Nýir dagforeldrar fá milljón í stofnstyrk Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. júní 2023 13:00 Einar telur nýju tillögurnar ekki ósanngjarna fyrir þá sem þegar starfa sem dagforeldrar. Formaður borgarráðs segir nýjar tillögur sem borgarráð samþykkti í gær um starfsemi dagforeldra spara barnafólki tugi þúsunda. Á meðal þess sem tillögur kveða á um er að nýir dagforeldrar fái milljón í stofnstyrk. Tillagan kveður á um að dagforeldrar sem hefja starfsemi í Reykjavík fái stofnstyrk upp á eina milljón króna. Greiddar verða 250 þúsund krónur viðundirritun þjónustusamnings en 750 þúsund krónur ári síðar. Þá verður settur á árlegur aðstöðustyrkur til dagforeldra í Reykjavík upp á 150 þúsund krónur, sem tekur gildi eftir tvö ár í starfi auk þess sem Reykjavíkurborg mun skipuleggja og greiða fyrir slysavarnanámskeið á tveggja ára fresti fyrir alla dagforeldra.Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs Reykjavíkur og verðandi borgarstjóri segir stóru breytinguna felast í að þegar barn nær 18 mánaða aldri greiða foreldrar til dagforeldris sama gjald og í leikskóla. Áður hafði verið lofað að börn frá tólf mánaða aldri kæmust inn á leikskóla. „Reglur borgarinnar kveða á um það að börn eigi að vera komin inn um átján mánaða aldur,“ segir Einar. „Mér finnst mikilvægt að skapa jafnræði milli þeirra foreldra hvort þau eru hjá dagforeldrum eða inni í leikskólakerfinu, að þau greiði sama gjald. Við erum að mæta þeim fjölskyldum sem hafa beðið lengst eftir leikskólaplássi og eru hjá dagforeldrum með því að jafna þennan kostnað.“ Einar segir jafnframt að með þessu sé verið að lækka greiðslur foreldra um tugi þúsunda á mánuði. „Þetta er tilboð sem við erum að leggja fram samhliða því að auglýsa eftir húsnæði frá einkaaðilum, bæði jarðhæðir sem gætu hentað, færanlegar einingar á gæsluvöllum, verslunarrými sem eru ekki í notkun og aðstæður sem hæfa rekstri fyrir dagforeldra en hentar ekki sem leikskólapláss.“ Einar telur nýju tillögurnar ekki ósanngjarna fyrir þá sem þegar starfa sem dagforeldrar. „Þessar tillögur miða að því að fjölga dagforeldrum, bæta starfsumhverfi þeirra og kjör. Skóla- og frístundasvið átti góðan fund með báðum félögum dagforeldra og tillögurnar taka mið af þeirra sjónarmiðum um hvernig hægt er að gera það. Börn og uppeldi Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Fæðingarorlof Skóla - og menntamál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegast að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Sjá meira
Tillagan kveður á um að dagforeldrar sem hefja starfsemi í Reykjavík fái stofnstyrk upp á eina milljón króna. Greiddar verða 250 þúsund krónur viðundirritun þjónustusamnings en 750 þúsund krónur ári síðar. Þá verður settur á árlegur aðstöðustyrkur til dagforeldra í Reykjavík upp á 150 þúsund krónur, sem tekur gildi eftir tvö ár í starfi auk þess sem Reykjavíkurborg mun skipuleggja og greiða fyrir slysavarnanámskeið á tveggja ára fresti fyrir alla dagforeldra.Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs Reykjavíkur og verðandi borgarstjóri segir stóru breytinguna felast í að þegar barn nær 18 mánaða aldri greiða foreldrar til dagforeldris sama gjald og í leikskóla. Áður hafði verið lofað að börn frá tólf mánaða aldri kæmust inn á leikskóla. „Reglur borgarinnar kveða á um það að börn eigi að vera komin inn um átján mánaða aldur,“ segir Einar. „Mér finnst mikilvægt að skapa jafnræði milli þeirra foreldra hvort þau eru hjá dagforeldrum eða inni í leikskólakerfinu, að þau greiði sama gjald. Við erum að mæta þeim fjölskyldum sem hafa beðið lengst eftir leikskólaplássi og eru hjá dagforeldrum með því að jafna þennan kostnað.“ Einar segir jafnframt að með þessu sé verið að lækka greiðslur foreldra um tugi þúsunda á mánuði. „Þetta er tilboð sem við erum að leggja fram samhliða því að auglýsa eftir húsnæði frá einkaaðilum, bæði jarðhæðir sem gætu hentað, færanlegar einingar á gæsluvöllum, verslunarrými sem eru ekki í notkun og aðstæður sem hæfa rekstri fyrir dagforeldra en hentar ekki sem leikskólapláss.“ Einar telur nýju tillögurnar ekki ósanngjarna fyrir þá sem þegar starfa sem dagforeldrar. „Þessar tillögur miða að því að fjölga dagforeldrum, bæta starfsumhverfi þeirra og kjör. Skóla- og frístundasvið átti góðan fund með báðum félögum dagforeldra og tillögurnar taka mið af þeirra sjónarmiðum um hvernig hægt er að gera það.
Börn og uppeldi Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Fæðingarorlof Skóla - og menntamál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegast að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Sjá meira