Mismunaði svörtum og frumbyggjum kerfisbundið fyrir dauða Floyd Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2023 15:40 Drápið á George Floyd varð kveikjan að mótmælum gegn kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi víða um heim. AP/Julio Cortez Lögreglan í Minneapolis í Bandaríkjunum sýndi almenna tilhneigingu til þess að brjóta stjórnarskrárbundin réttindi og mismuna svörtum og frumbyggjum. Þetta er niðurstaða rannsóknar dómsmálaráðuneytisins sem var hrint af stað eftir að lögreglumenn urðu George Floyd að bana árið 2020. Kerfislæg vandamál innan lögreglunnar í Minneapolis gerðu örlög Floyd mögulega samkvæmt skýrslunni. Lögreglumaður hélt hné sínu á hálsi Floyd í níu og hálfa mínútu þar til hann lést. Skeytti lögreglumaðurinn engu um að Floyd segðist ekki ná andanum né um mótbárur vegfarenda sem urðu vitni að aðförunum. Vegfarandi náði myndband af drápinu sem vakti mikla reiði í Bandaríkjunum og varð kveikjan að mótmælum gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi bæði þar og víða um heim. Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem hélt Floyd niðri, var sakfelldur fyrir morð og manndráp. Hann hlaut 22 og hálfs árs fangelsisdóm fyrir morðið og 21 árs dóm fyrir að brjóta á borgararéttindum Floyd. Dómana afplánar hann samtímis. Lögreglan er sögð hafa notað ólíkar aðferðir við eftirlit í hverfum eftir kynþætti íbúa þar. Fólki hafi verið mismunað eftir kynþætti þegar leitað var á því, það handjárnað eða beitt valdi. George Floyd var handtekinn vegna gruns um að hann hefði notað falsaðan seðil til að greiða fyrir vindlinga í verslun. Hann streittist á móti þegar lögreglumenn ætluðu að stinga honum inn í bíl. Þeir þvinguðu hann niður í jörðinni þrátt fyrir að hann væri í handjárnum. Einn lögreglumannanna hélt honum svo niðri með því að hvíl hné sitt á hálsi hans þar til hann lést.Getty Refsuðu fólki sem fór í taugarnar á þeim Auk þess að brjóta á svörtum og frumbyggjum komust skýrsluhöfundar ráðuneytisins að því að lögreglumenn í Minneapolis hefðu beitt óhóflegu ofbeldi og brotið réttindi fólks sem nýtti stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi sitt. Þeir hefðu meðal annars valdið óréttlætanlegum dauða fólks. „Um árabil beittu lögreglumenn í Minneapolis hættulegri tækni og vopnum gegn fólki sem framdi smávægulegustu afbrot og stundum alls engin brot,“ segir í skýrslunni. Lögreglumenn hafi beitt valdi til þess að refsa fólki sem reitti þá til reiði eða gagnrýndi lögregluna. Þá er eru borgaryfirvöld átalin fyrir að senda lögreglumenn til að sinna útköllum sem gætu tengst geðrænum vandamálum jafnvel þegar það væri ekki nauðsynlegt eða við hæfi. Þetta hefði sett bæði lögreglumenn og borgara í hættu. Dómsmálaráðuneytið segir að yfirvöld í Minneapolis hafi nú þegar innleitt vissar umbætur. Til dæmis sé lögregluþjónum nú bannað að þrengja að hálsi fólks líkt og Chauvin gerði við Floyd. Þá séu nú þjálfað geðheilbrigðisstarfsfólk sent í sum útköll frekar en lögreglumenn. Dauði George Floyd Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Segja fordóma í kerfinu og óttast um unga fólkið Stór meirihluti svartra Bandaríkjamanna telja innbyggða fordóma í efnahagslega kerfinu og meirihluti telur að rasismi muni aukast á þeirra líftíma. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Washington Post og Ipsos. 16. júní 2023 11:52 Fjölskylda George Floyd íhugar málaferli gegn Kanye Fjölskylda George Floyd sem myrtur var af lögreglumönnum í Minneapolis í maí árið 2020 íhugar nú að fara í mál við rapparann Kanye West. Kanye sagðist efast um orsök dauða Floyd í hlaðvarpsþætti í vikunni. 18. október 2022 06:58 Morðingi George Floyd aftur dæmdur í fangelsi Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem dæmdur var fyrir morðið á George Floyd, hefur verið dæmdur aftur í fangelsi. Að þessu sinni var hann dæmdur í rúmlega tuttugu ára fangelsi af alríkisdómstól fyrir að svipta Floyd réttindum sínum. Hann var áður dæmdur til rúmlega 22 ára fangelsisvistar fyrir morð. 7. júlí 2022 23:01 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Kerfislæg vandamál innan lögreglunnar í Minneapolis gerðu örlög Floyd mögulega samkvæmt skýrslunni. Lögreglumaður hélt hné sínu á hálsi Floyd í níu og hálfa mínútu þar til hann lést. Skeytti lögreglumaðurinn engu um að Floyd segðist ekki ná andanum né um mótbárur vegfarenda sem urðu vitni að aðförunum. Vegfarandi náði myndband af drápinu sem vakti mikla reiði í Bandaríkjunum og varð kveikjan að mótmælum gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi bæði þar og víða um heim. Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem hélt Floyd niðri, var sakfelldur fyrir morð og manndráp. Hann hlaut 22 og hálfs árs fangelsisdóm fyrir morðið og 21 árs dóm fyrir að brjóta á borgararéttindum Floyd. Dómana afplánar hann samtímis. Lögreglan er sögð hafa notað ólíkar aðferðir við eftirlit í hverfum eftir kynþætti íbúa þar. Fólki hafi verið mismunað eftir kynþætti þegar leitað var á því, það handjárnað eða beitt valdi. George Floyd var handtekinn vegna gruns um að hann hefði notað falsaðan seðil til að greiða fyrir vindlinga í verslun. Hann streittist á móti þegar lögreglumenn ætluðu að stinga honum inn í bíl. Þeir þvinguðu hann niður í jörðinni þrátt fyrir að hann væri í handjárnum. Einn lögreglumannanna hélt honum svo niðri með því að hvíl hné sitt á hálsi hans þar til hann lést.Getty Refsuðu fólki sem fór í taugarnar á þeim Auk þess að brjóta á svörtum og frumbyggjum komust skýrsluhöfundar ráðuneytisins að því að lögreglumenn í Minneapolis hefðu beitt óhóflegu ofbeldi og brotið réttindi fólks sem nýtti stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi sitt. Þeir hefðu meðal annars valdið óréttlætanlegum dauða fólks. „Um árabil beittu lögreglumenn í Minneapolis hættulegri tækni og vopnum gegn fólki sem framdi smávægulegustu afbrot og stundum alls engin brot,“ segir í skýrslunni. Lögreglumenn hafi beitt valdi til þess að refsa fólki sem reitti þá til reiði eða gagnrýndi lögregluna. Þá er eru borgaryfirvöld átalin fyrir að senda lögreglumenn til að sinna útköllum sem gætu tengst geðrænum vandamálum jafnvel þegar það væri ekki nauðsynlegt eða við hæfi. Þetta hefði sett bæði lögreglumenn og borgara í hættu. Dómsmálaráðuneytið segir að yfirvöld í Minneapolis hafi nú þegar innleitt vissar umbætur. Til dæmis sé lögregluþjónum nú bannað að þrengja að hálsi fólks líkt og Chauvin gerði við Floyd. Þá séu nú þjálfað geðheilbrigðisstarfsfólk sent í sum útköll frekar en lögreglumenn.
Dauði George Floyd Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Segja fordóma í kerfinu og óttast um unga fólkið Stór meirihluti svartra Bandaríkjamanna telja innbyggða fordóma í efnahagslega kerfinu og meirihluti telur að rasismi muni aukast á þeirra líftíma. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Washington Post og Ipsos. 16. júní 2023 11:52 Fjölskylda George Floyd íhugar málaferli gegn Kanye Fjölskylda George Floyd sem myrtur var af lögreglumönnum í Minneapolis í maí árið 2020 íhugar nú að fara í mál við rapparann Kanye West. Kanye sagðist efast um orsök dauða Floyd í hlaðvarpsþætti í vikunni. 18. október 2022 06:58 Morðingi George Floyd aftur dæmdur í fangelsi Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem dæmdur var fyrir morðið á George Floyd, hefur verið dæmdur aftur í fangelsi. Að þessu sinni var hann dæmdur í rúmlega tuttugu ára fangelsi af alríkisdómstól fyrir að svipta Floyd réttindum sínum. Hann var áður dæmdur til rúmlega 22 ára fangelsisvistar fyrir morð. 7. júlí 2022 23:01 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Segja fordóma í kerfinu og óttast um unga fólkið Stór meirihluti svartra Bandaríkjamanna telja innbyggða fordóma í efnahagslega kerfinu og meirihluti telur að rasismi muni aukast á þeirra líftíma. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Washington Post og Ipsos. 16. júní 2023 11:52
Fjölskylda George Floyd íhugar málaferli gegn Kanye Fjölskylda George Floyd sem myrtur var af lögreglumönnum í Minneapolis í maí árið 2020 íhugar nú að fara í mál við rapparann Kanye West. Kanye sagðist efast um orsök dauða Floyd í hlaðvarpsþætti í vikunni. 18. október 2022 06:58
Morðingi George Floyd aftur dæmdur í fangelsi Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem dæmdur var fyrir morðið á George Floyd, hefur verið dæmdur aftur í fangelsi. Að þessu sinni var hann dæmdur í rúmlega tuttugu ára fangelsi af alríkisdómstól fyrir að svipta Floyd réttindum sínum. Hann var áður dæmdur til rúmlega 22 ára fangelsisvistar fyrir morð. 7. júlí 2022 23:01