Schäfer-ræktunar mæðgur reyna aftur að hnekkja úrskurði siðanefndar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. júní 2023 12:41 Mikill hiti hefur verið í málinu og hvöss orð látin falla. EPA Mál mæðgnanna í Schäfer-hunda ræktuninni Gjósku gegn Hundaræktunarfélagi Íslands (HRFÍ) er enn á ný komið til héraðsdóms. Krefjast þær að úrskurði um fimmtán ára bann verði hnekkt. Máli Örnu Rúnarsdóttur og Rúnu Helgadóttur gegn HRFÍ hefur í tvígang verið vísað frá héraðsdómi áður. Auður Björg Jónsdóttir, nýr lögmaður mæðgnanna, segir helstu breytinguna lúta að aðild málsins. Áður hafði stjórnarmönnum HRFÍ verið stefnt en félaginu til vara en nú er aðeins félaginu stefnt. „Málið snýst eftir sem áður um þennan úrskurð siðanefndar HRFÍ. Þar sem mæðgunum var vísað úr félaginu í fimmtán ár,“ segir Auður. Ærumeiðingar og kosningasvindl Úrskurðurinn sem Auður nefnir féll þann 25. janúar árið 2022 og laut að sex meintum brotum. Þau voru eftirfarandi: 1. Að hafa vísvitandi skráð ranga ræktunartík á allt að þrjú pörunarvottorð við ættbókarskráningu. 2. Að mæta ekki með hunda í lífssýnatöku til sönnunar á ætterni. 3. Að neita að svara fyrirspurnum framkvæmdastjóra HRFÍ. 4. Að hafa beitt fölsun og kosningasvindli í Schäfer-deild HRFÍ með því að tilkynna eigendaskipti á dauðri tík. 5. Að hafa uppi meiðyrði gagnvart framkvæmdastjóra HRFÍ í tölvupósti. 6. Að hafa ætlað að para undaneldishund við tík sem ekki var ættbókarfærð hjá HRFÍ. Voru mæðgurnar áminntar, vísað úr HRFÍ í fimmtán ár, útilokaðar frá öllu starfi og rétti til að fá ættbókarskírteini og sviptar ræktunarnafninu Gjósku. Mæðgurnar gáfu út yfirlýsingu á sínum tíma þar sem ásökununum var hafnað. Allt hafi verið fært rétt til bókar og breyting á DNA í einu goti sé eðlileg þróun tegundar. Var nefndin sökuð um hroka, yfirgang og dónaskap. „Þessi málsmeðferð er þeim til ævarandi skammar og geri þetta félag óaðlaðandi kost fyrir hundaeigendur,“ sagði í yfirlýsingunni. Mikill hiti í málinu Hitinn var ekki minni þegar málið var komið inn á borð Héraðsdóms Reykjavíkur eins og Fréttablaðið greindi frá á sínum tíma. Í meðferð frávísunarmáls í október síðastliðnum fóru hvöss ummæli á milli lögmanna. Sagði Jón Egilsson, þáverandi lögmaður mæðgnanna, Örnu gæti ekki stundað atvinnu sína í dag því ræktendur þyrftu að vera meðlimir í HRFÍ til að geta tekið þátt í sýningum. Bæði æran og fjármunir væru undir í málinu. Jónas Friðrik segir að HRFÍ geri ekki frávísunarkröfu í þetta skiptið.Vísir/Vilhelm „Stefndu fóru í fjölmiðla og sögðu mæðgurnar mestu svindlara í hundarækt á Íslandi,“ sagði Jón. Ástæðan fyrir málinu öllu væri að mæðgurnar hefðu „komist upp á kant við liðið“ eftir að þær hefðu fundið að því að ræktendur tengdir stjórninni væru að klippa rófur af hundum til fegrunar. „Fullyrðingar, fullyrðingar og fullyrðingar en engin gögn sem styðja þær,“ sagði Jónas Friðrik Jónsson, lögmaður HRFÍ sem sagði slíka ágalla á málatilbúnaðinum að það væri ódómtækt. Á það féllst héraðsdómur í úrskurði í nóvember. Engar bótakröfur Jónas segir nú að ekki sé gerð frávísunarkrafa í málinu. „Málatilbúnaðurinn er ekki stórgallaður eins og áður,“ segir hann. Hann segir að HRFÍ krefjist sýknu í málinu. Auður segir mæðgurnar vilja komast aftur inn í félagið en engar bótakröfur séu gerðar í málinu.Vísir/Sigurjón Á morgun fer fram þinghald í málinu þar sem tekist verður um hvort taka megi skýrslu af ákveðnum vitnum. Þá verður einnig fundinn tími fyrir aðalmeðferð. „Krafan er sú að þessi úrskurður verði ógildur,“ segir Auður. „En til vara að þessi viðurlög verði milduð því þau eru í engu samræmi við það sem verið hefur.“ Ekki eru gerðar neinar bótakröfur í málinu. Dýr Dómsmál Hundar Tengdar fréttir Mæðgum vísað úr Hundaræktarfélaginu í fimmtán ár Mæðgum, sem ræktað hafa Schäferhunda um árabil, hefur verið vísað úr Hundaræktarfélagi Íslands í fimmtán ár meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. Þær hafa sömuleiðis verið sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni þeirra. 29. janúar 2022 14:19 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Máli Örnu Rúnarsdóttur og Rúnu Helgadóttur gegn HRFÍ hefur í tvígang verið vísað frá héraðsdómi áður. Auður Björg Jónsdóttir, nýr lögmaður mæðgnanna, segir helstu breytinguna lúta að aðild málsins. Áður hafði stjórnarmönnum HRFÍ verið stefnt en félaginu til vara en nú er aðeins félaginu stefnt. „Málið snýst eftir sem áður um þennan úrskurð siðanefndar HRFÍ. Þar sem mæðgunum var vísað úr félaginu í fimmtán ár,“ segir Auður. Ærumeiðingar og kosningasvindl Úrskurðurinn sem Auður nefnir féll þann 25. janúar árið 2022 og laut að sex meintum brotum. Þau voru eftirfarandi: 1. Að hafa vísvitandi skráð ranga ræktunartík á allt að þrjú pörunarvottorð við ættbókarskráningu. 2. Að mæta ekki með hunda í lífssýnatöku til sönnunar á ætterni. 3. Að neita að svara fyrirspurnum framkvæmdastjóra HRFÍ. 4. Að hafa beitt fölsun og kosningasvindli í Schäfer-deild HRFÍ með því að tilkynna eigendaskipti á dauðri tík. 5. Að hafa uppi meiðyrði gagnvart framkvæmdastjóra HRFÍ í tölvupósti. 6. Að hafa ætlað að para undaneldishund við tík sem ekki var ættbókarfærð hjá HRFÍ. Voru mæðgurnar áminntar, vísað úr HRFÍ í fimmtán ár, útilokaðar frá öllu starfi og rétti til að fá ættbókarskírteini og sviptar ræktunarnafninu Gjósku. Mæðgurnar gáfu út yfirlýsingu á sínum tíma þar sem ásökununum var hafnað. Allt hafi verið fært rétt til bókar og breyting á DNA í einu goti sé eðlileg þróun tegundar. Var nefndin sökuð um hroka, yfirgang og dónaskap. „Þessi málsmeðferð er þeim til ævarandi skammar og geri þetta félag óaðlaðandi kost fyrir hundaeigendur,“ sagði í yfirlýsingunni. Mikill hiti í málinu Hitinn var ekki minni þegar málið var komið inn á borð Héraðsdóms Reykjavíkur eins og Fréttablaðið greindi frá á sínum tíma. Í meðferð frávísunarmáls í október síðastliðnum fóru hvöss ummæli á milli lögmanna. Sagði Jón Egilsson, þáverandi lögmaður mæðgnanna, Örnu gæti ekki stundað atvinnu sína í dag því ræktendur þyrftu að vera meðlimir í HRFÍ til að geta tekið þátt í sýningum. Bæði æran og fjármunir væru undir í málinu. Jónas Friðrik segir að HRFÍ geri ekki frávísunarkröfu í þetta skiptið.Vísir/Vilhelm „Stefndu fóru í fjölmiðla og sögðu mæðgurnar mestu svindlara í hundarækt á Íslandi,“ sagði Jón. Ástæðan fyrir málinu öllu væri að mæðgurnar hefðu „komist upp á kant við liðið“ eftir að þær hefðu fundið að því að ræktendur tengdir stjórninni væru að klippa rófur af hundum til fegrunar. „Fullyrðingar, fullyrðingar og fullyrðingar en engin gögn sem styðja þær,“ sagði Jónas Friðrik Jónsson, lögmaður HRFÍ sem sagði slíka ágalla á málatilbúnaðinum að það væri ódómtækt. Á það féllst héraðsdómur í úrskurði í nóvember. Engar bótakröfur Jónas segir nú að ekki sé gerð frávísunarkrafa í málinu. „Málatilbúnaðurinn er ekki stórgallaður eins og áður,“ segir hann. Hann segir að HRFÍ krefjist sýknu í málinu. Auður segir mæðgurnar vilja komast aftur inn í félagið en engar bótakröfur séu gerðar í málinu.Vísir/Sigurjón Á morgun fer fram þinghald í málinu þar sem tekist verður um hvort taka megi skýrslu af ákveðnum vitnum. Þá verður einnig fundinn tími fyrir aðalmeðferð. „Krafan er sú að þessi úrskurður verði ógildur,“ segir Auður. „En til vara að þessi viðurlög verði milduð því þau eru í engu samræmi við það sem verið hefur.“ Ekki eru gerðar neinar bótakröfur í málinu.
Dýr Dómsmál Hundar Tengdar fréttir Mæðgum vísað úr Hundaræktarfélaginu í fimmtán ár Mæðgum, sem ræktað hafa Schäferhunda um árabil, hefur verið vísað úr Hundaræktarfélagi Íslands í fimmtán ár meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. Þær hafa sömuleiðis verið sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni þeirra. 29. janúar 2022 14:19 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Mæðgum vísað úr Hundaræktarfélaginu í fimmtán ár Mæðgum, sem ræktað hafa Schäferhunda um árabil, hefur verið vísað úr Hundaræktarfélagi Íslands í fimmtán ár meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. Þær hafa sömuleiðis verið sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni þeirra. 29. janúar 2022 14:19