Fagráð um velferð dýra segir hvalveiðar ekki samræmast lögum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. júní 2023 10:14 Fagráðið segir erfitt að sjá hvernig veiðarnar gætu samrýmst lögum um velferð dýra. Vísir/Egill Fagráð um velferð dýra hefur komist að þeirri niðurstöðu að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Ekki sé hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að tryggja velferð dýra við aflífun. Þetta kemur fram í áliti fagráðsins, sem Matvælastofnun óskaði eftir 22. maí síðastliðinn. Ráðið byggir niðurstöðu sína á eftirlitsskýrslu MAST um velferð hvala við veiðar á Íslandi árið 2022 og viðtölum við sérfræðinga. Í álitinu segir meðal annars að það sé mat ráðsins að miklir ágallar hafi verið á veiðunum við Ísland sumarið 2022. Þá hafi ráðið ekki séð neitt í skýrslu MAST né gögnum sem henni fylgdu sem bendir til þess að eitthvað sérstakt við aðstæður umræddrar vertíðar hafi valdið ágöllunum. „Af fyrirliggjandi gögnum að dæma og því sem fram kom í samtali við sérfræðinga telur ráðið að við veiðar á stórhvelum sé ekki hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að tryggja velferð dýra við aflífun. Niðurstaða ráðsins er að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra,“ segir í álitinu. Í greinargerð með álitinu er meðal annars bent á að jafnvel þótt skot hittu alla jafna ákjósanlegasta skotsvæðið á hvalnum bentu myndbönd og önnur gögn til þess að ekki væri hægt að tryggja skjótt meðvitundarleysi eða dauða. Ekki væri hægt að sjá að ytri þættir á borð við veðurfar, ölduhæð eða skotmaður hefðu úrslitaáhrif á skilvirkni veiðiaðferðarinnar og þá liðu að minnst tíu mínútur upp í allt að 22 mínútur á milli skota. BÍ: Álitamál hvort lög um velferð dýra nái yfir hvali „Fagráðið er sammála um að mörg þeirra ófrávíkjanlegu skilyrða sem þarf að uppfylla við skotveiðar á villtum spendýrum, er ekki hægt að viðhafa við veiðar á stórhvelum,“ segir í álitinu. Þar sé meðal annars byggt á því að ekki sé hægt að ákvarða kyn hvala frá skipunum né sjá hvort hvalkýr eru kefldar eða mjólkandi, lífslíkur móðurlausra kálfa séu hverfandi, veiðarnar séu ómögulegar án þess að dýrunum sé fylgt eftir um tíma sem valdi þeim streitu og ótta, og aflífun sé ekki möguleg á skjótan og sársaukalausan hátt. Fagráðið fór yfir svör Hvals ehf. við eftirlitsskýrslu MAST en telur tillögur fyrirtækisins um nýja tækni við veiðarnar ekki raunhæfar. Notkun rafmagns við aflífun sé til að mynda ekki leið sem tryggi öruggan og skjótan dauðdaga. Þá byggi upplýsingar þess efnis að hægt sé að tryggja að það dauðastríð sem sást á veiðunum 2022 eigi sér ekki stað á veiðum á hrefnum, sem séu allt að tífalt minni en langreyðar. Vandséð sé að betur megi standa að veiðunum. Með álitinu fylgir bókun frá fulltrúa Bændasamtaka Íslands, sem segist sammála því að núverandi aðferðir við hvalveiðar séu ósamrýmanlegar lögum um velferð dýra. Hins vegar séu samtökin ekki að taka afstöðu til hvalveiða og þau telji mikilvægt að standa vörð um sjálfbæra nýtingu auðlinda til matvælaframleiðslu. Fulltrúi BÍ „setur þann áskilnað við málið að um hvalveiðar gildi sérlög og því lögfræðilegt álitamál hvort að gildissvið laga um velferð dýra hafi verið ætlað að ná yfir hvali“. Sjávarútvegur Hvalveiðar Hvalir Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Sjá meira
Þetta kemur fram í áliti fagráðsins, sem Matvælastofnun óskaði eftir 22. maí síðastliðinn. Ráðið byggir niðurstöðu sína á eftirlitsskýrslu MAST um velferð hvala við veiðar á Íslandi árið 2022 og viðtölum við sérfræðinga. Í álitinu segir meðal annars að það sé mat ráðsins að miklir ágallar hafi verið á veiðunum við Ísland sumarið 2022. Þá hafi ráðið ekki séð neitt í skýrslu MAST né gögnum sem henni fylgdu sem bendir til þess að eitthvað sérstakt við aðstæður umræddrar vertíðar hafi valdið ágöllunum. „Af fyrirliggjandi gögnum að dæma og því sem fram kom í samtali við sérfræðinga telur ráðið að við veiðar á stórhvelum sé ekki hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að tryggja velferð dýra við aflífun. Niðurstaða ráðsins er að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra,“ segir í álitinu. Í greinargerð með álitinu er meðal annars bent á að jafnvel þótt skot hittu alla jafna ákjósanlegasta skotsvæðið á hvalnum bentu myndbönd og önnur gögn til þess að ekki væri hægt að tryggja skjótt meðvitundarleysi eða dauða. Ekki væri hægt að sjá að ytri þættir á borð við veðurfar, ölduhæð eða skotmaður hefðu úrslitaáhrif á skilvirkni veiðiaðferðarinnar og þá liðu að minnst tíu mínútur upp í allt að 22 mínútur á milli skota. BÍ: Álitamál hvort lög um velferð dýra nái yfir hvali „Fagráðið er sammála um að mörg þeirra ófrávíkjanlegu skilyrða sem þarf að uppfylla við skotveiðar á villtum spendýrum, er ekki hægt að viðhafa við veiðar á stórhvelum,“ segir í álitinu. Þar sé meðal annars byggt á því að ekki sé hægt að ákvarða kyn hvala frá skipunum né sjá hvort hvalkýr eru kefldar eða mjólkandi, lífslíkur móðurlausra kálfa séu hverfandi, veiðarnar séu ómögulegar án þess að dýrunum sé fylgt eftir um tíma sem valdi þeim streitu og ótta, og aflífun sé ekki möguleg á skjótan og sársaukalausan hátt. Fagráðið fór yfir svör Hvals ehf. við eftirlitsskýrslu MAST en telur tillögur fyrirtækisins um nýja tækni við veiðarnar ekki raunhæfar. Notkun rafmagns við aflífun sé til að mynda ekki leið sem tryggi öruggan og skjótan dauðdaga. Þá byggi upplýsingar þess efnis að hægt sé að tryggja að það dauðastríð sem sást á veiðunum 2022 eigi sér ekki stað á veiðum á hrefnum, sem séu allt að tífalt minni en langreyðar. Vandséð sé að betur megi standa að veiðunum. Með álitinu fylgir bókun frá fulltrúa Bændasamtaka Íslands, sem segist sammála því að núverandi aðferðir við hvalveiðar séu ósamrýmanlegar lögum um velferð dýra. Hins vegar séu samtökin ekki að taka afstöðu til hvalveiða og þau telji mikilvægt að standa vörð um sjálfbæra nýtingu auðlinda til matvælaframleiðslu. Fulltrúi BÍ „setur þann áskilnað við málið að um hvalveiðar gildi sérlög og því lögfræðilegt álitamál hvort að gildissvið laga um velferð dýra hafi verið ætlað að ná yfir hvali“.
Sjávarútvegur Hvalveiðar Hvalir Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Sjá meira