Viðurkenndi á upptöku að gögnin væru leynileg Samúel Karl Ólason skrifar 9. júní 2023 16:18 Donald Trump var tekinn upp sýna tveimur rithöfundum leynileg skjöl um Íran. AP/Charlie Neibergall Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, viðurkenndi á upptöku að hann hefði ekki svipt leyndinni af skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu. Þá viðurkenndi hann einnig að hann gæti ekki svipt hulunni af þeim lengur, þar sem hann væri ekki enn forseti. Þetta er samkvæmt eftirriti sem blaðamenn CNN hafa komið höndum yfir af upptöku sem tekin var upp sumarið 2021 og var tekin á fundi vegna bókar um æviminningar Mark Meadow, sem var skrifstofustjóri Trumps um tíma í Hvíta húsinu. „Sem forseti, hefði ég getað svipt leyndinni af þeim, en nú get ég það ekki,“ sagði Trump samkvæmt eftirritinu. Heimildarmaður Wasington Post hefur tekið undir fréttaflutning CNN og segir upptökuna vera mjög mikilvægt sönnunargagn gegn Trump. Trump tók með sér mikið magn skjala þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar 2021 og þar á meðal mikið af leynilegum skjölum. Samkvæmt lögum hefði hann átt að afhenda þessi skjöl til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Hann hefur verið ákærður vegna skjalanna en ákæran hefur ekki verið opinberuð enn. Fjölmiðlar vestanhafs segja þó að ákærurnar snúist um að Trump hafi haldið gögnum með ólöglegum hætti og hindrað framgang réttvísinnar. Sjá einnig: Keppinautar Trump koma honum enn til varnar eftir ákæru Samkvæmt fréttaflutningi vestanhafs heyrist Trump á áðurnefndri upptöku kvarta yfir Mark Milley, formanni herforingjaráðs Bandaríkjanna. Trump kvartaði yfir því að Milley hefði sagt að Trump hefði viljað ráðast á Íran. Þá sýnir hann þeim sem voru í herberginu skjal sem herforingjaráðið gerði fyrir Trump á sínum tíma. „Þeir gerðu þetta fyrir mig, þetta er okkar á milli, en þeir sýndu mér þetta. Þetta var hann. Þetta var varnarmálaráðuneytið og hann,“ sagði Trump og var hann að tala um Milley. „Bíðið, sjáið þetta hér. Ég var að finna, er þetta ekki ótrúlegt? Þetta sannar mál mitt. Nema þetta er, sko, háleynilegt. Leynilegt. Þetta eru leynilegar upplýsingar. Sjáið. Sjáið þetta. Þetta var gert af hernum og gefið mér.“ Eftir að saksóknarar komu höndum yfir upptökuna kröfðust þeir þess að þessum skjölum um Íran yrði skilað. Lögfræðingar Trump skiluðu einhverjum skjölum um Íran en fundu ekki skjölin sem Trump var að tala um á fundinum sem tekinn var upp. Frá því málið um skjölin leynilegu leit dagsins ljós hefur Trump ítrekað haldið því fram að hann hafi svipt leyndinni af skjölunum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu. Forsetar Bandaríkjanna hafa umfangsmikið vald til að svipta leyndinni af opinberum skjölum. Upptakan gefur þó til kynna að hann hafi sjálfur vitað að skjölin væru leynileg. Þá sagði hann einnig, samkvæmt eftirritinu að hann vissi að hann gæti ekki lengur svipt þau leynd. Ákærðu einnig aðstoðarmann Trump Saksóknarar ákærðu einnig dag Walt Nauta, aðstoðarmann Trumps, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Nauta fylgdi Trump úr Hvíta húsinu og hóf vinnu í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Trumps eftir forsetatíð hans. Ekki liggur fyrir af hverju hann var ákærður en Nauta er sagður spila stóra rullu í málinu um skjölin en hann sást á upptökum öryggismyndavéla færa kassa úr geymslurými í sveitaklúbbinum í maí, eftir að yfirvöld stefndu Trump fyrst og kröfðust skjalanna sem hann tók. Natua sagði rannsakendum að hann hefði fært kassana að beiðni Trump. Skipaði dómarann sjálfur Þá er einnig búið að skipa dómara til að sitja yfir málinu gegn Trump en hún heitir Aileen Cannon og var skipuð í embætti af Trump sjálfum. Hún var harðlega gagnrýnd í fyrra þegar hún samþykkti kröfu Trump um að skipaður yrði utanaðkomandi aðili til að fara yfir öll gögn sem rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna lögðu hald á þegar húsleit var gerð í Mar-a-Lago í fyrra. Lagaprófessorar og aðrir sérfræðingar gagnrýndu úrskurð Cannon harðlega og var honum meðal annars lýst sem fordæmalausu inngripi alríkisdómara í opinbera rannsókn. Í rökflutningi hennar vísaði Cannon mikið til þess að Trump væri fyrrverandi forseti og það að hann og orðspor hans gæti hlotið mikinn skaða verði hann ákærður og þá mögulega á grundvelli gagna sem hefði með réttu átt að skila til hans. Sá kafli rökflutningar hennar var sérstaklega gagnrýndur þar sem hún gaf Trump sérstöðu í dómskerfi Bandaríkjanna, sem eigi að koma eins fram við alla. Fjölmiðlar vestanhafs sögðu þá að Trump og lögmenn hans hefðu áður reynt að fá dómsmál honum tengdum til að enda á borði Cannon. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Trump ákærður vegna leyniskjala Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, greinir frá því á samfélagsmiðlum að hann hafi verið ákærður vegna leyniskjala sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti. 9. júní 2023 00:03 Pence segir óbeinum orðum að Trump sé vanhæfur „Sjötti janúar var sorgardagur í sögu þjóðar okkar. En þökk sé hugrekki löggæsluyfirvalda náðist að kveða ofbeldið niður og hefja þingfund á ný. Sama dag ógnuðu kæruleysisleg orð Trump forseta fjölskyldu minni og öllum í þinghúsinu.“ 8. júní 2023 08:12 Lögmenn Trump funduðu um gagnamálið í dómsmálaráðuneytinu Þrír lögmenn Donald Trump áttu tveggja tíma fund í dómsmálaráðuneytinu í Washington í gær til að ræða framgöngu sérstaks saksóknara við rannsókn á meðhöndlun forsetans fyrrverandi á leynilegum gögnum. 6. júní 2023 07:32 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Þetta er samkvæmt eftirriti sem blaðamenn CNN hafa komið höndum yfir af upptöku sem tekin var upp sumarið 2021 og var tekin á fundi vegna bókar um æviminningar Mark Meadow, sem var skrifstofustjóri Trumps um tíma í Hvíta húsinu. „Sem forseti, hefði ég getað svipt leyndinni af þeim, en nú get ég það ekki,“ sagði Trump samkvæmt eftirritinu. Heimildarmaður Wasington Post hefur tekið undir fréttaflutning CNN og segir upptökuna vera mjög mikilvægt sönnunargagn gegn Trump. Trump tók með sér mikið magn skjala þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar 2021 og þar á meðal mikið af leynilegum skjölum. Samkvæmt lögum hefði hann átt að afhenda þessi skjöl til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Hann hefur verið ákærður vegna skjalanna en ákæran hefur ekki verið opinberuð enn. Fjölmiðlar vestanhafs segja þó að ákærurnar snúist um að Trump hafi haldið gögnum með ólöglegum hætti og hindrað framgang réttvísinnar. Sjá einnig: Keppinautar Trump koma honum enn til varnar eftir ákæru Samkvæmt fréttaflutningi vestanhafs heyrist Trump á áðurnefndri upptöku kvarta yfir Mark Milley, formanni herforingjaráðs Bandaríkjanna. Trump kvartaði yfir því að Milley hefði sagt að Trump hefði viljað ráðast á Íran. Þá sýnir hann þeim sem voru í herberginu skjal sem herforingjaráðið gerði fyrir Trump á sínum tíma. „Þeir gerðu þetta fyrir mig, þetta er okkar á milli, en þeir sýndu mér þetta. Þetta var hann. Þetta var varnarmálaráðuneytið og hann,“ sagði Trump og var hann að tala um Milley. „Bíðið, sjáið þetta hér. Ég var að finna, er þetta ekki ótrúlegt? Þetta sannar mál mitt. Nema þetta er, sko, háleynilegt. Leynilegt. Þetta eru leynilegar upplýsingar. Sjáið. Sjáið þetta. Þetta var gert af hernum og gefið mér.“ Eftir að saksóknarar komu höndum yfir upptökuna kröfðust þeir þess að þessum skjölum um Íran yrði skilað. Lögfræðingar Trump skiluðu einhverjum skjölum um Íran en fundu ekki skjölin sem Trump var að tala um á fundinum sem tekinn var upp. Frá því málið um skjölin leynilegu leit dagsins ljós hefur Trump ítrekað haldið því fram að hann hafi svipt leyndinni af skjölunum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu. Forsetar Bandaríkjanna hafa umfangsmikið vald til að svipta leyndinni af opinberum skjölum. Upptakan gefur þó til kynna að hann hafi sjálfur vitað að skjölin væru leynileg. Þá sagði hann einnig, samkvæmt eftirritinu að hann vissi að hann gæti ekki lengur svipt þau leynd. Ákærðu einnig aðstoðarmann Trump Saksóknarar ákærðu einnig dag Walt Nauta, aðstoðarmann Trumps, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Nauta fylgdi Trump úr Hvíta húsinu og hóf vinnu í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Trumps eftir forsetatíð hans. Ekki liggur fyrir af hverju hann var ákærður en Nauta er sagður spila stóra rullu í málinu um skjölin en hann sást á upptökum öryggismyndavéla færa kassa úr geymslurými í sveitaklúbbinum í maí, eftir að yfirvöld stefndu Trump fyrst og kröfðust skjalanna sem hann tók. Natua sagði rannsakendum að hann hefði fært kassana að beiðni Trump. Skipaði dómarann sjálfur Þá er einnig búið að skipa dómara til að sitja yfir málinu gegn Trump en hún heitir Aileen Cannon og var skipuð í embætti af Trump sjálfum. Hún var harðlega gagnrýnd í fyrra þegar hún samþykkti kröfu Trump um að skipaður yrði utanaðkomandi aðili til að fara yfir öll gögn sem rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna lögðu hald á þegar húsleit var gerð í Mar-a-Lago í fyrra. Lagaprófessorar og aðrir sérfræðingar gagnrýndu úrskurð Cannon harðlega og var honum meðal annars lýst sem fordæmalausu inngripi alríkisdómara í opinbera rannsókn. Í rökflutningi hennar vísaði Cannon mikið til þess að Trump væri fyrrverandi forseti og það að hann og orðspor hans gæti hlotið mikinn skaða verði hann ákærður og þá mögulega á grundvelli gagna sem hefði með réttu átt að skila til hans. Sá kafli rökflutningar hennar var sérstaklega gagnrýndur þar sem hún gaf Trump sérstöðu í dómskerfi Bandaríkjanna, sem eigi að koma eins fram við alla. Fjölmiðlar vestanhafs sögðu þá að Trump og lögmenn hans hefðu áður reynt að fá dómsmál honum tengdum til að enda á borði Cannon.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Trump ákærður vegna leyniskjala Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, greinir frá því á samfélagsmiðlum að hann hafi verið ákærður vegna leyniskjala sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti. 9. júní 2023 00:03 Pence segir óbeinum orðum að Trump sé vanhæfur „Sjötti janúar var sorgardagur í sögu þjóðar okkar. En þökk sé hugrekki löggæsluyfirvalda náðist að kveða ofbeldið niður og hefja þingfund á ný. Sama dag ógnuðu kæruleysisleg orð Trump forseta fjölskyldu minni og öllum í þinghúsinu.“ 8. júní 2023 08:12 Lögmenn Trump funduðu um gagnamálið í dómsmálaráðuneytinu Þrír lögmenn Donald Trump áttu tveggja tíma fund í dómsmálaráðuneytinu í Washington í gær til að ræða framgöngu sérstaks saksóknara við rannsókn á meðhöndlun forsetans fyrrverandi á leynilegum gögnum. 6. júní 2023 07:32 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Trump ákærður vegna leyniskjala Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, greinir frá því á samfélagsmiðlum að hann hafi verið ákærður vegna leyniskjala sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti. 9. júní 2023 00:03
Pence segir óbeinum orðum að Trump sé vanhæfur „Sjötti janúar var sorgardagur í sögu þjóðar okkar. En þökk sé hugrekki löggæsluyfirvalda náðist að kveða ofbeldið niður og hefja þingfund á ný. Sama dag ógnuðu kæruleysisleg orð Trump forseta fjölskyldu minni og öllum í þinghúsinu.“ 8. júní 2023 08:12
Lögmenn Trump funduðu um gagnamálið í dómsmálaráðuneytinu Þrír lögmenn Donald Trump áttu tveggja tíma fund í dómsmálaráðuneytinu í Washington í gær til að ræða framgöngu sérstaks saksóknara við rannsókn á meðhöndlun forsetans fyrrverandi á leynilegum gögnum. 6. júní 2023 07:32
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent