Draumurinn úti hjá Domino's í Danmörku Árni Sæberg skrifar 13. júní 2023 21:47 Aðdáendur Domino's ættu að forðast ferðalög til Danmerkur. Francis Dean/Getty Öllum 27 veitingastöðum alþjóðlegu pitsukeðjunnar Domino's í Danmörku hefur verið lokað. „Því miður er kominn tími á að við kveðjum. Öllum útibúum okkar hefur nú verið lokað,“ segir í tilkynningu Kellie Taylor, svæðisyfirmanns Domino's í Danmörku, á vef fyrirtækisins. Domino's í Danmörku var rekið af sérleyfishafa keðjunnar í Ástralíu, Australia's Domino's Pizza Enterprises. Hlutabréf félagsins lækkuðu um 11,9 prósent í dag, mest allra félaga í áströlsku kauphöllinni. Félagið tók við rekstri veitingastaðanna í Danmörku eftir að fyrri sérleyfishafar fóru á hausinn árið 2019. Keðjan hafði átt í vök að verjast um nokkurt skeið eftir afhjúpanir sjónvarpsþáttarins Operation X, sem sýndur var í september árið 2019 á TV2. Þar kom meðal annars fram að Domino's hafi notast við gamalt hráefni og falsaðar dagsetningar á matvælum. Þá var einnig minnst á rottugang og óþrifnað. Sjónvarpsþátturinn notaðist við flugumann sem sankaði að sér heimildum um misferli Domino's mánuðum saman. Í tilkynningunni segir að með innreið sinni á Danmerkurmarkað hafi fyrirtækið viljað færa Dönum ferskar pitsur í hæsta gæðaflokki og á viðráðanlegu verði. Þannig hafi fyrirtækinu tekist að endurheimta traust viðskiptavina á Domino's. „Þrátt fyrir að með samstilltu átaki starfsfólks hafi okkur tekist að ná viðskiptavinum aftur á okkar band og skapa hóp dyggra fastakúnna, var það ekki nóg til þess að tryggja sjálfbæran rekstur til frambúðar,“ segir í tilkynningu. Danmörk Veitingastaðir Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
„Því miður er kominn tími á að við kveðjum. Öllum útibúum okkar hefur nú verið lokað,“ segir í tilkynningu Kellie Taylor, svæðisyfirmanns Domino's í Danmörku, á vef fyrirtækisins. Domino's í Danmörku var rekið af sérleyfishafa keðjunnar í Ástralíu, Australia's Domino's Pizza Enterprises. Hlutabréf félagsins lækkuðu um 11,9 prósent í dag, mest allra félaga í áströlsku kauphöllinni. Félagið tók við rekstri veitingastaðanna í Danmörku eftir að fyrri sérleyfishafar fóru á hausinn árið 2019. Keðjan hafði átt í vök að verjast um nokkurt skeið eftir afhjúpanir sjónvarpsþáttarins Operation X, sem sýndur var í september árið 2019 á TV2. Þar kom meðal annars fram að Domino's hafi notast við gamalt hráefni og falsaðar dagsetningar á matvælum. Þá var einnig minnst á rottugang og óþrifnað. Sjónvarpsþátturinn notaðist við flugumann sem sankaði að sér heimildum um misferli Domino's mánuðum saman. Í tilkynningunni segir að með innreið sinni á Danmerkurmarkað hafi fyrirtækið viljað færa Dönum ferskar pitsur í hæsta gæðaflokki og á viðráðanlegu verði. Þannig hafi fyrirtækinu tekist að endurheimta traust viðskiptavina á Domino's. „Þrátt fyrir að með samstilltu átaki starfsfólks hafi okkur tekist að ná viðskiptavinum aftur á okkar band og skapa hóp dyggra fastakúnna, var það ekki nóg til þess að tryggja sjálfbæran rekstur til frambúðar,“ segir í tilkynningu.
Danmörk Veitingastaðir Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira