Vísað frá neyðarskýli og svipti sig lífi skömmu síðar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. júní 2023 21:01 Neyðarskýlið Lindargötu, fyrir heimilislausa karlmenn. vísir Heimilislausum manni var ítrekað vísað frá neyðarskýli í Reykjavík að kröfu Hafnarfjarðarbæjar og svipti sig lífi skömmu síðar. Systir mannsins segir hann hafa upplifað niðurlægingu og skilningsleysi. Frá þessu greinir Heimildin. Þar er haft eftir systur mannsins sem segir fjárhagsvandræði hafa leitt til dauða mannsins. Í umfjöllunini kemur fram að þann 1. maí hafi gistináttagjald í neyðarskýlum Reykjavíkurborgar, fyrir fólk með lögheimili utan borgarinnar hækkað um 119 prósent þann 1 maí: úr 21 þúsund krónum í 46 þúsund. Reykjavík er eina sveitarfélagið á Íslandi sem rekur neyðarskýli fyrir heimilislaust fólk. „Peningar og samráðsleysi milli sveitarfélaga urðu til þess að bróðir minn er látinn,“ er haft eftir systurinni. Maðurinn hafi komið í neyðarskýlið föstudagskvöldið 26. maí en fengið synjun um gistingu. Starfsfólk hafi fengið þær upplýsingar að tilteknum einstaklingum með lögheimili í öðrum sveitarfélögum skyldi vísað frá ef þeir kæmu þangað í leit að skjóli. „Þetta var í minnst þriðja skipti sem honum var vísað frá. Ég talaði við hann á laugardeginum og við ætluðum að hittast og fá okkur kaffi. Hann svaraði síðan aldrei þegar ég hringdi aftur. Ég vissi ekkert um hann fyrr en spítalinn hringdi,“ segir systirin að auki. Fólk hafi komið að manninum meðvitundarlausum eftir alvarlega sjálfsvígstilraun og var maðurinn fluttur á sjúkrahús í kjölfarið. Systirin segir manninn aldrei hafa komist til lífs eða meðvitundar aftur. Hann var úrskurðaður látinn 1. júní. Í umfjöllun Heimildarinnar kemur einnig fram að maðurinn hafi upplifað skilningsleysi og vanvirðingu. Ýmislegt hafi verið reynt til að fá hjálp í kerfinu og mikið hafi tekið á manninn að hafa verið neitað um gistingu í neyðarskýlinu, sem hann hafi upplifað sem niðurlægingu. Málefni heimilislausra Heilbrigðismál Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
Frá þessu greinir Heimildin. Þar er haft eftir systur mannsins sem segir fjárhagsvandræði hafa leitt til dauða mannsins. Í umfjöllunini kemur fram að þann 1. maí hafi gistináttagjald í neyðarskýlum Reykjavíkurborgar, fyrir fólk með lögheimili utan borgarinnar hækkað um 119 prósent þann 1 maí: úr 21 þúsund krónum í 46 þúsund. Reykjavík er eina sveitarfélagið á Íslandi sem rekur neyðarskýli fyrir heimilislaust fólk. „Peningar og samráðsleysi milli sveitarfélaga urðu til þess að bróðir minn er látinn,“ er haft eftir systurinni. Maðurinn hafi komið í neyðarskýlið föstudagskvöldið 26. maí en fengið synjun um gistingu. Starfsfólk hafi fengið þær upplýsingar að tilteknum einstaklingum með lögheimili í öðrum sveitarfélögum skyldi vísað frá ef þeir kæmu þangað í leit að skjóli. „Þetta var í minnst þriðja skipti sem honum var vísað frá. Ég talaði við hann á laugardeginum og við ætluðum að hittast og fá okkur kaffi. Hann svaraði síðan aldrei þegar ég hringdi aftur. Ég vissi ekkert um hann fyrr en spítalinn hringdi,“ segir systirin að auki. Fólk hafi komið að manninum meðvitundarlausum eftir alvarlega sjálfsvígstilraun og var maðurinn fluttur á sjúkrahús í kjölfarið. Systirin segir manninn aldrei hafa komist til lífs eða meðvitundar aftur. Hann var úrskurðaður látinn 1. júní. Í umfjöllun Heimildarinnar kemur einnig fram að maðurinn hafi upplifað skilningsleysi og vanvirðingu. Ýmislegt hafi verið reynt til að fá hjálp í kerfinu og mikið hafi tekið á manninn að hafa verið neitað um gistingu í neyðarskýlinu, sem hann hafi upplifað sem niðurlægingu.
Málefni heimilislausra Heilbrigðismál Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira