„Það hefur verið hrækt á vagnstjóra og slegið til þeirra“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. júní 2023 11:18 Sigríður segir að yfirleitt hagi fólk sér friðsamlega í Strætó en það hafi komið upp ofbeldismál. Vísir/Vilhelm, Strætó Upp hafa komið einstaka ofbeldismál gegn bæði vagnstjórum Strætó og farþegum á undanförnum árum en þau eru þó sjaldgæf. Myndavélar eru í vögnunum sem og neyðarhnappar. „Það hefur verið hrækt á vagnstjóra og slegið til þeirra. Engin árásin hefur þó verið það alvarleg að menn hafi hlotið skaða af,“ segir Sigríður Harðardóttir, sviðsstjóri mannauðs og gæðasviðs Strætó og staðgengill framkvæmdastjóra. Hún segir sjaldgæft að það komi upp ofbeldismál en það gerist þó. Á undanförnum árum hafa komið upp nokkur atvik þar sem ráðist var á vagnstjóra. Eins og Vísir greindi frá í gær réðst hópur unglinga á vagnstjóra á Akureyri í byrjun maí. Einnig hafa fundist sprengjur í vögnum þar og skotið á vagn með loftbyssu. Sóttvarnaraðgerð látin halda sér Í vögnum Strætó eru tvær eða þrjár öryggismyndavélar sem er beint að bæði vagnstjóra og inn í farþegarýmið. „Ef það kemur upp eitthvað atvik í vagninum er það tekið til skoðunar. Eins hefur lögreglan getað nálgast myndefnið ef hún er að skoða einhver tiltekin mál eða að leita að einhverjum einstaklingum,“ segir Sigríður. Í faraldrinum var einnig sett upp plexigler fyrir vagnstjórabásinn. Að sögn Sigríðar var það fyrst og fremst gert sem sóttvarnaraðgerð en eftir faraldurinn hafi verið ákveðið að láta glerin halda sér þar sem þau veita ákveðna vörn fyrir vagnstjóra. Erfiðara er fyrir farþega að komast að þeim. Þá er einnig til staðar neyðarhnappur í vögnunum. Skýrt verklag Aðspurð um ofbeldi gegn farþegum segir Sigríður það einnig sjaldgæft en gerist þó. Hún segist ekki muna eftir neinu alvarlegu máli á undanförnum árum. „Yfirleitt er fólk friðsamt og hagar sér vel í strætó,“ segir Sigríður. Verklagið er mjög skýrt þegar ofbeldisatvik koma upp. Vagnstjóri á að stöðva vagninn eins hratt og mögulegt er. Ýta á neyðarhnapp sem tengdur er við stjórnstöð og Neyðarlínuna 112. Hann á að opna hurðir og hleypa öllum farþegum út. „Vagnstjóri reynir að tryggja öryggi þangað til að viðbragðsaðilar koma,“ segir Sigríður. Sjaldgæft sé hins vegar að það þurfi að beita þessu viðbragði. Samgöngur Strætó Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira
„Það hefur verið hrækt á vagnstjóra og slegið til þeirra. Engin árásin hefur þó verið það alvarleg að menn hafi hlotið skaða af,“ segir Sigríður Harðardóttir, sviðsstjóri mannauðs og gæðasviðs Strætó og staðgengill framkvæmdastjóra. Hún segir sjaldgæft að það komi upp ofbeldismál en það gerist þó. Á undanförnum árum hafa komið upp nokkur atvik þar sem ráðist var á vagnstjóra. Eins og Vísir greindi frá í gær réðst hópur unglinga á vagnstjóra á Akureyri í byrjun maí. Einnig hafa fundist sprengjur í vögnum þar og skotið á vagn með loftbyssu. Sóttvarnaraðgerð látin halda sér Í vögnum Strætó eru tvær eða þrjár öryggismyndavélar sem er beint að bæði vagnstjóra og inn í farþegarýmið. „Ef það kemur upp eitthvað atvik í vagninum er það tekið til skoðunar. Eins hefur lögreglan getað nálgast myndefnið ef hún er að skoða einhver tiltekin mál eða að leita að einhverjum einstaklingum,“ segir Sigríður. Í faraldrinum var einnig sett upp plexigler fyrir vagnstjórabásinn. Að sögn Sigríðar var það fyrst og fremst gert sem sóttvarnaraðgerð en eftir faraldurinn hafi verið ákveðið að láta glerin halda sér þar sem þau veita ákveðna vörn fyrir vagnstjóra. Erfiðara er fyrir farþega að komast að þeim. Þá er einnig til staðar neyðarhnappur í vögnunum. Skýrt verklag Aðspurð um ofbeldi gegn farþegum segir Sigríður það einnig sjaldgæft en gerist þó. Hún segist ekki muna eftir neinu alvarlegu máli á undanförnum árum. „Yfirleitt er fólk friðsamt og hagar sér vel í strætó,“ segir Sigríður. Verklagið er mjög skýrt þegar ofbeldisatvik koma upp. Vagnstjóri á að stöðva vagninn eins hratt og mögulegt er. Ýta á neyðarhnapp sem tengdur er við stjórnstöð og Neyðarlínuna 112. Hann á að opna hurðir og hleypa öllum farþegum út. „Vagnstjóri reynir að tryggja öryggi þangað til að viðbragðsaðilar koma,“ segir Sigríður. Sjaldgæft sé hins vegar að það þurfi að beita þessu viðbragði.
Samgöngur Strætó Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira