Starfshópur Svandísar vill herða reglur vegna eldisfiskastroks Jakob Bjarnar skrifar 23. júní 2023 12:31 Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mæðist í mörgu um þessar mundir. Starfshópur hennar hefur nú skilað skýrslu um strok eldislaxa. Jón Kaldal segir að betur megi ef duga skal; ef fram fer sem horfir verði íslenskum laxastofnum útrýmt sökum erfðalöndunar. vísir/vilhelm Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir fyrirsjáanlega draumóra gæta í nýrri skýrslu um strok eldislaxa; að tæknin komi einhvern veginn til bjargar greininni. En betur má ef duga skal. Starfshópur um strok eldislaxa sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra skipaði í október hefur nú skilað tillögum sínum sem finna má í skýrslu hópsins sem birt hefur verið á vef matvælaráðuneytisins. Tillögurnar eru í 24 liðum og er þeim ætlað að minnka líkur á stroki. Mælt er með auknu eftirliti og að kröfur um eldisferlið verði hertar. Þá leggur starfshópurinn jafnframt til aukna vöktun í ám þar sem strok hefur átt sér stað ásamt auknum heimildum til sýnatöku og greininga. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, hefur lesið skýrsluna og segir hana að mörgu leyti fyrirsjáanlega. Jón Kaldal segir að í núgildandi lög um sjókvíaeldi þá vanti algerlega vernd fyrir villta laxastofna sem ekki eiga heimkynni í skilgreindum veiðiám. Og að það sé hneisa.vísir/vilhelm „Lengi verið draumur þeirra sem eru í þessum iðnaði og svo stjórnvalda að það sé hægt að leysa vanda starfseminnar með tækninni. En tæknin sem notuð er í dag, opnir netapokar, er í eðli sínu þannig að það er ekki hægt að koma í veg fyrir að netin rofni. Það er bara spurning hvenær en ekki hvort.“ Miklu meira strok en menn vilji vita af Spurður hvort skilja megi orð hans svo að skýrsla starfshópsins sé þá ekki uppá marga fiska segir Jón það mjög jákvætt að eftirlit sé hert, sett reglugerð um stærri seyði, og viðurlög hert. „Allt er þetta jákvætt en það eina sem dugir að mati okkar hjá íslenska náttúruverndarsjóðnum er að starfseminni í þessari mynd verði hætt. Það verði gert með því að hætta útgáfu nýrra leyfa og setja inn sólarlagsákvæði um gildandi leyfi.“ Þá þannig að starfseminni verði hætt í áföngum. Jón vill ekki svara spurningu um hvort meta megi skýrsluna sem lið í undanbrögðum stjórnvalda sem vilji ekki setja þessari atvinnustarfsemi úti á landi stólinn fyrir dyrnar. „Tjahhh, það er þessi draumur um tæknina. Sko, ef við setjum þetta í samhengi er Arnarlax núna með 120 milljóna króna sekt á sér vegna þess að fyrirtækið gat ekki gert grein fyrir afdrifum rúmlega 80 þúsund eldislaxa,“ segir Jón og hefur þetta sem dæmi um að engin leið sé að henda reiður á stroki eldislaxa. Ljósmynd úr dróna frá laxeldi í Patreksfirði. Jón Kaldal fagnar því að lagt sé til hertara eftirlit, aukin viðlög við brotum og meiri vöktun. En hann segir að ef við viljum vernda íslenska villta laxastofninn, þá verði að hætta eldi í sjó með pokum sem hljóta að rofna.vísir/einar „Arnarlax missti þetta úr einni sjókví fyrir vestan. Í þeirri sjókví átti að hafa verið fylgst með löxunum með myndavélum. Þrátt fyrir þetta áttaði fyrirtækið sig ekki á því hversu margir laxar hefðu sloppið fyrr en mörgum mörgum mánuðum eftir atburðinn.“ Ekki náttúruverndarlög heldur hlunnindadrifin löggjöf Jón segir þannig að í skýrsluna og í allt lagaverkið vandi vernd fyrir villtan lax sem ekki á heimkynni í skilgreindum veiðiám. Jón telur það hreinlega vera svo að þeir sem sitji á löggjafarþinginu skorti skilning á þessum mikilvæga þætti. Hann tali fyrir náttúruvernd, ekki rétti veiðileyfahafa sem sé annað. „Þetta er hlunnindadrifin löggjöf. Ástæðan er sú að í samráði stjórnvalda hefur fyrst og fremst og eingöngu verið rætt við veiðirétthafa. En horft fram hjá sjálfstæðum tilverurétti villtra laxa í ám sem ekki eru skilgreindar veiðiár. Þetta eru ekki náttúruverndarlög heldur lög til að vernda veiðirétthafa.“ Jón telur þetta einn megin veikleika núgildandi laga. Og hann sé ekki einn um að hafa bent á þennan ágalla, reynt hafi á sínum tíma að koma þeim punkti að í skrýslu óvilhallrar nefndar sem Kristján Þór Júlíusson fyrrverandi sjávarútvegsráðherra skipaði á sínum tíma. En það álit fór milli skips og bryggju vegna Covid-faraldursins. Eins og sjá má á þessu korti sem finna má í skýrslu starfshóps um strok eldisfiska eru aðeins tveir punktar á Vestfjarðarkjálkanum þar sem vöktun fer fram. Árnar þar sem lax er að finna eru hins vegar miklu fleiri. Á þessu korti, sem einnig er að finna í skýrslu starfshópsins, má sjá að sýnatökur eru allar á suðurfjörðum Vestfjarða. Jón telur að þarna megi bæta um betur. Telur víst að eldið útrými villtum laxastofnum Jón segir að það sé sem margir virðist ekki skilja að laxastofnar eru ekki einungis í ám þar sem seld eru veiðileyfi. Þær eru miklu fleiri, sumar stuttar og því ekki nein veiðifélög um veiði þar. En þar hafi þó veiðar verið stundaðar árum saman. „Allt ár sem eru með litla laxastofna sem hafa verið þarna í tíu þúsund ár að aðlagast aðstæðum, löngu áður en við komum til Íslands. Vísindamenn telja að þetta séu oft stofnar sem eru sérstakir fyrir fjörð og flakka á milli þessara litlu vatnsafla.“ Og Jón er afdráttarlaus í tali og dregur upp dökka mynd: „Eins og sjókvíaeldið er núna þá er algerlega hundrað prósent víst að það mun eyðileggja þessa villtu stofna á nokkrum áratugum. Þessa vernd vantar í núverandi lög. Það er ekkert til í núverandi lögum sem er hneisa.“ Ljóst er að Jón telur pólitíkusa eiga nokkuð í land ef þeir eigi að rísa undir nafni sem náttúruverndarsinnar. Sjókvíaeldi Umhverfismál Fiskeldi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Starfshópur um strok eldislaxa sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra skipaði í október hefur nú skilað tillögum sínum sem finna má í skýrslu hópsins sem birt hefur verið á vef matvælaráðuneytisins. Tillögurnar eru í 24 liðum og er þeim ætlað að minnka líkur á stroki. Mælt er með auknu eftirliti og að kröfur um eldisferlið verði hertar. Þá leggur starfshópurinn jafnframt til aukna vöktun í ám þar sem strok hefur átt sér stað ásamt auknum heimildum til sýnatöku og greininga. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, hefur lesið skýrsluna og segir hana að mörgu leyti fyrirsjáanlega. Jón Kaldal segir að í núgildandi lög um sjókvíaeldi þá vanti algerlega vernd fyrir villta laxastofna sem ekki eiga heimkynni í skilgreindum veiðiám. Og að það sé hneisa.vísir/vilhelm „Lengi verið draumur þeirra sem eru í þessum iðnaði og svo stjórnvalda að það sé hægt að leysa vanda starfseminnar með tækninni. En tæknin sem notuð er í dag, opnir netapokar, er í eðli sínu þannig að það er ekki hægt að koma í veg fyrir að netin rofni. Það er bara spurning hvenær en ekki hvort.“ Miklu meira strok en menn vilji vita af Spurður hvort skilja megi orð hans svo að skýrsla starfshópsins sé þá ekki uppá marga fiska segir Jón það mjög jákvætt að eftirlit sé hert, sett reglugerð um stærri seyði, og viðurlög hert. „Allt er þetta jákvætt en það eina sem dugir að mati okkar hjá íslenska náttúruverndarsjóðnum er að starfseminni í þessari mynd verði hætt. Það verði gert með því að hætta útgáfu nýrra leyfa og setja inn sólarlagsákvæði um gildandi leyfi.“ Þá þannig að starfseminni verði hætt í áföngum. Jón vill ekki svara spurningu um hvort meta megi skýrsluna sem lið í undanbrögðum stjórnvalda sem vilji ekki setja þessari atvinnustarfsemi úti á landi stólinn fyrir dyrnar. „Tjahhh, það er þessi draumur um tæknina. Sko, ef við setjum þetta í samhengi er Arnarlax núna með 120 milljóna króna sekt á sér vegna þess að fyrirtækið gat ekki gert grein fyrir afdrifum rúmlega 80 þúsund eldislaxa,“ segir Jón og hefur þetta sem dæmi um að engin leið sé að henda reiður á stroki eldislaxa. Ljósmynd úr dróna frá laxeldi í Patreksfirði. Jón Kaldal fagnar því að lagt sé til hertara eftirlit, aukin viðlög við brotum og meiri vöktun. En hann segir að ef við viljum vernda íslenska villta laxastofninn, þá verði að hætta eldi í sjó með pokum sem hljóta að rofna.vísir/einar „Arnarlax missti þetta úr einni sjókví fyrir vestan. Í þeirri sjókví átti að hafa verið fylgst með löxunum með myndavélum. Þrátt fyrir þetta áttaði fyrirtækið sig ekki á því hversu margir laxar hefðu sloppið fyrr en mörgum mörgum mánuðum eftir atburðinn.“ Ekki náttúruverndarlög heldur hlunnindadrifin löggjöf Jón segir þannig að í skýrsluna og í allt lagaverkið vandi vernd fyrir villtan lax sem ekki á heimkynni í skilgreindum veiðiám. Jón telur það hreinlega vera svo að þeir sem sitji á löggjafarþinginu skorti skilning á þessum mikilvæga þætti. Hann tali fyrir náttúruvernd, ekki rétti veiðileyfahafa sem sé annað. „Þetta er hlunnindadrifin löggjöf. Ástæðan er sú að í samráði stjórnvalda hefur fyrst og fremst og eingöngu verið rætt við veiðirétthafa. En horft fram hjá sjálfstæðum tilverurétti villtra laxa í ám sem ekki eru skilgreindar veiðiár. Þetta eru ekki náttúruverndarlög heldur lög til að vernda veiðirétthafa.“ Jón telur þetta einn megin veikleika núgildandi laga. Og hann sé ekki einn um að hafa bent á þennan ágalla, reynt hafi á sínum tíma að koma þeim punkti að í skrýslu óvilhallrar nefndar sem Kristján Þór Júlíusson fyrrverandi sjávarútvegsráðherra skipaði á sínum tíma. En það álit fór milli skips og bryggju vegna Covid-faraldursins. Eins og sjá má á þessu korti sem finna má í skýrslu starfshóps um strok eldisfiska eru aðeins tveir punktar á Vestfjarðarkjálkanum þar sem vöktun fer fram. Árnar þar sem lax er að finna eru hins vegar miklu fleiri. Á þessu korti, sem einnig er að finna í skýrslu starfshópsins, má sjá að sýnatökur eru allar á suðurfjörðum Vestfjarða. Jón telur að þarna megi bæta um betur. Telur víst að eldið útrými villtum laxastofnum Jón segir að það sé sem margir virðist ekki skilja að laxastofnar eru ekki einungis í ám þar sem seld eru veiðileyfi. Þær eru miklu fleiri, sumar stuttar og því ekki nein veiðifélög um veiði þar. En þar hafi þó veiðar verið stundaðar árum saman. „Allt ár sem eru með litla laxastofna sem hafa verið þarna í tíu þúsund ár að aðlagast aðstæðum, löngu áður en við komum til Íslands. Vísindamenn telja að þetta séu oft stofnar sem eru sérstakir fyrir fjörð og flakka á milli þessara litlu vatnsafla.“ Og Jón er afdráttarlaus í tali og dregur upp dökka mynd: „Eins og sjókvíaeldið er núna þá er algerlega hundrað prósent víst að það mun eyðileggja þessa villtu stofna á nokkrum áratugum. Þessa vernd vantar í núverandi lög. Það er ekkert til í núverandi lögum sem er hneisa.“ Ljóst er að Jón telur pólitíkusa eiga nokkuð í land ef þeir eigi að rísa undir nafni sem náttúruverndarsinnar.
Sjókvíaeldi Umhverfismál Fiskeldi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira