„Þetta eru bestu mögulegu fréttir sem við gátum fengið“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 21. júní 2023 12:49 Zak, til vinstri á myndinni, vill ekki koma fram undir fullu nafni eða að birt sé mynd af honum í íslenskum fjölmiðlum, af ótta við rússnesk stjórnvöld. Systir hans Daria, í miðju, býr hér á landi með kærasta hennar Goða, til hægri. aðsend Zak, hælisleitandi af mongólskum uppruna sem er með rússneskt ríkisfang, og sendur var úr landi í lögreglufylgd til Spánar í gær er nú á leið til Georgíu til að hefja nýtt líf. Kona sem tengist honum fjölskylduböndum segir þungu fargi létt af fjölskyldunni. Nú skömmu fyrir hádegi fékk fjölskylda Zak gleðitíðindi að sögn Hildar Blöndals Sveinsdóttur en tengdadóttir hennar er systir Zak. „Við vorum að fá þær stórkostlegu fréttir að hann var að komast í gegnum vegabréfaskoðun á Spáni og hann er leið til Georgíu,“ segir Hildur með grátstafinn í kverkunum. „Þetta er búið að vera svo mikill tilfinningarússíbani,“ segir hún og bætir við að þetta hafi verið bestu mögulegu fréttir sem þau hafi getað fengið. Greint hefur verið frá máli Zak undanfarna daga. Honum var neitað um alþjóðlega vernd hér á landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og aftur eftir efnislega meðferð. Hann kom til Íslands eftir að hafa verið á flótta undan herkvaðningu í heimalandi sínu, Rússlandi.Eftir að Útlendingastofnun hafnaði Zak um vernd vildi hann komast til Georgíu þar sem kærasta hans er nú búsett en fékk ekki vegabréf sitt afhent af íslenskum yfirvöldum. Í gær var Zak sendur úr landi í lögreglufylgd til Spánar og óttaðist fjölskylda hans hér á landi það versta við komuna til Spánar, að hann yrði sendur til Rússlands.Hildur segir Zak hafa verið gríðarlega stressaðan í morgun enda hafi hann ekki vitað hvað biði sín. Þungu fargi sé nú létt af fjölskyldunni, þau muni þó ekki fagna endanlega fyrr en þau fá mynd af Zak á flugvellinum í Georgíu ásamt kærustu sinni. Hælisleitendur Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Verður sendur úr landi á morgun og óttast að verða fallbyssufóður Hælisleitandi, af mongólskum uppruna og með rússneskt ríkisfang, óttast það að verða fallbyssufóður í innrásarstríði Rússa þar sem hann verður að óbreyttu sendur úr landi með lögreglufylgd á morgun. Hann vill hefja nýtt líf í Georgíu, þar sem kærasta hans er nú búsett, en fær vegabréf sitt ekki afhent frá Útlendingastofnun og eru örlög hans því í höndum spænskra yfirvalda, þar sem hann hafði fengið spænska vegabréfsáritun inn á Schengensvæðið. 19. júní 2023 07:00 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Nú skömmu fyrir hádegi fékk fjölskylda Zak gleðitíðindi að sögn Hildar Blöndals Sveinsdóttur en tengdadóttir hennar er systir Zak. „Við vorum að fá þær stórkostlegu fréttir að hann var að komast í gegnum vegabréfaskoðun á Spáni og hann er leið til Georgíu,“ segir Hildur með grátstafinn í kverkunum. „Þetta er búið að vera svo mikill tilfinningarússíbani,“ segir hún og bætir við að þetta hafi verið bestu mögulegu fréttir sem þau hafi getað fengið. Greint hefur verið frá máli Zak undanfarna daga. Honum var neitað um alþjóðlega vernd hér á landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og aftur eftir efnislega meðferð. Hann kom til Íslands eftir að hafa verið á flótta undan herkvaðningu í heimalandi sínu, Rússlandi.Eftir að Útlendingastofnun hafnaði Zak um vernd vildi hann komast til Georgíu þar sem kærasta hans er nú búsett en fékk ekki vegabréf sitt afhent af íslenskum yfirvöldum. Í gær var Zak sendur úr landi í lögreglufylgd til Spánar og óttaðist fjölskylda hans hér á landi það versta við komuna til Spánar, að hann yrði sendur til Rússlands.Hildur segir Zak hafa verið gríðarlega stressaðan í morgun enda hafi hann ekki vitað hvað biði sín. Þungu fargi sé nú létt af fjölskyldunni, þau muni þó ekki fagna endanlega fyrr en þau fá mynd af Zak á flugvellinum í Georgíu ásamt kærustu sinni.
Hælisleitendur Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Verður sendur úr landi á morgun og óttast að verða fallbyssufóður Hælisleitandi, af mongólskum uppruna og með rússneskt ríkisfang, óttast það að verða fallbyssufóður í innrásarstríði Rússa þar sem hann verður að óbreyttu sendur úr landi með lögreglufylgd á morgun. Hann vill hefja nýtt líf í Georgíu, þar sem kærasta hans er nú búsett, en fær vegabréf sitt ekki afhent frá Útlendingastofnun og eru örlög hans því í höndum spænskra yfirvalda, þar sem hann hafði fengið spænska vegabréfsáritun inn á Schengensvæðið. 19. júní 2023 07:00 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Verður sendur úr landi á morgun og óttast að verða fallbyssufóður Hælisleitandi, af mongólskum uppruna og með rússneskt ríkisfang, óttast það að verða fallbyssufóður í innrásarstríði Rússa þar sem hann verður að óbreyttu sendur úr landi með lögreglufylgd á morgun. Hann vill hefja nýtt líf í Georgíu, þar sem kærasta hans er nú búsett, en fær vegabréf sitt ekki afhent frá Útlendingastofnun og eru örlög hans því í höndum spænskra yfirvalda, þar sem hann hafði fengið spænska vegabréfsáritun inn á Schengensvæðið. 19. júní 2023 07:00