Vilja sveitarfélögin mismuna fólki? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 8. júní 2023 12:30 Þegar kom í ljós að starfsfólk sveitarfélaganna fékk mismunandi laun fyrstu þrjá mánuði ársins eftir hvaða stéttafélagi það tilheyrði, töldum við í BSRB að málið yrði fljótafgreitt í ljósi sögunnar. Sveitarfélögin voru fyrstu atvinnurekendur landsins til að taka upp samræmt starfsmatskerfi sem hafði það að markmiði framfylgja jafnlaunaákvæðum laga og tryggja starfsfólki sömu laun fyrir sömu eða jafnkrefjandi störf óháð kyni, vinnustað eða stéttafélagi. Þetta markmið er í samræmi við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og dómaframkvæmd um að mismunandi kjarasamningar réttlæti ekki launamun fólks í sama starfi. Það eru mikil vonbrigði að deila þurfi um þennan sjálfsagða rétt fólks. Dæmi um störf sem eru talin jafnkrefjandi og þar með jafnverðmæt samkvæmt starfsmati eru frístundaleiðbeinandi, leiðbeinandi á leikskóla og skólaritari. Fólk sem starfar í þessum störfum er sem sagt á ólíkum vinnustöðum innan sveitarfélaga en sömu launum óháð því í hvaða stéttarfélagi þau eru. Það er algjörlega ljóst og hefur verið það í fjöldamörg ár að fólk í sömu störfum eigi að fá sömu laun, enda hefur það verið framkvæmdin hingað til. Sveitarfélögin fóru ekki ein í þetta verkefni að meta störfin með starfsmati heldur er það samstarfsverkefni þeirra og stéttarfélaga sem þau semja við og hefur verið í yfir tvo áratugi. Starfsmatið hefur jafnframt auðveldað stjórnendum að ákveða laun í samræmi við jafnlaunaákvæði jafnréttislaga og þar með fá jafnlaunavottun. Félagsfólk okkar sem starfar hjá sveitarfélögum þekkir vel til starfsmatsins og veit sem er að það á að geta treyst því að þau fái sömu laun og aðrir fyrir sömu eða sambærileg störf. Þetta traust er rofið og sveitarfélögin virðast ekki átta sig á því hvaða afleiðingar það mun hafa til framtíðar. Félagsfólk okkar er skiljanlega reitt yfir því að í janúar, febrúar og mars á þessu ári hafi þau verið á lægri launum en samstarfsfólk þeirra í sömu eða sambærilegum störfum sem er í öðrum stéttarfélögum. Þau eru reið og vonsvikin yfir því að til þurfi verkföll til að knýja fram þessa sjálfsögðu kröfu. Þær spurningar sem þau spyrja sig eru á borð við það hvort þau séu minna virði en samstarfsfólk þeirra og hvort þau vilji vinna hjá sveitarfélagi sem mismunar starfsfólki með þessum hætti. Sum íhuga jafnvel að segja upp. Þau spyrja sig einnig hvort þessi launamismunur sé í samræmi við jafnréttislög og þá jafnlaunavottun? Svarið er að sjálfsögðu nei – enda berast fregnir af því að þau sveitarfélög sem nýlega hófu endurnýjun jafnlaunavottunar eigi í hættu á að missa vottunina. Eftir stendur spurningin um hversu langt sveitarfélögin ætli að ganga í eigin hagsmunabaráttu sem bitnar harkalega á þeirra eigin starfsfólki, sem er á lægstu laununum á íslenskum vinnumarkaði þrátt fyrir að vinna ómissandi störf sem halda samfélaginu gangandi. Það eru sveitarfélögin sem bera ábyrgð sem atvinnurekendur þessa fólks – og það eru þau sem geta leyst deiluna og gengið að þeirri sjálfsögðu réttlætiskröfu að greiða sömu laun fyrir sömu störf. Ef það verður ekki gert munu sveitarfélögin finna enn frekar fyrir samfélagslegum kostnaði kjaradeilunnar dragist hún á langinn. Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Sonja Ýr Þorbergsdóttir Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Þegar kom í ljós að starfsfólk sveitarfélaganna fékk mismunandi laun fyrstu þrjá mánuði ársins eftir hvaða stéttafélagi það tilheyrði, töldum við í BSRB að málið yrði fljótafgreitt í ljósi sögunnar. Sveitarfélögin voru fyrstu atvinnurekendur landsins til að taka upp samræmt starfsmatskerfi sem hafði það að markmiði framfylgja jafnlaunaákvæðum laga og tryggja starfsfólki sömu laun fyrir sömu eða jafnkrefjandi störf óháð kyni, vinnustað eða stéttafélagi. Þetta markmið er í samræmi við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og dómaframkvæmd um að mismunandi kjarasamningar réttlæti ekki launamun fólks í sama starfi. Það eru mikil vonbrigði að deila þurfi um þennan sjálfsagða rétt fólks. Dæmi um störf sem eru talin jafnkrefjandi og þar með jafnverðmæt samkvæmt starfsmati eru frístundaleiðbeinandi, leiðbeinandi á leikskóla og skólaritari. Fólk sem starfar í þessum störfum er sem sagt á ólíkum vinnustöðum innan sveitarfélaga en sömu launum óháð því í hvaða stéttarfélagi þau eru. Það er algjörlega ljóst og hefur verið það í fjöldamörg ár að fólk í sömu störfum eigi að fá sömu laun, enda hefur það verið framkvæmdin hingað til. Sveitarfélögin fóru ekki ein í þetta verkefni að meta störfin með starfsmati heldur er það samstarfsverkefni þeirra og stéttarfélaga sem þau semja við og hefur verið í yfir tvo áratugi. Starfsmatið hefur jafnframt auðveldað stjórnendum að ákveða laun í samræmi við jafnlaunaákvæði jafnréttislaga og þar með fá jafnlaunavottun. Félagsfólk okkar sem starfar hjá sveitarfélögum þekkir vel til starfsmatsins og veit sem er að það á að geta treyst því að þau fái sömu laun og aðrir fyrir sömu eða sambærileg störf. Þetta traust er rofið og sveitarfélögin virðast ekki átta sig á því hvaða afleiðingar það mun hafa til framtíðar. Félagsfólk okkar er skiljanlega reitt yfir því að í janúar, febrúar og mars á þessu ári hafi þau verið á lægri launum en samstarfsfólk þeirra í sömu eða sambærilegum störfum sem er í öðrum stéttarfélögum. Þau eru reið og vonsvikin yfir því að til þurfi verkföll til að knýja fram þessa sjálfsögðu kröfu. Þær spurningar sem þau spyrja sig eru á borð við það hvort þau séu minna virði en samstarfsfólk þeirra og hvort þau vilji vinna hjá sveitarfélagi sem mismunar starfsfólki með þessum hætti. Sum íhuga jafnvel að segja upp. Þau spyrja sig einnig hvort þessi launamismunur sé í samræmi við jafnréttislög og þá jafnlaunavottun? Svarið er að sjálfsögðu nei – enda berast fregnir af því að þau sveitarfélög sem nýlega hófu endurnýjun jafnlaunavottunar eigi í hættu á að missa vottunina. Eftir stendur spurningin um hversu langt sveitarfélögin ætli að ganga í eigin hagsmunabaráttu sem bitnar harkalega á þeirra eigin starfsfólki, sem er á lægstu laununum á íslenskum vinnumarkaði þrátt fyrir að vinna ómissandi störf sem halda samfélaginu gangandi. Það eru sveitarfélögin sem bera ábyrgð sem atvinnurekendur þessa fólks – og það eru þau sem geta leyst deiluna og gengið að þeirri sjálfsögðu réttlætiskröfu að greiða sömu laun fyrir sömu störf. Ef það verður ekki gert munu sveitarfélögin finna enn frekar fyrir samfélagslegum kostnaði kjaradeilunnar dragist hún á langinn. Höfundur er formaður BSRB.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun