Göngugötunni lokað fyrir umferð næsta sumar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 6. júní 2023 21:53 Hilda Jana hefur barist fyrir því að göngugötunni verði lokað fyrir bílaumferð. Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti í dag að Göngugötunni verði lokað fyrir umferð næsta sumar. Einnig á daginn á sunnudögum núna í sumar. Staðarmiðlarnir Vikudagur og Akureyri.net greina frá þessu. Var samþykkt samhljóða að gera breytingar á verklagsreglum fyrir tímabundnar götulokanir fyrir vélknúin ökutæki á þeim hluta Hafnarstrætis sem er í daglegu kallaður Göngugatan. Það er að gatan verði lokuð allan sólarhringinn í júní, júlí og ágústmánuðum árið 2024. Einnig að gatan verði lokuð fyrir bílaumferð frá klukkan 11 til 19 á sunnudögum í júní og ágústmánuðum núna í sumar. Aðgengi verður tryggt fyrir P-merkta bíla fatlaðra, ökutæki viðbragðsaðila og þeirra sem koma með aðföng fyrir fyrirtæki. Himinlifandi með viðsnúninginn Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar, sem situr í minnihluta hefur barist fyrir því að gatan verði lokuð fyrir bílaumferð. Hún fagnar breytingunni. „Ég er himinlifandi með þennan viðsnúning og vonast til að bæjarbúar og gestir geti notið þess enn betur en áður að dvelja í miðbænum okkar, ekki síst yfir sumarmánuðina,“ segir Hilda Jana. „Miðbærinn okkar á að iða af mannlífi, menningu, verslun og þjónustu. Ég vonast til þess að þessi breyting skapi góðan farveg til þess að efla miðbæinn okkar.“ Aðspurð um hvort að þetta sé framtíðin segir Hilda Jana erfitt að spá fyrir um það. Skrefið hafi núna verið tekið líklega muni reynslan leiða það í ljós hvort að gerðar verði breytingar í framtíðinni. „Það er hins vegar ekki nægilegt að taka þetta skref, því við þurfum einnig að horfa til öflugrar uppbyggingar í miðbænum, sem og á fallega hafnarsvæðinu okkar,“ segir hún. „Uppbyggingar sem gerir svæðið enn vistvænna og eftirsóknarverðara fyrir fjölbreytt atvinnu- og mannlíf.“ Akureyri Umferð Göngugötur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Staðarmiðlarnir Vikudagur og Akureyri.net greina frá þessu. Var samþykkt samhljóða að gera breytingar á verklagsreglum fyrir tímabundnar götulokanir fyrir vélknúin ökutæki á þeim hluta Hafnarstrætis sem er í daglegu kallaður Göngugatan. Það er að gatan verði lokuð allan sólarhringinn í júní, júlí og ágústmánuðum árið 2024. Einnig að gatan verði lokuð fyrir bílaumferð frá klukkan 11 til 19 á sunnudögum í júní og ágústmánuðum núna í sumar. Aðgengi verður tryggt fyrir P-merkta bíla fatlaðra, ökutæki viðbragðsaðila og þeirra sem koma með aðföng fyrir fyrirtæki. Himinlifandi með viðsnúninginn Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar, sem situr í minnihluta hefur barist fyrir því að gatan verði lokuð fyrir bílaumferð. Hún fagnar breytingunni. „Ég er himinlifandi með þennan viðsnúning og vonast til að bæjarbúar og gestir geti notið þess enn betur en áður að dvelja í miðbænum okkar, ekki síst yfir sumarmánuðina,“ segir Hilda Jana. „Miðbærinn okkar á að iða af mannlífi, menningu, verslun og þjónustu. Ég vonast til þess að þessi breyting skapi góðan farveg til þess að efla miðbæinn okkar.“ Aðspurð um hvort að þetta sé framtíðin segir Hilda Jana erfitt að spá fyrir um það. Skrefið hafi núna verið tekið líklega muni reynslan leiða það í ljós hvort að gerðar verði breytingar í framtíðinni. „Það er hins vegar ekki nægilegt að taka þetta skref, því við þurfum einnig að horfa til öflugrar uppbyggingar í miðbænum, sem og á fallega hafnarsvæðinu okkar,“ segir hún. „Uppbyggingar sem gerir svæðið enn vistvænna og eftirsóknarverðara fyrir fjölbreytt atvinnu- og mannlíf.“
Akureyri Umferð Göngugötur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira