Vilja útfæra seinkun á upphafi skóladags grunnskólanna í Reykjavík Atli Ísleifsson skrifar 9. júní 2023 08:07 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill að hugað verði að því hvaða tækifæri séu til að innleiða breytingarnar án þess að lengja heildar skóla- og frístundadag barna og jafnvel stytta hann. Vísir/Vilhelm Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í gær tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að skóla- og frístundasviði borgarinnar verði falið að leggja grunn að breiðu samráði um „áhugaverðar og bestu leiðir til að seinka upphafi skóladags í grunnskólum Reykjavíkur“. Tillaga borgarstjóra var tekin fyrir og samþykkt á fundi borgarráðs í gær. Þar segir að í því skyni verði stillt upp valkostum og útfærðir mismunandi kostir við að seinka upphafi skóladagsins. Dagur vill að við útfærsluna verði meðal annars horft til vísbendinga úr rannsóknarniðurstöðum um áhrif á upphafi skóladags á svefn. Markmiðið sé að útfærslurnar kallist á við menntastefnu borgarinnar, Látum draumana rætast, styðji við nám, lýðheilsu og góðan skólabrag. Ennfremur segir að hugað verði að því hvaða móttaka eða þjónusta gæti verið í boði fyrst á morgnana hjá þeim nemendum sem búa við aðstæður eða kjósa að koma fyrir upphaf skóladags, svo sem hafragrautur, hreyfing eða heimanámsaðstoð. „Hugað verði að því hvaða tækifæri eru til að innleiða breytingarnar án þess að lengja heildar skóla- og frístundadag barna og jafnvel stytta hann, án þess að gengið sé á skipulagt skólastarf eða ákvæði í námsskrá, m.a. með nánara samspili skóla og frístundar og aðila sem veita frístundaþjónustu, s.s. íþróttafélög,“ segir í tillögunni. Fá ekki nægan nætursvefn Á vef borgarinnar kemur fram að rannsóknir sýni að 50 prósent nemenda í 10. bekk og 70 prósent framhaldsskólanema fái ekki nægan nætursvefn, það er þau sofi sjö klukkustundir eða minna. Á vef borgarinnar segir að rannsóknir sýni að 50 prósent nemenda í 10. bekk fái ekki nægan nætursvefn, það sofi sjö klukkustundir eða minna. Vísir/Vilhelm „Svefnskortur hefur mikil og slæm áhrif á fólk og má nefna að börn og unglingar sem sofa of stutt eiga erfiðara með einbeitingu, glíma frekar við minnistruflanir, depurð og kvíða, ná sér frekar í pestir, hreyfa sig minna, eru frekar í ofþyngd og sýna aukna áhættuhegðun,“ segir í tilkynningunni þar sem fjallað er um reynsluna af tilraunaverkefninu um seinkun skóladagsins í Vogaskóla. Þar mættu nemendur á unglingastigi í skólannklukkan 9:10 í skólann í stað 8:30 líkt og undanfarin ár. Hugsað verði stórt Í bókun borgarráðs í gær kemur einmitt fram að niðurstöður rannsóknar sem hafi verið unnin í nokkrum skólum borgarinnar, um hvort seinkuð skólabyrjun hafi áhrif á svefn barna, hafi sýnt fram á að árangur af því að seinka upphafi skóladags sé mikill. „Hvetur borgarráð skóla- og frístundasvið til að hraða vinnunni, hugsa stórt og stefna að því að vera leiðandi í að endurskipuleggja skóladag barna til að bæta svefn,“ segir meðal annars í bókuninni. Í tillögu borgarstjóra segir að til að vinna að hugmyndunum verði kallaðir til fulltrúar nemenda, kennara, starfsfólks og samráð skólastjóra, auk sérfræðinga á sviði svefns, lýðheilsu og fjármála. Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Svefn Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Tillaga borgarstjóra var tekin fyrir og samþykkt á fundi borgarráðs í gær. Þar segir að í því skyni verði stillt upp valkostum og útfærðir mismunandi kostir við að seinka upphafi skóladagsins. Dagur vill að við útfærsluna verði meðal annars horft til vísbendinga úr rannsóknarniðurstöðum um áhrif á upphafi skóladags á svefn. Markmiðið sé að útfærslurnar kallist á við menntastefnu borgarinnar, Látum draumana rætast, styðji við nám, lýðheilsu og góðan skólabrag. Ennfremur segir að hugað verði að því hvaða móttaka eða þjónusta gæti verið í boði fyrst á morgnana hjá þeim nemendum sem búa við aðstæður eða kjósa að koma fyrir upphaf skóladags, svo sem hafragrautur, hreyfing eða heimanámsaðstoð. „Hugað verði að því hvaða tækifæri eru til að innleiða breytingarnar án þess að lengja heildar skóla- og frístundadag barna og jafnvel stytta hann, án þess að gengið sé á skipulagt skólastarf eða ákvæði í námsskrá, m.a. með nánara samspili skóla og frístundar og aðila sem veita frístundaþjónustu, s.s. íþróttafélög,“ segir í tillögunni. Fá ekki nægan nætursvefn Á vef borgarinnar kemur fram að rannsóknir sýni að 50 prósent nemenda í 10. bekk og 70 prósent framhaldsskólanema fái ekki nægan nætursvefn, það er þau sofi sjö klukkustundir eða minna. Á vef borgarinnar segir að rannsóknir sýni að 50 prósent nemenda í 10. bekk fái ekki nægan nætursvefn, það sofi sjö klukkustundir eða minna. Vísir/Vilhelm „Svefnskortur hefur mikil og slæm áhrif á fólk og má nefna að börn og unglingar sem sofa of stutt eiga erfiðara með einbeitingu, glíma frekar við minnistruflanir, depurð og kvíða, ná sér frekar í pestir, hreyfa sig minna, eru frekar í ofþyngd og sýna aukna áhættuhegðun,“ segir í tilkynningunni þar sem fjallað er um reynsluna af tilraunaverkefninu um seinkun skóladagsins í Vogaskóla. Þar mættu nemendur á unglingastigi í skólannklukkan 9:10 í skólann í stað 8:30 líkt og undanfarin ár. Hugsað verði stórt Í bókun borgarráðs í gær kemur einmitt fram að niðurstöður rannsóknar sem hafi verið unnin í nokkrum skólum borgarinnar, um hvort seinkuð skólabyrjun hafi áhrif á svefn barna, hafi sýnt fram á að árangur af því að seinka upphafi skóladags sé mikill. „Hvetur borgarráð skóla- og frístundasvið til að hraða vinnunni, hugsa stórt og stefna að því að vera leiðandi í að endurskipuleggja skóladag barna til að bæta svefn,“ segir meðal annars í bókuninni. Í tillögu borgarstjóra segir að til að vinna að hugmyndunum verði kallaðir til fulltrúar nemenda, kennara, starfsfólks og samráð skólastjóra, auk sérfræðinga á sviði svefns, lýðheilsu og fjármála.
Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Svefn Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira