Smáhýsin í Laugardal standa enn auð Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 11. júní 2023 17:30 Ragnar Erling segir í samtali við Vísi að heimilislausir í borginni séu orðnir afar óþreyjufullir. Biðin sé óþolandi. Vísir/Steingrímur Dúi Smáhýsi fyrir heimilislaust fólk í Laugardal, sem reist voru í lok febrúar standa enn auð. Ragnar Erling Hannesson, sem hefur beitt sér í málefnum heimilislausra segir ástandið í málaflokknum grafalvarlegt. Vísir greindi frá því þann 28.febrúar síðastliðinn að fimm smáhýsum fyrir heimilislausa hefði verið komið upp á svæði milli Engjavegs og Suðurlandsbrautar í Reykjavík. Framkvæmdir höfðu þá staðið yfir á svæðinu síðustu mánuði, en húsin sjálf voru flutt á staðinn um miðjan febrúar. Í samtali við kvöldfréttir RÚV þann 18.maí síðastliðinn sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur, segir að unnið væri að því að gera húsin íbúðarhæf. Ýmislegt þyrfti að gera áður en hægt væri að flytja inn. Heiða Björg sagðist þó búast við því húsin yrðu í notkun um mánaðamótin. Jafnframt kom fram að aðsókn í smáhýsin væri mikil og að fleiri sambærileg myndu rísa fljótlega. Hins vegar er ljóst fá úrræði eru fyrir heimilislaust fólk. Langþreyttir á biðinni Ragnar Erling segir í samtali við Vísi að heimilislausir í borginni séu orðnir afar óþreyjufullir. Biðin sé óþolandi. „Ég er búinn að fá þær upplýsingar hjá Félagsmálastofnun að það er engin úthlutun búin að fara fram. Í dag, 11.júní standa smáhýsin tilbúin og eru algjörlega auð og ónotuð.Á meðan er fólk með fíknisjúkdóma að deyja á götunni.“ Ragnar Erling fer ekki leynt með það að hann telji Heiðu Björg og starfsfólks velferðarsviðs vera beinlínis ábyrg fyrir þessum dauðsföllum. „Ef við erum ekki með þak yfir höfuðið þá höfum við engan grunn til að byggja upp okkar líf, hvað þá til losna undan þjáningunni sem veldur því að við notum fíkniefni. Þetta fólk var ráðið til þess að sjá um þessi mál. Þau eru ráðin til að sjá um velferð okkar. Þau eru ekki að sinna því, og þar af leiðandi er fólk að deyja.“ Málefni heimilislausra Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Smáhýsin fimm komin upp í Laugardal Fimm smáhýsum fyrir heimilislausa var komið upp á svæði milli Engjavegs og Suðurlandsbrautar í Reykjavík á dögunum. Framkvæmdir hafa staðið yfir á svæðinu síðustu mánuði, en húsin sjálf voru flutt á staðinn um miðjan mánuðinn. 28. febrúar 2023 11:20 Kalla eftir upplýsingum um hvernig leiguverð í smáhýsum er ákveðið Formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir þau hafa kallað eftir upplýsingum frá Félagsbústöðum um leiguverð í smáhýsum fyrir heimilislausa sem bæði íbúar og fulltrúi stjórnarandstöðunnar segja of hátt. Húsnæðisstuðningur komi þó upp á móti og oft greiði fólk ekki meira en 50 þúsund á mánuði. Ýmislegt er til skoðunar og gert er ráð fyrir að auka þurfi stuðning almennt. 16. febrúar 2023 16:01 „Það bara flytja inn á mann menn hérna“ Maður sem býr í smáhýsi á vegum Reykjavíkurborgar segir aðbúnað þar ekki góðan. Veturinn, sem er óvenjulega kaldur, hafi verið mjög erfiður. Dæmi séu um að íbúar hafi hrakist burt af heimilum sínum því aðrir hreinlega ryðjist inn á þá. 13. febrúar 2023 08:31 Stefna á að fimm smáhús rísi í Laugardal í desember Framkvæmdir eru nú hafnar í Laugardal þar sem til stendur að reisa fimm smáhús að Engjavegi 40 fyrir heimilislausa. Einhverjir íbúar hafa gagnrýnt áformin en formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að hlustað hafi verið á allar athugasemdir. 5. október 2022 13:59 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Vísir greindi frá því þann 28.febrúar síðastliðinn að fimm smáhýsum fyrir heimilislausa hefði verið komið upp á svæði milli Engjavegs og Suðurlandsbrautar í Reykjavík. Framkvæmdir höfðu þá staðið yfir á svæðinu síðustu mánuði, en húsin sjálf voru flutt á staðinn um miðjan febrúar. Í samtali við kvöldfréttir RÚV þann 18.maí síðastliðinn sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur, segir að unnið væri að því að gera húsin íbúðarhæf. Ýmislegt þyrfti að gera áður en hægt væri að flytja inn. Heiða Björg sagðist þó búast við því húsin yrðu í notkun um mánaðamótin. Jafnframt kom fram að aðsókn í smáhýsin væri mikil og að fleiri sambærileg myndu rísa fljótlega. Hins vegar er ljóst fá úrræði eru fyrir heimilislaust fólk. Langþreyttir á biðinni Ragnar Erling segir í samtali við Vísi að heimilislausir í borginni séu orðnir afar óþreyjufullir. Biðin sé óþolandi. „Ég er búinn að fá þær upplýsingar hjá Félagsmálastofnun að það er engin úthlutun búin að fara fram. Í dag, 11.júní standa smáhýsin tilbúin og eru algjörlega auð og ónotuð.Á meðan er fólk með fíknisjúkdóma að deyja á götunni.“ Ragnar Erling fer ekki leynt með það að hann telji Heiðu Björg og starfsfólks velferðarsviðs vera beinlínis ábyrg fyrir þessum dauðsföllum. „Ef við erum ekki með þak yfir höfuðið þá höfum við engan grunn til að byggja upp okkar líf, hvað þá til losna undan þjáningunni sem veldur því að við notum fíkniefni. Þetta fólk var ráðið til þess að sjá um þessi mál. Þau eru ráðin til að sjá um velferð okkar. Þau eru ekki að sinna því, og þar af leiðandi er fólk að deyja.“
Málefni heimilislausra Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Smáhýsin fimm komin upp í Laugardal Fimm smáhýsum fyrir heimilislausa var komið upp á svæði milli Engjavegs og Suðurlandsbrautar í Reykjavík á dögunum. Framkvæmdir hafa staðið yfir á svæðinu síðustu mánuði, en húsin sjálf voru flutt á staðinn um miðjan mánuðinn. 28. febrúar 2023 11:20 Kalla eftir upplýsingum um hvernig leiguverð í smáhýsum er ákveðið Formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir þau hafa kallað eftir upplýsingum frá Félagsbústöðum um leiguverð í smáhýsum fyrir heimilislausa sem bæði íbúar og fulltrúi stjórnarandstöðunnar segja of hátt. Húsnæðisstuðningur komi þó upp á móti og oft greiði fólk ekki meira en 50 þúsund á mánuði. Ýmislegt er til skoðunar og gert er ráð fyrir að auka þurfi stuðning almennt. 16. febrúar 2023 16:01 „Það bara flytja inn á mann menn hérna“ Maður sem býr í smáhýsi á vegum Reykjavíkurborgar segir aðbúnað þar ekki góðan. Veturinn, sem er óvenjulega kaldur, hafi verið mjög erfiður. Dæmi séu um að íbúar hafi hrakist burt af heimilum sínum því aðrir hreinlega ryðjist inn á þá. 13. febrúar 2023 08:31 Stefna á að fimm smáhús rísi í Laugardal í desember Framkvæmdir eru nú hafnar í Laugardal þar sem til stendur að reisa fimm smáhús að Engjavegi 40 fyrir heimilislausa. Einhverjir íbúar hafa gagnrýnt áformin en formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að hlustað hafi verið á allar athugasemdir. 5. október 2022 13:59 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Smáhýsin fimm komin upp í Laugardal Fimm smáhýsum fyrir heimilislausa var komið upp á svæði milli Engjavegs og Suðurlandsbrautar í Reykjavík á dögunum. Framkvæmdir hafa staðið yfir á svæðinu síðustu mánuði, en húsin sjálf voru flutt á staðinn um miðjan mánuðinn. 28. febrúar 2023 11:20
Kalla eftir upplýsingum um hvernig leiguverð í smáhýsum er ákveðið Formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir þau hafa kallað eftir upplýsingum frá Félagsbústöðum um leiguverð í smáhýsum fyrir heimilislausa sem bæði íbúar og fulltrúi stjórnarandstöðunnar segja of hátt. Húsnæðisstuðningur komi þó upp á móti og oft greiði fólk ekki meira en 50 þúsund á mánuði. Ýmislegt er til skoðunar og gert er ráð fyrir að auka þurfi stuðning almennt. 16. febrúar 2023 16:01
„Það bara flytja inn á mann menn hérna“ Maður sem býr í smáhýsi á vegum Reykjavíkurborgar segir aðbúnað þar ekki góðan. Veturinn, sem er óvenjulega kaldur, hafi verið mjög erfiður. Dæmi séu um að íbúar hafi hrakist burt af heimilum sínum því aðrir hreinlega ryðjist inn á þá. 13. febrúar 2023 08:31
Stefna á að fimm smáhús rísi í Laugardal í desember Framkvæmdir eru nú hafnar í Laugardal þar sem til stendur að reisa fimm smáhús að Engjavegi 40 fyrir heimilislausa. Einhverjir íbúar hafa gagnrýnt áformin en formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að hlustað hafi verið á allar athugasemdir. 5. október 2022 13:59