„Þetta er rosa mikil óvissa og ótrúlega leiðinlegt fyrir okkur“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 9. júní 2023 15:15 Dansarar frá listdanskólanum Plié mótmæltu gjaldþroti skólans fyrir utan Alþingi í morgun. Vísir/Vilhelm „Dans er líka íþrótt,“ segja nemendur listdansskólans Plié sem mótmæltu og sýndu um leið listir sínar á Austurvelli í morgun. Greint var frá gjaldþroti dansskólans á mánudag en hann hefur verið starfræktur síðan 2014. Stjórnendur skólans segja framtíð listdansskóla á Íslandi í hættu fái þau ekki viðeigandi styrki frá hinu opinbera líkt og aðrar íþróttir og tómstundir. Nemendur skólans eru á leið á heimsmeistaramót eftir tæpan mánuð og segja óvissuna erfiða. Listdansskólinn Plié hefur verið starfræktur síðan árið 2014. Þar geta nemendur æft margar tegundir dans, til að mynda „acrobat“, stepp og ballett. Að sögn eigenda Plié stunda 600 til eitt þúsund nemendur listdansnám við skólann ár hvert. Rekstrarform listdansskóla á Íslandi sé gríðarlega erfitt þar sem skólarnir njóti ekki stuðnings hins opinbera. Elva Rut Guðlaugsdóttir, skólastjóri og annar eigandi Plié, var á mótmælunum ásamt nemendum sínum. „Við erum komin til þess að opna á þessa endalausu umræðu um hvað er mikil ósanngirni á milli greina. Listgreinar fá engan stuðning frá hinu opinbera en íþróttir og tónlist fá stuðning. Þannig að það að halda úti rekstrinum er orðið gríðarlega krefjandi. Þetta er orðið þannig að allir listdansskólar munu væntanlega leggjast af ef ekkert er gert.“ Listdansnemendur Plié sýndu listir og mótmæltu fyrir utan Alþingi. Vísir/Vilhelm Kolbrún Soffía Þórsdóttir, nemandi í skólanum, var einnig á mótmælunum en hún segir óvissuna mikla og að hún sé erfið. Hópurinn sé á leið á heimsmeistaramót eftir tuttugu daga og viti ekkert hvar þau eigi að æfa. Hingað til hafi hópurinn æft í kirkju. „Við viljum fá styrk alveg eins og allar aðrar íþróttir því dans er líka íþrótt,“ segir Kolbrún Soffía. Ármey Elba Ernudóttir æfir einnig dans við listdansskólann. Hún segir leiðinlegt að heyra að dans flokkist ekki sem íþrótt. Dans Íþróttir barna Kópavogur Tengdar fréttir Allir listdansskólar landsins eigi í erfiðleikum með rekstur Elva Rut Guðlaugsdóttir, annar eiganda Plié listdansskóla segir útlitið hjá listdansskólum á Íslandi hræðilegt. Hún segir framtíð danslistarinnar á Íslandi klárlega í hættu og að um þúsund nemendur séu hræddir um að missa dansskólann sinn. 4. júní 2023 14:37 Ráðin skólastjóri Listdansskólans Elizabeth Greasley hefur verið ráðin skólastjóri Listdansskóla Íslands og tekur hún við stöðunni af Guðmundi Helgasyni. 7. júní 2023 07:42 Njóta ekki sömu stöðu og íþróttafélög og skila lyklunum Listdansskólinn Plié, sem staðsettur er í Víkurhvarfi í Kópavogi, mun hætta starfsemi og leita nýs húsnæðis. Ástæðan er hátt leiguverð en einnig sú staðreynd að hvorki ríki né sveitarfélög komi að rekstrinum með nokkrum hætti. 3. júní 2023 23:09 Missa aðstöðuna rétt fyrir heimsmeistaramót eftir gjaldþrot skólans Tvær stelpur sem eru á leið á heimsmeistaramótið í dansi segja það ömurlegt að missa æfingahúsnæðið örfáum vikum fyrir mótið. Í kjölfar gjaldþrots dansskóla þeirra vita þær aldrei hvar þær æfa næst. 7. júní 2023 21:00 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Sjá meira
Listdansskólinn Plié hefur verið starfræktur síðan árið 2014. Þar geta nemendur æft margar tegundir dans, til að mynda „acrobat“, stepp og ballett. Að sögn eigenda Plié stunda 600 til eitt þúsund nemendur listdansnám við skólann ár hvert. Rekstrarform listdansskóla á Íslandi sé gríðarlega erfitt þar sem skólarnir njóti ekki stuðnings hins opinbera. Elva Rut Guðlaugsdóttir, skólastjóri og annar eigandi Plié, var á mótmælunum ásamt nemendum sínum. „Við erum komin til þess að opna á þessa endalausu umræðu um hvað er mikil ósanngirni á milli greina. Listgreinar fá engan stuðning frá hinu opinbera en íþróttir og tónlist fá stuðning. Þannig að það að halda úti rekstrinum er orðið gríðarlega krefjandi. Þetta er orðið þannig að allir listdansskólar munu væntanlega leggjast af ef ekkert er gert.“ Listdansnemendur Plié sýndu listir og mótmæltu fyrir utan Alþingi. Vísir/Vilhelm Kolbrún Soffía Þórsdóttir, nemandi í skólanum, var einnig á mótmælunum en hún segir óvissuna mikla og að hún sé erfið. Hópurinn sé á leið á heimsmeistaramót eftir tuttugu daga og viti ekkert hvar þau eigi að æfa. Hingað til hafi hópurinn æft í kirkju. „Við viljum fá styrk alveg eins og allar aðrar íþróttir því dans er líka íþrótt,“ segir Kolbrún Soffía. Ármey Elba Ernudóttir æfir einnig dans við listdansskólann. Hún segir leiðinlegt að heyra að dans flokkist ekki sem íþrótt.
Dans Íþróttir barna Kópavogur Tengdar fréttir Allir listdansskólar landsins eigi í erfiðleikum með rekstur Elva Rut Guðlaugsdóttir, annar eiganda Plié listdansskóla segir útlitið hjá listdansskólum á Íslandi hræðilegt. Hún segir framtíð danslistarinnar á Íslandi klárlega í hættu og að um þúsund nemendur séu hræddir um að missa dansskólann sinn. 4. júní 2023 14:37 Ráðin skólastjóri Listdansskólans Elizabeth Greasley hefur verið ráðin skólastjóri Listdansskóla Íslands og tekur hún við stöðunni af Guðmundi Helgasyni. 7. júní 2023 07:42 Njóta ekki sömu stöðu og íþróttafélög og skila lyklunum Listdansskólinn Plié, sem staðsettur er í Víkurhvarfi í Kópavogi, mun hætta starfsemi og leita nýs húsnæðis. Ástæðan er hátt leiguverð en einnig sú staðreynd að hvorki ríki né sveitarfélög komi að rekstrinum með nokkrum hætti. 3. júní 2023 23:09 Missa aðstöðuna rétt fyrir heimsmeistaramót eftir gjaldþrot skólans Tvær stelpur sem eru á leið á heimsmeistaramótið í dansi segja það ömurlegt að missa æfingahúsnæðið örfáum vikum fyrir mótið. Í kjölfar gjaldþrots dansskóla þeirra vita þær aldrei hvar þær æfa næst. 7. júní 2023 21:00 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Sjá meira
Allir listdansskólar landsins eigi í erfiðleikum með rekstur Elva Rut Guðlaugsdóttir, annar eiganda Plié listdansskóla segir útlitið hjá listdansskólum á Íslandi hræðilegt. Hún segir framtíð danslistarinnar á Íslandi klárlega í hættu og að um þúsund nemendur séu hræddir um að missa dansskólann sinn. 4. júní 2023 14:37
Ráðin skólastjóri Listdansskólans Elizabeth Greasley hefur verið ráðin skólastjóri Listdansskóla Íslands og tekur hún við stöðunni af Guðmundi Helgasyni. 7. júní 2023 07:42
Njóta ekki sömu stöðu og íþróttafélög og skila lyklunum Listdansskólinn Plié, sem staðsettur er í Víkurhvarfi í Kópavogi, mun hætta starfsemi og leita nýs húsnæðis. Ástæðan er hátt leiguverð en einnig sú staðreynd að hvorki ríki né sveitarfélög komi að rekstrinum með nokkrum hætti. 3. júní 2023 23:09
Missa aðstöðuna rétt fyrir heimsmeistaramót eftir gjaldþrot skólans Tvær stelpur sem eru á leið á heimsmeistaramótið í dansi segja það ömurlegt að missa æfingahúsnæðið örfáum vikum fyrir mótið. Í kjölfar gjaldþrots dansskóla þeirra vita þær aldrei hvar þær æfa næst. 7. júní 2023 21:00