„Síðasta vígi sjálfstæðu senunnar“ Lovísa Arnardóttir skrifar 15. júní 2023 21:00 Formaður SL segir sviðslistir plássfrekar og að það þurfi að tryggja þeim gott og aðgengilegt húsnæði. Vísir/Einar Ef ekkert breytist verðum síðustu tveimur leikhúsum sjálfstæðra leikhúsa lokað á árinu, Tjarnarbíó og Gaflaraleikhúsinu. Formaður Samtaka sjálfstæðra leikhúsa (SL) Orri Huginn Ágústsson, segir stöðuna alvarlega en segist þó vongóður um að einhverjir komi þeim til bjargar. Greint var frá því í fréttum fyrr í vikunni að verði ekkert gert til að bæta fjárhagsstöðu Tjarnarbíós verður skellt þar í lás í haust. Þá var einnig í vikunni greint frá því að húsnæði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði hafi verið selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í nágrenninu. Innan SL eru um fimmtíu sviðslistahópar sem treysta á að geta sýnt listir sínar í þessum tveimur leikhúsum. Verði þeim lokað standa þeim fáir kostir til boða. Innan hópsins eru sirkusfólk, óperuleikarar, dansarar, drag-fólk og fólk í improv. „Senan er að sækja í sig veðrið. Bæði hvað varðar mannfjölda og fjölbreytileika. Það er erfið staða og verið erfið staða um langa hríð í sjálfstæðu senunni,“ segir Orri. Samtökin stofnuð til að tryggja húsnæði Hann segir að samtökin, SL, hafi verið stofnuð fyrir tæpum 40 árum með það markmið að tryggja sviðlistasenunni húsnæði, en þeim hefur fækkað verulega síðustu ár. Sem dæmi um staði sem hafa hætt eða verið lokað er Norðurpóllinn á Seltjarnarnesi, Loftkastalinn og Iðnó. Orri segir að fólk hafi brugðist við þessu með því að nýta sér félagsheimili, skemmtistaði og allskyns húsnæði víðs vegar um land en að aðstaðan sé ekki endilega fyrir atvinnustarfsemi. „Sjálfstæðu leikhúsin eru í eðli sínu þannig alls staðar í heiminum að þeim verður ekki haldið úti nema með dyggum stuðningi úr opinberum sjóðum og við í okkar litla markaðssamfélagi erum engin undantekning á því,“ segir Orri. Hann segir það mikið reiðarslag fyrir sjálfstæðu senuna og samfélagið, sérstaklega í Hafnarfirði, að Gaflaraleikhúsið hafi misst húsnæðið sitt. „Það er ósk okkar og von að það sé hægt að ráða fljóta bót á þeirra málum.“ Hér áður voru fleiri leikhús eins og Norðurpóllinn, Loftkastalinn og Iðnó en þar fara ekki fram leiksýningar lengur. Gamla bíó og Harpa henta litlum hópum svo illa að sögn Orra en hóparnir hafa oft lítið á milli handanna. „Þess vegna er Tjarnarbíó gróðramiðstöð og lífsnauðsynlegt sjálfstæðum sviðslistum á Íslandi,“ segir hann og að þótt svo að Reykjavíkurborg hafi stutt dyggilega við bíóið sé bíóið síðasta vígi sjálfstæðu senunnar. „Þetta er að verða síðasta vígi sjálfstæðu senunnar í höfuðborginni, eða á höfuðborgarsvæðinu öllu,“ segir Orri og að loki þessi tvö leikhús hafi 52 aðildarfélagar SL ekkert annað að leita. Plássfrekar sviðslistir Orri segir að sviðslistir séu allavegana í laginu en séu plássfrekar. Það þurfi pláss fyrir listafólkið og aðgengi fyrir gesti. Hana sé að finna í Tjarnarbíó og Gaflaraleikhúsinu. Hann segir samtal hafið við bæði borg og ríki um áframhaldandi starfsemi en að tíminn vinni ekki með þeim. Orri mun leiða vinnu innan ráðuneytis menningar og viðskipta um fyrstu stefnumótunin sem gerð verður um sviðslistafólk en á ekki von á því að hún verði tilbúin fyrr en í fyrsta lagi eftir ár. Orri segir starfsemi sjálfstæðu leikhúsanna í eðli sínu ólíka þeirri sem er í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Hann segir svigrúmið þar ekki það sama og í sjálfstæðu leikhúsunum og þess vegna velji margir sér að starfa frekar innan sjálfstæðu leikhúsanna. „Við erum með fullt af sviðslistafólki sem velur það að starfa sjálfstætt því hér fær það að vinna hluti eftir annarri nálgun eða með öðrum gleraugum eða jafnvel önnur viðfangsefni en væri hægt að vinna með í Þjóðleikhúsi eða Borgarleikhúsi. Þetta bætir allt hvert annað upp,“ segir Orri og að það sé nauðsynlegt að bæta aðbúnað þeirra sem vilja starfa innan sjálfstæðu leikhúsanna. En hefur hann trú á því að ríki og borg bregðist við? „Það er einlæg trú mín að hér komi fólk saman til að standa vörð um þessa mikilvægu sviðslistastarfsemi. Ég hef ekki trú á því að ráðafólk, sama hvort það er hjá borginni eða ríkinu vilji hugsa þá hugsun til enda að starfsemin hér leggist af og það er unnið af því öllum árum í faginu að svo verði ekki. Ég hef bjargfasta trú á því að svo verði bundið um hnútana að þessi blómlega starfsemi haldi áfram að vaxa.“ Leikhús Menning Hafnarfjörður Reykjavík Tengdar fréttir Sviðið selt undan Gaflaraleikhúsinu Húsnæði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði var nýlega selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í nágrenninu. Leikhússtjórinn segir miður hvernig komið er fyrir sviðslistum á Íslandi og segist ekki myndi vilja vera ungur sviðslistamaður í dag. 14. júní 2023 08:00 „Miðað við hvað það þarf lítið til er fáránlegt að við þurfum að loka“ Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós, segir að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni þá dugi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Að öllu óbreyttu mun Tjarnarbíó loka fyrir fullt og allt í september ef ekki kemur til aðstoðar Reykjavíkurborgar eða ríkisins. 13. júní 2023 17:19 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira
Greint var frá því í fréttum fyrr í vikunni að verði ekkert gert til að bæta fjárhagsstöðu Tjarnarbíós verður skellt þar í lás í haust. Þá var einnig í vikunni greint frá því að húsnæði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði hafi verið selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í nágrenninu. Innan SL eru um fimmtíu sviðslistahópar sem treysta á að geta sýnt listir sínar í þessum tveimur leikhúsum. Verði þeim lokað standa þeim fáir kostir til boða. Innan hópsins eru sirkusfólk, óperuleikarar, dansarar, drag-fólk og fólk í improv. „Senan er að sækja í sig veðrið. Bæði hvað varðar mannfjölda og fjölbreytileika. Það er erfið staða og verið erfið staða um langa hríð í sjálfstæðu senunni,“ segir Orri. Samtökin stofnuð til að tryggja húsnæði Hann segir að samtökin, SL, hafi verið stofnuð fyrir tæpum 40 árum með það markmið að tryggja sviðlistasenunni húsnæði, en þeim hefur fækkað verulega síðustu ár. Sem dæmi um staði sem hafa hætt eða verið lokað er Norðurpóllinn á Seltjarnarnesi, Loftkastalinn og Iðnó. Orri segir að fólk hafi brugðist við þessu með því að nýta sér félagsheimili, skemmtistaði og allskyns húsnæði víðs vegar um land en að aðstaðan sé ekki endilega fyrir atvinnustarfsemi. „Sjálfstæðu leikhúsin eru í eðli sínu þannig alls staðar í heiminum að þeim verður ekki haldið úti nema með dyggum stuðningi úr opinberum sjóðum og við í okkar litla markaðssamfélagi erum engin undantekning á því,“ segir Orri. Hann segir það mikið reiðarslag fyrir sjálfstæðu senuna og samfélagið, sérstaklega í Hafnarfirði, að Gaflaraleikhúsið hafi misst húsnæðið sitt. „Það er ósk okkar og von að það sé hægt að ráða fljóta bót á þeirra málum.“ Hér áður voru fleiri leikhús eins og Norðurpóllinn, Loftkastalinn og Iðnó en þar fara ekki fram leiksýningar lengur. Gamla bíó og Harpa henta litlum hópum svo illa að sögn Orra en hóparnir hafa oft lítið á milli handanna. „Þess vegna er Tjarnarbíó gróðramiðstöð og lífsnauðsynlegt sjálfstæðum sviðslistum á Íslandi,“ segir hann og að þótt svo að Reykjavíkurborg hafi stutt dyggilega við bíóið sé bíóið síðasta vígi sjálfstæðu senunnar. „Þetta er að verða síðasta vígi sjálfstæðu senunnar í höfuðborginni, eða á höfuðborgarsvæðinu öllu,“ segir Orri og að loki þessi tvö leikhús hafi 52 aðildarfélagar SL ekkert annað að leita. Plássfrekar sviðslistir Orri segir að sviðslistir séu allavegana í laginu en séu plássfrekar. Það þurfi pláss fyrir listafólkið og aðgengi fyrir gesti. Hana sé að finna í Tjarnarbíó og Gaflaraleikhúsinu. Hann segir samtal hafið við bæði borg og ríki um áframhaldandi starfsemi en að tíminn vinni ekki með þeim. Orri mun leiða vinnu innan ráðuneytis menningar og viðskipta um fyrstu stefnumótunin sem gerð verður um sviðslistafólk en á ekki von á því að hún verði tilbúin fyrr en í fyrsta lagi eftir ár. Orri segir starfsemi sjálfstæðu leikhúsanna í eðli sínu ólíka þeirri sem er í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Hann segir svigrúmið þar ekki það sama og í sjálfstæðu leikhúsunum og þess vegna velji margir sér að starfa frekar innan sjálfstæðu leikhúsanna. „Við erum með fullt af sviðslistafólki sem velur það að starfa sjálfstætt því hér fær það að vinna hluti eftir annarri nálgun eða með öðrum gleraugum eða jafnvel önnur viðfangsefni en væri hægt að vinna með í Þjóðleikhúsi eða Borgarleikhúsi. Þetta bætir allt hvert annað upp,“ segir Orri og að það sé nauðsynlegt að bæta aðbúnað þeirra sem vilja starfa innan sjálfstæðu leikhúsanna. En hefur hann trú á því að ríki og borg bregðist við? „Það er einlæg trú mín að hér komi fólk saman til að standa vörð um þessa mikilvægu sviðslistastarfsemi. Ég hef ekki trú á því að ráðafólk, sama hvort það er hjá borginni eða ríkinu vilji hugsa þá hugsun til enda að starfsemin hér leggist af og það er unnið af því öllum árum í faginu að svo verði ekki. Ég hef bjargfasta trú á því að svo verði bundið um hnútana að þessi blómlega starfsemi haldi áfram að vaxa.“
Leikhús Menning Hafnarfjörður Reykjavík Tengdar fréttir Sviðið selt undan Gaflaraleikhúsinu Húsnæði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði var nýlega selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í nágrenninu. Leikhússtjórinn segir miður hvernig komið er fyrir sviðslistum á Íslandi og segist ekki myndi vilja vera ungur sviðslistamaður í dag. 14. júní 2023 08:00 „Miðað við hvað það þarf lítið til er fáránlegt að við þurfum að loka“ Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós, segir að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni þá dugi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Að öllu óbreyttu mun Tjarnarbíó loka fyrir fullt og allt í september ef ekki kemur til aðstoðar Reykjavíkurborgar eða ríkisins. 13. júní 2023 17:19 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira
Sviðið selt undan Gaflaraleikhúsinu Húsnæði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði var nýlega selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í nágrenninu. Leikhússtjórinn segir miður hvernig komið er fyrir sviðslistum á Íslandi og segist ekki myndi vilja vera ungur sviðslistamaður í dag. 14. júní 2023 08:00
„Miðað við hvað það þarf lítið til er fáránlegt að við þurfum að loka“ Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós, segir að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni þá dugi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Að öllu óbreyttu mun Tjarnarbíó loka fyrir fullt og allt í september ef ekki kemur til aðstoðar Reykjavíkurborgar eða ríkisins. 13. júní 2023 17:19