjárlaganefnd og að hafa hlustað á fréttir, bara eins og þjóðin öll held ég, í gær þar sem við sáum að það var verið að boða eitthvað. Það voru auðvitað stórkostleg vonbrigði að sjá síðan að það var heldur lítið og nánast ekkert á bak við þau orð,“ sagði Þorbjörg Sigríður í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ríkisstjórnin var gagnrýnd harðlega á Alþingi í dag fyrir verðbólguaðgerðir sem hún kynnti í gær. Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um blekkingar og sagði að meginhluti aðgerðanna væru gamlar aðgerðir í nýjum búningi. „Fyrir okkur sem sitjum í fjárlaganefnd og erum búin að hlusta á umsagnaraðila kalla eftir virkari aðgerðum, virkari þátttöku, að ríkisstjórnin sé með í því að berjast gegn verðbólgunni, er ofboðslega erfitt að sjá að skrefin eru mjög fá. Sem mun held ég skila því að við verðum lengur að glíma við verðbólgu og heimilin og fyrirtækin í landinu munu áfram fá á sig þessar vaxtahækkanir,“ segir Þorbjörg Sigríður um aðgerðapakkann. Gamalt stef stjórnarandstöðunnar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, gefur lítið fyrir gagnrýni á aðgerðirnar. „Þetta er kunnuglegur málflutningur, eigum við ekki að orða það þannig, hjá stjórnarandstöðunni. Ekkert ósvipaður og til dæmis í Covid þegar aðgerðirnar voru ekki nægar eða of miklar eða hvað það nú er, og lítið gekk eftir að því. Við erum sannarlega hér með aðgerðir sem koma til með að skipta máli. Ekki gleyma því að það er níutíu milljarða viðsnúningur frá fjárlögum, sem voru samþykkt desember. Við erum að tala um 36 milljarða króna afkomubata á næsta ári um leið og við verðum að verja velferðina,“ segir Bjarkey. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tekur upp hanskann fyrir ríkisstjórnina.Vísir/Vilhelm Þá segir hún að ríkisstjórnin sé að styrkja húsnæðismarkað og fara að tillögum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og fjármálaráðs um að færa fjármálareglurnar framar. Það skipti allt máli og verðbólgan muni sannarlega fara niður á við. „Síðan erum við líka með aðgerðir á þessu ári, bæði varðandi húsnæðismálin, varðandi almannatryggingakerfið og svo framvegis, til að mæta stöðunni núna eins og kallað hefur verið eftir. Þannig að ég er algerlega ósammála þessum málflutningi og það hefur komið fram að það er hægt að ráðstafa þessu innan ríkisfjármálaáætlun sem við lögðum fram í vor, enda er hún góð,“ segir Bjarkey að lokum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Viðreisn Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira