Ástandskýrsla Hafró Atli Hermannsson skrifar 12. júní 2023 07:01 Ný ástandskýrsla Hafrannsóknarstofnunar var kynnt á föstudag. Fyrir utan dagsetninguna efst í hægra horninu er því miður ekkert nýtt að frétta í skýrslunni. Ef síðustu 25 ársskýrslum Hafró væri stokkað líkt og um spil væri að ræða þyrfti einhvers konar gervigreind til að koma þeim aftur í rétta tímaröð. Það er vegna þess að nær ekkert hefur verið að frétta allan þann tíma, annað en að stofnunin flutti af Skúlagötunni í nýtt húsnæði í Hafnarfirði fyrir nokkrum árum. Það hefur vonandi skilað sér í bættri vinnuaðstöðu, en ráðgjöf stofnunarinnar varðandi vöxt og viðgang okkar helstu nytjastofna hefur engu skilað og - mun að óbreyttu líklega aldrei gera það. Ráðgjöf stofnunarinnar byggir sem fyrr á því að geyma fiskinn í sjónum svo hann verði stærri á næsta ári - eða bara einhvern tíma seinna. Það er skemmst frá því að segja að það hefur aldrei gengið eftir svo einhver hafi orðið þess var. Þá meina ég hvergi nokkurs staðar. Ég hef i mínum kvikindisskap stundum spurt að því hvenær það hafi verið, jafnvel klukkan hvað en það eru engar vísbendingar að finna. En það á samt að halda áfram á sömu braut, nota sama nýtingarkerfið sem skýrslur stofnunarinnar sanna að hafa hvergi virkað. Þetta er sama nýtingarkerfið og ICES Alþjóðahafrannsóknarráðið predikar, enda erum við mikils metin þar sem ein af stofnríkjum ráðsins. Með öðrum orðum; þó við gengjum í ESB myndi þekking okkar á lífríkinu í hafinu og ráðgjöf um heildarafla ekki geta versnað - því allt er eins. Frá árinu 1950 og allt þar til við færðum lögsöguna út í 200 mílur árið 1975 var meðal ársafli í þorski nálægt 450 þúsund tonn. Í heil 25 ár með yfir 100 erlenda togara og minni trollmöskva skrapandi smáfisk upp að 12 mílum frá landi minnkaði þorskaflinn ekkert. Hann fór ekki að minnka fyrr en 15 árum eftir að allir útlendingar höfðu verið reknir út fyrir 200 mílurnar. Ársaflinn var m.ö.o. rúmlega tvisvar sinnum meiri á öllum þeim tíma, en hann hefur verið síðastliðinn 25 ár. Það er með hreinum ólíkindum að vel menntuð þjóð með sterkt vísinda - og háskólasamfélag skuli ekki aðeins hafa leitt þessa staðreynd algerlega hjá sér; heldur oftar en ekki tekið undir meintan árangur af nýtingarstefnu Hafró. Þöggunin hefur verið nær alger og því hefur stofnunin getað skellt skollaeyrum með því einu að loka öllum gluggum og hurðum. Þá ræðir enginn snöru í hengds manns húsi og því hefur það aldrei gerst að einhver starfsmaður stofnunarinnar hafi lýst minnstu efasemd - fyrr en hann hefur hætt störfum og kominn á eftirlaun. En nú kveður við nýjan tón. Í sjónvarpsfréttum 9.júni var viðtal við Þorstein Sigurðsson, forstjóra Hafró, þar sem hann er spurður út í helstu niðurstöður ástandskýrslunnar. Til öryggis hafði ég kveikt á táknmálstúkun á svo ég misskildi nú örugglega ekki neitt. Þorsteinn hvað góðan stíganda í stækkun þorskstofnsins - þó hann sé enn eitthvað minni en stýrivaxtahækkun Seðlabankans. En það vanti góða nýliðun, að Hafró hafi ekki séð verulega góða nýliðun (fjögurra ára fiskur) síðan 1985 og það valdi áhyggjum. Þarna viðurkennir forstjórinn að tæplega 40 ára bið Hafró eftir stórum árgangi hafi engan árangur borið og stofnunin sé engu nær um hvað geti valdið því. Það virðist m.ö.o ekki hvarfla að fiskifræðingum stofnunarinnar að stærri fiskar éta þá minni upp alla keðjuna og því séu stórþorskar eins stórir og þeir eru - og hafa fyrst þá engar áhyggjur af því að vera ekki étnir af öðrum. Með þessa „vitneskju“ mun sjávarútvegsráðherra líklega stöðva 700 skipa flota strandveiðimanna vegna þess að Hafró gerir sér einhverjar vonir um að fimm kílóa fiskur verði orðin sex kíló næsta sumar - og það án þess að þurfa að éta a.m.k.100 þúsund tonn af minna fiskmeti til þess. Undirritaður er hafnarvörður og hluthafi í strandveiðibát. Atli Hermannsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Ný ástandskýrsla Hafrannsóknarstofnunar var kynnt á föstudag. Fyrir utan dagsetninguna efst í hægra horninu er því miður ekkert nýtt að frétta í skýrslunni. Ef síðustu 25 ársskýrslum Hafró væri stokkað líkt og um spil væri að ræða þyrfti einhvers konar gervigreind til að koma þeim aftur í rétta tímaröð. Það er vegna þess að nær ekkert hefur verið að frétta allan þann tíma, annað en að stofnunin flutti af Skúlagötunni í nýtt húsnæði í Hafnarfirði fyrir nokkrum árum. Það hefur vonandi skilað sér í bættri vinnuaðstöðu, en ráðgjöf stofnunarinnar varðandi vöxt og viðgang okkar helstu nytjastofna hefur engu skilað og - mun að óbreyttu líklega aldrei gera það. Ráðgjöf stofnunarinnar byggir sem fyrr á því að geyma fiskinn í sjónum svo hann verði stærri á næsta ári - eða bara einhvern tíma seinna. Það er skemmst frá því að segja að það hefur aldrei gengið eftir svo einhver hafi orðið þess var. Þá meina ég hvergi nokkurs staðar. Ég hef i mínum kvikindisskap stundum spurt að því hvenær það hafi verið, jafnvel klukkan hvað en það eru engar vísbendingar að finna. En það á samt að halda áfram á sömu braut, nota sama nýtingarkerfið sem skýrslur stofnunarinnar sanna að hafa hvergi virkað. Þetta er sama nýtingarkerfið og ICES Alþjóðahafrannsóknarráðið predikar, enda erum við mikils metin þar sem ein af stofnríkjum ráðsins. Með öðrum orðum; þó við gengjum í ESB myndi þekking okkar á lífríkinu í hafinu og ráðgjöf um heildarafla ekki geta versnað - því allt er eins. Frá árinu 1950 og allt þar til við færðum lögsöguna út í 200 mílur árið 1975 var meðal ársafli í þorski nálægt 450 þúsund tonn. Í heil 25 ár með yfir 100 erlenda togara og minni trollmöskva skrapandi smáfisk upp að 12 mílum frá landi minnkaði þorskaflinn ekkert. Hann fór ekki að minnka fyrr en 15 árum eftir að allir útlendingar höfðu verið reknir út fyrir 200 mílurnar. Ársaflinn var m.ö.o. rúmlega tvisvar sinnum meiri á öllum þeim tíma, en hann hefur verið síðastliðinn 25 ár. Það er með hreinum ólíkindum að vel menntuð þjóð með sterkt vísinda - og háskólasamfélag skuli ekki aðeins hafa leitt þessa staðreynd algerlega hjá sér; heldur oftar en ekki tekið undir meintan árangur af nýtingarstefnu Hafró. Þöggunin hefur verið nær alger og því hefur stofnunin getað skellt skollaeyrum með því einu að loka öllum gluggum og hurðum. Þá ræðir enginn snöru í hengds manns húsi og því hefur það aldrei gerst að einhver starfsmaður stofnunarinnar hafi lýst minnstu efasemd - fyrr en hann hefur hætt störfum og kominn á eftirlaun. En nú kveður við nýjan tón. Í sjónvarpsfréttum 9.júni var viðtal við Þorstein Sigurðsson, forstjóra Hafró, þar sem hann er spurður út í helstu niðurstöður ástandskýrslunnar. Til öryggis hafði ég kveikt á táknmálstúkun á svo ég misskildi nú örugglega ekki neitt. Þorsteinn hvað góðan stíganda í stækkun þorskstofnsins - þó hann sé enn eitthvað minni en stýrivaxtahækkun Seðlabankans. En það vanti góða nýliðun, að Hafró hafi ekki séð verulega góða nýliðun (fjögurra ára fiskur) síðan 1985 og það valdi áhyggjum. Þarna viðurkennir forstjórinn að tæplega 40 ára bið Hafró eftir stórum árgangi hafi engan árangur borið og stofnunin sé engu nær um hvað geti valdið því. Það virðist m.ö.o ekki hvarfla að fiskifræðingum stofnunarinnar að stærri fiskar éta þá minni upp alla keðjuna og því séu stórþorskar eins stórir og þeir eru - og hafa fyrst þá engar áhyggjur af því að vera ekki étnir af öðrum. Með þessa „vitneskju“ mun sjávarútvegsráðherra líklega stöðva 700 skipa flota strandveiðimanna vegna þess að Hafró gerir sér einhverjar vonir um að fimm kílóa fiskur verði orðin sex kíló næsta sumar - og það án þess að þurfa að éta a.m.k.100 þúsund tonn af minna fiskmeti til þess. Undirritaður er hafnarvörður og hluthafi í strandveiðibát. Atli Hermannsson
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar