Ætluðu sér að myrða njósnara í Miami Samúel Karl Ólason skrifar 19. júní 2023 13:01 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er mjög í nöp við rússneska svikara og hefur reynt að láta ráða nokkra þeirra af dögum. AP/Evgeny Biyatov Rússneskir útsendarar ætluðu árið 2020 að ráða rússneskum manni bana í Miamiborg í Bandaríkjunum. Banatilræðið gekk ekki eftir en leiddi til þess að Bandaríkjamenn vísuðu rússneskum erindrekum og njósnurum úr landi. Í frétt New York Times segir að skotmark Rússa hafi verið fyrrverandi njósnari í Rússlandi, sem veitti Bandaríkjamönnum upplýsingar um fjölmarga rússneska njósnara í Bandaríkjunum. Aleksandr Poteyev, starfaði á árum áður í Leyniþjónustu Rússlands. Hann snerist þó á band Bandaríkjamanna og veitti yfirvöldum vestanhafs upplýsingar um hópa leynilegra njósnara. Árið 2010 voru ellefu rússneskir njósnarar sem höfðu komið sér fyrir á austurströnd Bandaríkjanna handteknir af Alríkislögreglunni (FBI). Umræddir njósnarar lifðu undir dulnefnum og unnu hefðbundin störf. Markmið þeirra var að afla upplýsinga og útsendara fyrir SVR, leyniþjónustu Rússlands sem starfar erlendis. Sendir til Rússlands fyrir Sergei Skripal Eins og fram kemur í frétt NYT voru tíu af þessum njósnurum sendir aftur til Rússlands í skiptum fyrir fjóra sem voru fangar þar. Þeirra á meðal var Sergei Skripal, fyrrverandi ofursti í leyniþjónustu rússneska hersins (GRU). Hann byrjaði árið 1996 að veita Bretum upplýsingar um rússneska njósnastarfsemi GRU en þá starfaði hann í sendiráði Rússa í Madríd. Hann hélt áfram að veita Bretum upplýsingar eftir að hann flutti aftur til Moskvu en hitti aldrei útsendara Breta. Þess í stað skrifaði hann upplýsingarnar í bækur með ósýnilegu bleki. Eiginkona hans, sem ferðaðist ítrekað til Spánar, tók bækurnar með sér og afhenti þær til Breta. Hann var handtekinn árið 2004 eftir að Rússar höfðu snúið starfsmanni leyniþjónustu Spánar sem lak upplýsingum um svik Skripal til Moskvu. Eins og frægt er reyndu rússneskir útsendarar að myrða hann með taugaeitrinu Novichok í Salisbury í Englandi í mars 2018. „Rauðu línurnar eru horfnar hjá Pútín,“ segir Marc Polymeroploulus, sem leiddi á árum áður starfsemi Leyniþjónustu Bandaríkjanna í Evrópu og í Rússlandi. „Hann vill sjá alla þessa menn dauða.“ Notaði eigin nafn Poteyev var ekki handtekinn eftir að upp um hann komst, heldur tókst honum að flýja til Bandaríkjanna árið 2008. Leyniþjónusta Bandaríkjanna kom honum í felur með nýju nafni. Árið 2011 var hann dæmdur til fangelsis í Rússlandi. Í frétt NYT segir að fjallað sé um banatilræðið gegn Poteyev í nýrri bók sem gefin verður út í lok mánaðarins. Blaðamenn miðilsins hafa staðfest frásögn bókarinnar. Rússar sendu útsendara til Bandaríkjanna til að leita Poteyev en árið 2016 sögðu rússneskir miðlar að hann væri dáinn. Heimildarmenn NYT segja að þar hafi mögulega verið um ráðabrugg að ráða þar sem markmiðið var að fá Poteyev úr felum. Árið 2016 bjó Poteyev í Miami í Flórída en það ár skráði hann sig sem Repúblikana og sótt um veiðileyfi, undir eigin nafni. Síðar, árið 2018 var fjallað um hann í héraðsmiðlum. Sendu vísindamann frá Mexíkó Til að afla frekari upplýsinga notuðu Rússar vísindamann frá Mexíkó. Sá er sagður heita Hector Alejandro Cabrera Fuentes en hann átti tvær eiginkonu á þessum tíma. Eina í Mexíkó og eina rússneska sem bjó í Þýskalandi. Yfirvöld í Rússlandi meinuðu rússnesku eiginkonunni og tveimur dætrum hennar að fara frá Rússlandi, nema hann aðstoðaði Rússa. Honum var gert að finna bíl Poteyev, skrifa niður númer hans og hvar hann væri iðulega geymdur. Fuentes klúðraði því þó og var handtekinn. Við yfirheyrslu sagði hann frá því að Rússar hefðu fengið hann til að afla upplýsinga en hann vissi ekki um hvern. Yfirvöld Í Bandaríkjunum brugðust við með því að vísa úr landi tíu erindrekum sem taldir voru vera njósnarar og þar á meðal sá sem talinn var vera yfir starfsemi SVR í Bandaríkjunum. Rússar gerðu það sama við njósnara Bandaríkjanna í Rússlandi. Rússland Bandaríkin Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Í frétt New York Times segir að skotmark Rússa hafi verið fyrrverandi njósnari í Rússlandi, sem veitti Bandaríkjamönnum upplýsingar um fjölmarga rússneska njósnara í Bandaríkjunum. Aleksandr Poteyev, starfaði á árum áður í Leyniþjónustu Rússlands. Hann snerist þó á band Bandaríkjamanna og veitti yfirvöldum vestanhafs upplýsingar um hópa leynilegra njósnara. Árið 2010 voru ellefu rússneskir njósnarar sem höfðu komið sér fyrir á austurströnd Bandaríkjanna handteknir af Alríkislögreglunni (FBI). Umræddir njósnarar lifðu undir dulnefnum og unnu hefðbundin störf. Markmið þeirra var að afla upplýsinga og útsendara fyrir SVR, leyniþjónustu Rússlands sem starfar erlendis. Sendir til Rússlands fyrir Sergei Skripal Eins og fram kemur í frétt NYT voru tíu af þessum njósnurum sendir aftur til Rússlands í skiptum fyrir fjóra sem voru fangar þar. Þeirra á meðal var Sergei Skripal, fyrrverandi ofursti í leyniþjónustu rússneska hersins (GRU). Hann byrjaði árið 1996 að veita Bretum upplýsingar um rússneska njósnastarfsemi GRU en þá starfaði hann í sendiráði Rússa í Madríd. Hann hélt áfram að veita Bretum upplýsingar eftir að hann flutti aftur til Moskvu en hitti aldrei útsendara Breta. Þess í stað skrifaði hann upplýsingarnar í bækur með ósýnilegu bleki. Eiginkona hans, sem ferðaðist ítrekað til Spánar, tók bækurnar með sér og afhenti þær til Breta. Hann var handtekinn árið 2004 eftir að Rússar höfðu snúið starfsmanni leyniþjónustu Spánar sem lak upplýsingum um svik Skripal til Moskvu. Eins og frægt er reyndu rússneskir útsendarar að myrða hann með taugaeitrinu Novichok í Salisbury í Englandi í mars 2018. „Rauðu línurnar eru horfnar hjá Pútín,“ segir Marc Polymeroploulus, sem leiddi á árum áður starfsemi Leyniþjónustu Bandaríkjanna í Evrópu og í Rússlandi. „Hann vill sjá alla þessa menn dauða.“ Notaði eigin nafn Poteyev var ekki handtekinn eftir að upp um hann komst, heldur tókst honum að flýja til Bandaríkjanna árið 2008. Leyniþjónusta Bandaríkjanna kom honum í felur með nýju nafni. Árið 2011 var hann dæmdur til fangelsis í Rússlandi. Í frétt NYT segir að fjallað sé um banatilræðið gegn Poteyev í nýrri bók sem gefin verður út í lok mánaðarins. Blaðamenn miðilsins hafa staðfest frásögn bókarinnar. Rússar sendu útsendara til Bandaríkjanna til að leita Poteyev en árið 2016 sögðu rússneskir miðlar að hann væri dáinn. Heimildarmenn NYT segja að þar hafi mögulega verið um ráðabrugg að ráða þar sem markmiðið var að fá Poteyev úr felum. Árið 2016 bjó Poteyev í Miami í Flórída en það ár skráði hann sig sem Repúblikana og sótt um veiðileyfi, undir eigin nafni. Síðar, árið 2018 var fjallað um hann í héraðsmiðlum. Sendu vísindamann frá Mexíkó Til að afla frekari upplýsinga notuðu Rússar vísindamann frá Mexíkó. Sá er sagður heita Hector Alejandro Cabrera Fuentes en hann átti tvær eiginkonu á þessum tíma. Eina í Mexíkó og eina rússneska sem bjó í Þýskalandi. Yfirvöld í Rússlandi meinuðu rússnesku eiginkonunni og tveimur dætrum hennar að fara frá Rússlandi, nema hann aðstoðaði Rússa. Honum var gert að finna bíl Poteyev, skrifa niður númer hans og hvar hann væri iðulega geymdur. Fuentes klúðraði því þó og var handtekinn. Við yfirheyrslu sagði hann frá því að Rússar hefðu fengið hann til að afla upplýsinga en hann vissi ekki um hvern. Yfirvöld Í Bandaríkjunum brugðust við með því að vísa úr landi tíu erindrekum sem taldir voru vera njósnarar og þar á meðal sá sem talinn var vera yfir starfsemi SVR í Bandaríkjunum. Rússar gerðu það sama við njósnara Bandaríkjanna í Rússlandi.
Rússland Bandaríkin Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira