Bjarni tilkynnir væntanleg ráðherraskipti á sunnudag Heimir Már Pétursson skrifar 15. júní 2023 12:07 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir slæmt ekki tókst að koma breytingum á lögreglulögum og frumvörpum um sameiningu héraðsdómstóla og sýslumannsembætta í gegn á Alþingi á vorþingi. Stöð 2/Steingrímur Dúi Fastlega er búist við að Jón Gunnarsson láti af embætti dómsmálaráðherra á ríkisráðsfundi á mánudag og Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður flokksins á Suðurlandi komi inn í ríkisstjórn í hans stað. Guðrún Hafsteinsdóttir kemur úr Suðurkjördæmi þar sem lengi hefur verið þrýst á innan Sjálfstæðisflokksins að kjördæmið fengi ráðherra.Vísir/Vilhelm Núverandi ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við af fyrri stjórn hennar með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki hinn 28. nóvember árið 2021. Þegar stjórnarsáttmálinn var kynntur boðaði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra aðbreytingar yrðu á ráðherraskipan flokksins að 18 mánuðum liðnum. Þá kæmi Guðrún Hafsteinsdóttir í ríkisstjórn í stað Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Boðað hefur verið til ríkisráðsfundar á Bessastöðum klukkan tíu á mánudagsmorgun þar sem boðuð ráðherraskipti fara væntanlega fram. Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins staðfestir að stefnt sé að þingflokksfundi á sunnudag en verst allra frétta um dagskrá fundarins. Bjarni hefur hins vegar ítrekað sagt í fjölmiðlum að fyrri áætlun hans um að Guðrún Hafsteinsdóttir komi í ríkisstjórn á miðju kjörtímabili standi. Þá var ekki annað að heyra á Jóni Gunnarssyni eftir ríkisstjórnarfund á þriðjudag að hann væri á förum úr ríkisstjórn. Muntu sjá eftir því að fara úr dómsmálaráðuneytinu ef sú verður raunin? Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra kemur úr Suðvesturkjördæmi, sama kjördæmi og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.Sigurjón Ólason „Já, já það er alltaf eftirsjá fyrir þann sem er í pólitík að hverfa úr þessu. Við erum að mörgu leyti úti í miðri á en svona er bara pólitíkin stundum. Það verður bara að koma í ljós hver ákvörðun þingflokks og formanns í flokknum verður í þessum efnum.“ Og þú munt styðja hans tillögu hver sem hún verður? „Já, það er nú vaninn í okkar flokki að formaður kemur með tillögu sem þingflokkurinn samþykkir,“ sagði Jón að loknum ríkisstjórnarfundi á þriðjudag. Formenn flokka halda yfirleitt þétt að sér spilunum áður en þeir leggja tillögur um ráðherraskipan fyrir í þingflokkum sínum og Bjarni Benediktsson hefur ekki verið nein undantekning á því. Þótt líklegt verði að teljast að Jón og Guðrún hafi vistaskipti er hins vegar ekki hægt að útiloka að Bjarni skáki einnig ráðherrum sínum til á milli embætta, eða geri aðrar breytingar. Það kemur allt í ljós eftir þingflokksfundinn á sunnudag. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Forseti Íslands Tengdar fréttir Fráfarandi dómsmálaráðherra segir ósamstöðu hafa fellt frumvarp til lögreglulaga Fastlega er reiknað með að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra láti af ráðherraembætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á mánudag og Guðrún Hafsteinsdóttir taki sæti í ríkisstjórn. Jón segist kveðja dómsmálaráðuneytið með söknuði verði þetta niðurstaðan en hann hafi náð mörgum góðum málum í gegn á Alþingi. 13. júní 2023 21:00 Segir Ísland í „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gangi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. 15. júní 2023 09:19 Jón nánast örugglega á förum úr ráðherraliðinu Boðað hefur verið til ríkisráðsfundar á mánudaginn næsta og ekki er gert ráð fyrir öðru en að þá verði gengið frá breytingum á ráðherraliði í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur: Að Jón Gunnarsson hverfi úr ríkisstjórn og Guðrún Hafsteinsdóttir komi inn. 13. júní 2023 12:02 Allra augu á boðuðum ráðherrakapal: „Ég hef ekki hugmynd um það“ Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa hugmynd um það hvenær hún tekur við embætti dómsmálaráðherra, sem henni var lofað í kjölfar myndunar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. 9. júní 2023 21:31 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir kemur úr Suðurkjördæmi þar sem lengi hefur verið þrýst á innan Sjálfstæðisflokksins að kjördæmið fengi ráðherra.Vísir/Vilhelm Núverandi ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við af fyrri stjórn hennar með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki hinn 28. nóvember árið 2021. Þegar stjórnarsáttmálinn var kynntur boðaði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra aðbreytingar yrðu á ráðherraskipan flokksins að 18 mánuðum liðnum. Þá kæmi Guðrún Hafsteinsdóttir í ríkisstjórn í stað Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Boðað hefur verið til ríkisráðsfundar á Bessastöðum klukkan tíu á mánudagsmorgun þar sem boðuð ráðherraskipti fara væntanlega fram. Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins staðfestir að stefnt sé að þingflokksfundi á sunnudag en verst allra frétta um dagskrá fundarins. Bjarni hefur hins vegar ítrekað sagt í fjölmiðlum að fyrri áætlun hans um að Guðrún Hafsteinsdóttir komi í ríkisstjórn á miðju kjörtímabili standi. Þá var ekki annað að heyra á Jóni Gunnarssyni eftir ríkisstjórnarfund á þriðjudag að hann væri á förum úr ríkisstjórn. Muntu sjá eftir því að fara úr dómsmálaráðuneytinu ef sú verður raunin? Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra kemur úr Suðvesturkjördæmi, sama kjördæmi og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.Sigurjón Ólason „Já, já það er alltaf eftirsjá fyrir þann sem er í pólitík að hverfa úr þessu. Við erum að mörgu leyti úti í miðri á en svona er bara pólitíkin stundum. Það verður bara að koma í ljós hver ákvörðun þingflokks og formanns í flokknum verður í þessum efnum.“ Og þú munt styðja hans tillögu hver sem hún verður? „Já, það er nú vaninn í okkar flokki að formaður kemur með tillögu sem þingflokkurinn samþykkir,“ sagði Jón að loknum ríkisstjórnarfundi á þriðjudag. Formenn flokka halda yfirleitt þétt að sér spilunum áður en þeir leggja tillögur um ráðherraskipan fyrir í þingflokkum sínum og Bjarni Benediktsson hefur ekki verið nein undantekning á því. Þótt líklegt verði að teljast að Jón og Guðrún hafi vistaskipti er hins vegar ekki hægt að útiloka að Bjarni skáki einnig ráðherrum sínum til á milli embætta, eða geri aðrar breytingar. Það kemur allt í ljós eftir þingflokksfundinn á sunnudag.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Forseti Íslands Tengdar fréttir Fráfarandi dómsmálaráðherra segir ósamstöðu hafa fellt frumvarp til lögreglulaga Fastlega er reiknað með að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra láti af ráðherraembætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á mánudag og Guðrún Hafsteinsdóttir taki sæti í ríkisstjórn. Jón segist kveðja dómsmálaráðuneytið með söknuði verði þetta niðurstaðan en hann hafi náð mörgum góðum málum í gegn á Alþingi. 13. júní 2023 21:00 Segir Ísland í „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gangi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. 15. júní 2023 09:19 Jón nánast örugglega á förum úr ráðherraliðinu Boðað hefur verið til ríkisráðsfundar á mánudaginn næsta og ekki er gert ráð fyrir öðru en að þá verði gengið frá breytingum á ráðherraliði í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur: Að Jón Gunnarsson hverfi úr ríkisstjórn og Guðrún Hafsteinsdóttir komi inn. 13. júní 2023 12:02 Allra augu á boðuðum ráðherrakapal: „Ég hef ekki hugmynd um það“ Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa hugmynd um það hvenær hún tekur við embætti dómsmálaráðherra, sem henni var lofað í kjölfar myndunar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. 9. júní 2023 21:31 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Fráfarandi dómsmálaráðherra segir ósamstöðu hafa fellt frumvarp til lögreglulaga Fastlega er reiknað með að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra láti af ráðherraembætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á mánudag og Guðrún Hafsteinsdóttir taki sæti í ríkisstjórn. Jón segist kveðja dómsmálaráðuneytið með söknuði verði þetta niðurstaðan en hann hafi náð mörgum góðum málum í gegn á Alþingi. 13. júní 2023 21:00
Segir Ísland í „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gangi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. 15. júní 2023 09:19
Jón nánast örugglega á förum úr ráðherraliðinu Boðað hefur verið til ríkisráðsfundar á mánudaginn næsta og ekki er gert ráð fyrir öðru en að þá verði gengið frá breytingum á ráðherraliði í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur: Að Jón Gunnarsson hverfi úr ríkisstjórn og Guðrún Hafsteinsdóttir komi inn. 13. júní 2023 12:02
Allra augu á boðuðum ráðherrakapal: „Ég hef ekki hugmynd um það“ Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa hugmynd um það hvenær hún tekur við embætti dómsmálaráðherra, sem henni var lofað í kjölfar myndunar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. 9. júní 2023 21:31