Tæp fjórtán hundruð mótmæla mögulegri lokun Tjarnarbíós Lovísa Arnardóttir skrifar 16. júní 2023 19:00 Guðmundur Felixson leikari hóf undirskriftasöfnun í dag vegna mögulegrar lokunar Tjarnarbíós. Stöð 2 Alls hafa tæp 1.400 skrifað undir undirskriftalista þar sem kallað er eftir auknum stuðningi við Tjarnarbíó en í vikunni var greint frá því að fái leikhúsið ekki meira fjármagn og húsnæðið stækkað verði þau að skella í lás í haust. Guðmundur Felixson, sviðlistahöfundur og leikari, er einn þeirra sem hefur brugðist við lokuninni og hóf í dag undirskriftasöfnun þar sem skorað er á stjórnvöld að auka stuðning við Tjarnarbíó „tafarlaust til að bjarga húsinu úr þeim vanda sem steðjar að og tryggja rekstur þar til framtíðar.“ Um kvöldmatarleytið hafa safnast um 1.400 undirskriftir. „Ég hóf undirskriftasöfnunina því ég fann fyrir því að það var mikill hugur í fólki eftir að fréttir byrjuðu að berast um að Tjarnarbíó ætti á hættu að loka. Mig langaði að búa til lista þannig að stjórnvöld gætu séð hversu mörgum er annt um sjálfstæðu sviðslistasenuna,“ segir Guðmundur ogað hans von sé að sem flestir skrifi undir. Spurður af hverju leikhúsið skipti hann máli segir Guðmundur að Tjarnarbíó sé einn af mjög fáum stöðum sem sjálfstætt starfandi sviðslistafólk eins og hann geti leitað til með listsköpun sína. „Ef leikhúsið lokar eru hundruð sviðslistafólks ekki með neinn stað til að sýna sýningar sínar og það væri bara algjörlega fáránlegt af stjórnvöldum að leyfa því að gerast.“ Margir með áhyggjur Sara Marti Guðmundsdóttir, leikhússtjóri, hefur lýst verulegum áhyggjum af stöðunni og kallað eftir stuðningi bæði borgar og ríkis. Formaður Samtaka sjálfstæðra leikhúsa (SL) Orri Huginn Ágústsson, sagði í kvöldfréttum í gær að staðan væri grafalvarleg en var þó vongóður um að einhverjir myndu koma Tjarnarbíó til bjargar. Hann sagði leikhúsið „síðasta vígi sjálfstæðu senunnar“. Í texta áskorunarinnar segir að Tjarnarbíó sé aðalsvið sjálfstæðu sviðslistasenunnar og ómissandi fyrir sviðslistalíf í landinu. „Tjarnarbíó er heimili sjálfstæðra atvinnusviðslista og ég hreinlega get ekki ímyndað mér hvað verður um okkar gróskumiklu og blómlegu sjálfstæðu senu ef Tjarnarbíó verður leyft að grotna niður mikið lengur. SKRIFIÐ UNDIR!,“ segir Guðmundur í Facebook-færslu þar sem hann deilir undirskriftalistanum í dag en hægt er að skrifa undir listann hér. Leikhús Menning Reykjavík Tengdar fréttir „Síðasta vígi sjálfstæðu senunnar“ Ef ekkert breytist verðum síðustu tveimur leikhúsum sjálfstæðra leikhúsa lokað á árinu, Tjarnarbíó og Gaflaraleikhúsinu. Formaður Samtaka sjálfstæðra leikhúsa (SL) Orri Huginn Ágústsson, segir stöðuna alvarlega en segist þó vongóður um að einhverjir komi þeim til bjargar. 15. júní 2023 21:00 „Miðað við hvað það þarf lítið til er fáránlegt að við þurfum að loka“ Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós, segir að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni þá dugi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Að öllu óbreyttu mun Tjarnarbíó loka fyrir fullt og allt í september ef ekki kemur til aðstoðar Reykjavíkurborgar eða ríkisins. 13. júní 2023 17:19 Sviðið selt undan Gaflaraleikhúsinu Húsnæði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði var nýlega selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í nágrenninu. Leikhússtjórinn segir miður hvernig komið er fyrir sviðslistum á Íslandi og segist ekki myndi vilja vera ungur sviðslistamaður í dag. 14. júní 2023 08:00 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Guðmundur Felixson, sviðlistahöfundur og leikari, er einn þeirra sem hefur brugðist við lokuninni og hóf í dag undirskriftasöfnun þar sem skorað er á stjórnvöld að auka stuðning við Tjarnarbíó „tafarlaust til að bjarga húsinu úr þeim vanda sem steðjar að og tryggja rekstur þar til framtíðar.“ Um kvöldmatarleytið hafa safnast um 1.400 undirskriftir. „Ég hóf undirskriftasöfnunina því ég fann fyrir því að það var mikill hugur í fólki eftir að fréttir byrjuðu að berast um að Tjarnarbíó ætti á hættu að loka. Mig langaði að búa til lista þannig að stjórnvöld gætu séð hversu mörgum er annt um sjálfstæðu sviðslistasenuna,“ segir Guðmundur ogað hans von sé að sem flestir skrifi undir. Spurður af hverju leikhúsið skipti hann máli segir Guðmundur að Tjarnarbíó sé einn af mjög fáum stöðum sem sjálfstætt starfandi sviðslistafólk eins og hann geti leitað til með listsköpun sína. „Ef leikhúsið lokar eru hundruð sviðslistafólks ekki með neinn stað til að sýna sýningar sínar og það væri bara algjörlega fáránlegt af stjórnvöldum að leyfa því að gerast.“ Margir með áhyggjur Sara Marti Guðmundsdóttir, leikhússtjóri, hefur lýst verulegum áhyggjum af stöðunni og kallað eftir stuðningi bæði borgar og ríkis. Formaður Samtaka sjálfstæðra leikhúsa (SL) Orri Huginn Ágústsson, sagði í kvöldfréttum í gær að staðan væri grafalvarleg en var þó vongóður um að einhverjir myndu koma Tjarnarbíó til bjargar. Hann sagði leikhúsið „síðasta vígi sjálfstæðu senunnar“. Í texta áskorunarinnar segir að Tjarnarbíó sé aðalsvið sjálfstæðu sviðslistasenunnar og ómissandi fyrir sviðslistalíf í landinu. „Tjarnarbíó er heimili sjálfstæðra atvinnusviðslista og ég hreinlega get ekki ímyndað mér hvað verður um okkar gróskumiklu og blómlegu sjálfstæðu senu ef Tjarnarbíó verður leyft að grotna niður mikið lengur. SKRIFIÐ UNDIR!,“ segir Guðmundur í Facebook-færslu þar sem hann deilir undirskriftalistanum í dag en hægt er að skrifa undir listann hér.
Leikhús Menning Reykjavík Tengdar fréttir „Síðasta vígi sjálfstæðu senunnar“ Ef ekkert breytist verðum síðustu tveimur leikhúsum sjálfstæðra leikhúsa lokað á árinu, Tjarnarbíó og Gaflaraleikhúsinu. Formaður Samtaka sjálfstæðra leikhúsa (SL) Orri Huginn Ágústsson, segir stöðuna alvarlega en segist þó vongóður um að einhverjir komi þeim til bjargar. 15. júní 2023 21:00 „Miðað við hvað það þarf lítið til er fáránlegt að við þurfum að loka“ Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós, segir að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni þá dugi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Að öllu óbreyttu mun Tjarnarbíó loka fyrir fullt og allt í september ef ekki kemur til aðstoðar Reykjavíkurborgar eða ríkisins. 13. júní 2023 17:19 Sviðið selt undan Gaflaraleikhúsinu Húsnæði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði var nýlega selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í nágrenninu. Leikhússtjórinn segir miður hvernig komið er fyrir sviðslistum á Íslandi og segist ekki myndi vilja vera ungur sviðslistamaður í dag. 14. júní 2023 08:00 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
„Síðasta vígi sjálfstæðu senunnar“ Ef ekkert breytist verðum síðustu tveimur leikhúsum sjálfstæðra leikhúsa lokað á árinu, Tjarnarbíó og Gaflaraleikhúsinu. Formaður Samtaka sjálfstæðra leikhúsa (SL) Orri Huginn Ágústsson, segir stöðuna alvarlega en segist þó vongóður um að einhverjir komi þeim til bjargar. 15. júní 2023 21:00
„Miðað við hvað það þarf lítið til er fáránlegt að við þurfum að loka“ Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtýra Tjarnarbíós, segir að þrátt fyrir metsöluár og mikla velgengni þá dugi styrkir ekki fyrir rekstri leikhússins. Að öllu óbreyttu mun Tjarnarbíó loka fyrir fullt og allt í september ef ekki kemur til aðstoðar Reykjavíkurborgar eða ríkisins. 13. júní 2023 17:19
Sviðið selt undan Gaflaraleikhúsinu Húsnæði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði var nýlega selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í nágrenninu. Leikhússtjórinn segir miður hvernig komið er fyrir sviðslistum á Íslandi og segist ekki myndi vilja vera ungur sviðslistamaður í dag. 14. júní 2023 08:00