Risavaxin grjótskriða staðnæmdist steinsnar frá þorpi Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2023 12:54 Litlu mátti muna að þorpið Brienz yrði undir grjótskriðunni. Myndin var tekin í morgun en talið er að skriðan hafi fallið á tólfta tímanum í gærkvöldi. AP/Michael Buholzer/Keystone Þorp í svissnesku Ölpunum slapp naumlega þegar gríðarmikil grjótskriða féll úr fjallshlíð í gærkvöldi. Engar skemmdir urðu á byggingum en þorpið var rýmt fyrir rúmum mánuði vegna hættunar á grjóthruni. Áætlað var að hætta væri á að um 1,9 milljónir rúmmetra af bergi gæti farið af stað nærri þorpinu Brienz í suðaustanverðu Graubuenden-héraði í Sviss í maí. Ákveðið var að flytja um sjötíu íbúa þess í burtu 12. maí. AP-fréttastofan segir ekki ljóst hversu stór hluti óstöðuga bergsins skreið af stað en sveitarstjórnin á staðnum telur að svo virðist sem að stærsti hluti þess hafi skriðið fram. Talið er að skriðan hafi farið af stað á milli klukkan ellefu og tólf að staðartíma í gærkvöldi. Skriðan stöðvaðist rétt við skólabyggingu og er sögð margra metra djúp þar. Viðbúnaður vegna skriðuhættu var aukinn eftir skriðuna. Vegum og járnbrautarspori var lokað og tvö hús í nágrannaþorpinu Surava voru rýmd. Skriðan stöðvaðist aðeins örfáa metra frá skólabyggingu í Brienz.AP/Michael Buholzer/Keystone Fátt bendir til þess að þorspbúar í Brienz geti snúið til síns heima á næstunni. Breska ríkisútvarpið BBC segir að enn sé um milljón rúmmetra af óstöðugu bergi eftir í fjallinu sem trónir yfir þorpinu. Íbúarnir voru ósáttir við hversu brátt rýmingin bar að í vor en fjallið hefur verið talið óstöðugt í áratugi. Þeir bjuggust við því að vera látnir yfirgefa þorpið tímabundið í sumar en í staðinn fengu þeir 48 klukkustunda fyrirvara um að þeir þyrftu að hafa sig á brott á neyðarfundi sem var haldinn 9. maí. Einhverjir eru sagðir hafa furðað sig á hvers vegna þær mættu ekki snúa heim þar sem grjótið virtist falla rólega og að því er virtist án sérstakrar hættu. Óvenjumikla rigningu gerði á svæðinu í vor sem átti þátt í að ákveðið var að rýma þorpið. Talið er að gegnsósa fjallshlíðin hafi byrjað að hreyfast hraðar fyrir vikið. Sviss Náttúruhamfarir Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Sjá meira
Áætlað var að hætta væri á að um 1,9 milljónir rúmmetra af bergi gæti farið af stað nærri þorpinu Brienz í suðaustanverðu Graubuenden-héraði í Sviss í maí. Ákveðið var að flytja um sjötíu íbúa þess í burtu 12. maí. AP-fréttastofan segir ekki ljóst hversu stór hluti óstöðuga bergsins skreið af stað en sveitarstjórnin á staðnum telur að svo virðist sem að stærsti hluti þess hafi skriðið fram. Talið er að skriðan hafi farið af stað á milli klukkan ellefu og tólf að staðartíma í gærkvöldi. Skriðan stöðvaðist rétt við skólabyggingu og er sögð margra metra djúp þar. Viðbúnaður vegna skriðuhættu var aukinn eftir skriðuna. Vegum og járnbrautarspori var lokað og tvö hús í nágrannaþorpinu Surava voru rýmd. Skriðan stöðvaðist aðeins örfáa metra frá skólabyggingu í Brienz.AP/Michael Buholzer/Keystone Fátt bendir til þess að þorspbúar í Brienz geti snúið til síns heima á næstunni. Breska ríkisútvarpið BBC segir að enn sé um milljón rúmmetra af óstöðugu bergi eftir í fjallinu sem trónir yfir þorpinu. Íbúarnir voru ósáttir við hversu brátt rýmingin bar að í vor en fjallið hefur verið talið óstöðugt í áratugi. Þeir bjuggust við því að vera látnir yfirgefa þorpið tímabundið í sumar en í staðinn fengu þeir 48 klukkustunda fyrirvara um að þeir þyrftu að hafa sig á brott á neyðarfundi sem var haldinn 9. maí. Einhverjir eru sagðir hafa furðað sig á hvers vegna þær mættu ekki snúa heim þar sem grjótið virtist falla rólega og að því er virtist án sérstakrar hættu. Óvenjumikla rigningu gerði á svæðinu í vor sem átti þátt í að ákveðið var að rýma þorpið. Talið er að gegnsósa fjallshlíðin hafi byrjað að hreyfast hraðar fyrir vikið.
Sviss Náttúruhamfarir Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“