Meirihlutinn gerir starfsmenn að blórabögglum Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar 23. júní 2023 18:00 Fyrr í vikunni komst upp að starfsmenn Reykjavíkurborgar hefðu á íbúaráðsfundi rætt sín á milli hvernig skyldi nýta sér vanþekkingu fundarmanna á reglunum til að „kæfa“ mál sem eru óþægileg fyrir meirihluta Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Framsóknar. Síðan þá hafa Borgarfulltrúar þessara flokka nákvæmlega ekkert sagt sem kemst nálægt því að fordæma slík vinnubrögð. Heldur hefur orðræða þeirra snúist um að þetta sé starfsmannamál sem einskorðist við þetta tiltekna starfsfólk og því sé réttast að halda áfram að kæfa alla umræðu um málið undir þeim formerkjum að hlífa þessum tveimur starfsmönnum. Staðreyndin er hins vegar sú að það eru engar líkur á því að tveir einstaklingar sem ráða sig á Mannréttinda- og lýðræðissvið myndu taka upp á því að skipulega hindra lýðræðið í framkvæmd í íbúaráði, án undangenginnar hvatningar þess efnis frá öðrum yfirmönnum og samstarfsfólki. Að reyna að halda öðru fram er ekki bara fráleitt, heldur líka ljótt gagnvart starfsmönnunum sem eiga í hlut. Í stað þess að fordæma vinnustaðarmenninguna sem fyrirskipar starfsfólki að reyna að kæfa óþægileg mál ætlar meirihlutinn í borgarstjórn að firra sig allri ábyrgð og skella skuldinni alfarið á þessa tvo einstaklinga. Sem kemur ekki á óvart enda má öllum vera ljóst að þessi kúltur á uppruna sinn að rekja til þeirra stjórnmálamanna meirihlutans sem hafa síðasta áratug, trekk í trekk, sent embættismenn til að svara fyrir mál sem borgarfulltrúarnir sjálfir bera pólitíska ábyrgð á. Eftir höfðinu dansa limirnir Að gefnu tilefni þessa atviks í íbúaráðinu reyndum við sjálfstæðismenn að fá umræðu um þessa vinnustaðarmenningu á dagskrá síðasta borgarstjórnarfundar. Þá vorum við beðin um að færa umræðuna frekar á borð Borgarráðs þar sem hún færi þá fram á bak við luktar dyr því þetta væri starfsmannamál. Við lögðum til umræðurnar svo að æðsta vald borgarinnar, Borgarstjórn, gæti sameinast um að vinnubrögð af þessum toga og vinnustaðarmenningin sem þau tilheyra mætti ekki líðast. Að því gefnu að meirihlutinn tæki í sama streng ákváðum við að sýna þeim liðleika og féllumst á að færa umræðuna í Borgarráð. Síðan hafa viðbrögð meirihlutans verið allt önnur en þau að vilja tækla rót vandans. Borgarfulltrúi Pírata svo gott sem afneitaði því að það væri eitthvað vandamál til staðar í tengslum við íbúaráðin og samkvæmt nýjustu fréttum var gengið svo langt í Borgarráði að ritskoða bókanir minnihlutans við umræðuna og reyna banna þær. Ég veit ekki hvað öskrar meira að þöggunarmenning ríki frá toppi til táar Reykjavíkurborgar en einmitt þessi viðbrögð. Því kemur ekki á óvart að þau skuli kasta þessum tveimur starfsmönnum algjörlega undir lestina frekar en að gangast við því að ekki sé allt með felldu. Sorglegar afleiðingar þöggunarmenningar Undanfarin ár hef ég sjálf og kollegar mínir fengið alls konar ábendingar frá fólki innan kerfisins um að það sé eins konar óskrifuð regla að reyna smætta eða ýta til hliðar málum sem kunna vera óþægileg fyrir meirihlutann. Góð kvörtun1 er gulls ígildi en það sorglega við þessi vinnubrögð er að í stað þess að nýta þessi mál til að knýja fram nauðsynlegar breytingar í þágu framfara og betri árangurs í hverjum málaflokki fyrir sig, þá eru þessi mál kæfð í þágu þess að halda ástandinu óbreyttu. Afleiðingin er stöðnun og glötuð tækifæri. Því hef ég í huga að gera að tillögu minni að þetta atvik og aðdragandi þess sé sendur til nánari skoðunar Innri endurskoðanda borgarinnar í þeirri viðleitni að bæta úr þessu. Vilji borgarfulltrúar meirihlutans raunverulega styðja við starfsfólkið sem á í hlut gangast þeir við að þessi vinnubrögð séu afsprengi stærri vanda innan borgarinnar. Allt annað gagnast einungis þeim stjórnmálamönnum sem sjá hag sinn í því að drepa málum á dreif. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Borgarstjórn Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Fyrr í vikunni komst upp að starfsmenn Reykjavíkurborgar hefðu á íbúaráðsfundi rætt sín á milli hvernig skyldi nýta sér vanþekkingu fundarmanna á reglunum til að „kæfa“ mál sem eru óþægileg fyrir meirihluta Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Framsóknar. Síðan þá hafa Borgarfulltrúar þessara flokka nákvæmlega ekkert sagt sem kemst nálægt því að fordæma slík vinnubrögð. Heldur hefur orðræða þeirra snúist um að þetta sé starfsmannamál sem einskorðist við þetta tiltekna starfsfólk og því sé réttast að halda áfram að kæfa alla umræðu um málið undir þeim formerkjum að hlífa þessum tveimur starfsmönnum. Staðreyndin er hins vegar sú að það eru engar líkur á því að tveir einstaklingar sem ráða sig á Mannréttinda- og lýðræðissvið myndu taka upp á því að skipulega hindra lýðræðið í framkvæmd í íbúaráði, án undangenginnar hvatningar þess efnis frá öðrum yfirmönnum og samstarfsfólki. Að reyna að halda öðru fram er ekki bara fráleitt, heldur líka ljótt gagnvart starfsmönnunum sem eiga í hlut. Í stað þess að fordæma vinnustaðarmenninguna sem fyrirskipar starfsfólki að reyna að kæfa óþægileg mál ætlar meirihlutinn í borgarstjórn að firra sig allri ábyrgð og skella skuldinni alfarið á þessa tvo einstaklinga. Sem kemur ekki á óvart enda má öllum vera ljóst að þessi kúltur á uppruna sinn að rekja til þeirra stjórnmálamanna meirihlutans sem hafa síðasta áratug, trekk í trekk, sent embættismenn til að svara fyrir mál sem borgarfulltrúarnir sjálfir bera pólitíska ábyrgð á. Eftir höfðinu dansa limirnir Að gefnu tilefni þessa atviks í íbúaráðinu reyndum við sjálfstæðismenn að fá umræðu um þessa vinnustaðarmenningu á dagskrá síðasta borgarstjórnarfundar. Þá vorum við beðin um að færa umræðuna frekar á borð Borgarráðs þar sem hún færi þá fram á bak við luktar dyr því þetta væri starfsmannamál. Við lögðum til umræðurnar svo að æðsta vald borgarinnar, Borgarstjórn, gæti sameinast um að vinnubrögð af þessum toga og vinnustaðarmenningin sem þau tilheyra mætti ekki líðast. Að því gefnu að meirihlutinn tæki í sama streng ákváðum við að sýna þeim liðleika og féllumst á að færa umræðuna í Borgarráð. Síðan hafa viðbrögð meirihlutans verið allt önnur en þau að vilja tækla rót vandans. Borgarfulltrúi Pírata svo gott sem afneitaði því að það væri eitthvað vandamál til staðar í tengslum við íbúaráðin og samkvæmt nýjustu fréttum var gengið svo langt í Borgarráði að ritskoða bókanir minnihlutans við umræðuna og reyna banna þær. Ég veit ekki hvað öskrar meira að þöggunarmenning ríki frá toppi til táar Reykjavíkurborgar en einmitt þessi viðbrögð. Því kemur ekki á óvart að þau skuli kasta þessum tveimur starfsmönnum algjörlega undir lestina frekar en að gangast við því að ekki sé allt með felldu. Sorglegar afleiðingar þöggunarmenningar Undanfarin ár hef ég sjálf og kollegar mínir fengið alls konar ábendingar frá fólki innan kerfisins um að það sé eins konar óskrifuð regla að reyna smætta eða ýta til hliðar málum sem kunna vera óþægileg fyrir meirihlutann. Góð kvörtun1 er gulls ígildi en það sorglega við þessi vinnubrögð er að í stað þess að nýta þessi mál til að knýja fram nauðsynlegar breytingar í þágu framfara og betri árangurs í hverjum málaflokki fyrir sig, þá eru þessi mál kæfð í þágu þess að halda ástandinu óbreyttu. Afleiðingin er stöðnun og glötuð tækifæri. Því hef ég í huga að gera að tillögu minni að þetta atvik og aðdragandi þess sé sendur til nánari skoðunar Innri endurskoðanda borgarinnar í þeirri viðleitni að bæta úr þessu. Vilji borgarfulltrúar meirihlutans raunverulega styðja við starfsfólkið sem á í hlut gangast þeir við að þessi vinnubrögð séu afsprengi stærri vanda innan borgarinnar. Allt annað gagnast einungis þeim stjórnmálamönnum sem sjá hag sinn í því að drepa málum á dreif.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun