„Það er verið að eyða litríkum húsum Reykjavíkur“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. júní 2023 21:56 Þingholtsstræti 1 er nú búið að mála dökkgrátt. Húsið var áður gult og er það enn að hluta. Viktor Stefánsson Íbúi í Reykjavík kveðst vera dauðþreyttur á fjölgun húsa og annarra bygginga í borginni sem málaðar eru í gráum og öðrum dökkum litum. Hann segist óttast að borgin sé að missa einkennismerki sitt; fjölbreytta liti ólíkra húsa. Viktor Stefánsson, íbúi í Reykjavík og stjórnmálahagfræðingur birti mynd af Þingholtsstræti 1 í Reykjavík á samfélagsmiðlum í gær. Húsið hýsir veitingastaðinn Primo og var áður gult en nú er búið að mála það að mestu dökkgrátt. „Það er verið að eyða litríkum húsum Reykjavíkur. Allt er að verða grátt, svart eða hvítt,“ skrifar Viktor og bætir því við að sér þyki þessi þróun sorgleg. Það er verið að eyða litríkum húsum Reykjavíkur. Allt er að verða grátt, svart eða hvítt. Fuck hvað þetta er sad. pic.twitter.com/1TEbP7Ihaz— Viktor Stefánsson (@ViktorStefnsso1) June 23, 2023 Þrjú hús orðin grá í stað þess að vera gul „Þetta er bara eitt hús, ég get nefnt þrjár byggingar bara í kringum Skólavörðustíg sem allar þrjár voru gular en eru nú orðnar hvítar eða gráar,“ segir Viktor í samtali við Vísi. Hann bætir því við að nýbyggingar séu auk þess allar í dökkum litum. Ef þær eru ekki málaðar í gráu eða hvítu sé skellt á þeim annarskonar jarðbundnum dökkum litum. „Sem er allt í lagi í sjálfu sér og getur alveg verið fallegt en við búum í landi þar sem er sól í mánuð. Það er sorglegt að þetta sé þróunin því að eitt af því sem hefur verið einkennandi við Reykjavík eru litirnir. Mismunandi litir á húsum í sömu götunni, mismunandi litir á þökum. Það er þetta sem borgin er þekkt fyrir.“ Viktor segist helst óttast að Reykjavík sé að missa eitt af karaktereinkennum sínum.Vísir Hann bætir því við að líklega sé miðborg Reykjavíkur þekktust fyrir þetta. Húsin og litir þeirra séu enda vel nýtt í auglýsingum sem beint sé að ferðamönnum. „Allar nýbyggingar eru hvítar, svartar eða gráar. Svo kemur nóvember, desember og janúar. Þá er niðamyrkur, kalt, blautt og ógeðslegt og þá eru húsin okkar líka grá og svört. Mér finnst það niðurdrepandi en burt séð frá minni eigin persónulegu skoðun hef ég áhyggjur af því að borgin missi hægt og bítandi karaktereinkenni sitt.“ Viktor bætir því við í gríni að sjálfur búi hann í hvítu húsi. Hann segir að hann væri til í að mála það öðrum lit. „Svo eru Íslendingar ekki beint þekktir fyrir að klæða sig í litríkum fötum heldur og veðrið er auk þess alltaf eins, það er alltaf gráskýjað. Allt er grátt og því þurfum við að breyta.“ Viktor segir húsin í Reykjavík hingað til hafa verið þekkt fyrir fjölbreytta liti á veggjum og þökum. Vísir/Vilhelm Reykjavík Húsavernd Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Viktor Stefánsson, íbúi í Reykjavík og stjórnmálahagfræðingur birti mynd af Þingholtsstræti 1 í Reykjavík á samfélagsmiðlum í gær. Húsið hýsir veitingastaðinn Primo og var áður gult en nú er búið að mála það að mestu dökkgrátt. „Það er verið að eyða litríkum húsum Reykjavíkur. Allt er að verða grátt, svart eða hvítt,“ skrifar Viktor og bætir því við að sér þyki þessi þróun sorgleg. Það er verið að eyða litríkum húsum Reykjavíkur. Allt er að verða grátt, svart eða hvítt. Fuck hvað þetta er sad. pic.twitter.com/1TEbP7Ihaz— Viktor Stefánsson (@ViktorStefnsso1) June 23, 2023 Þrjú hús orðin grá í stað þess að vera gul „Þetta er bara eitt hús, ég get nefnt þrjár byggingar bara í kringum Skólavörðustíg sem allar þrjár voru gular en eru nú orðnar hvítar eða gráar,“ segir Viktor í samtali við Vísi. Hann bætir því við að nýbyggingar séu auk þess allar í dökkum litum. Ef þær eru ekki málaðar í gráu eða hvítu sé skellt á þeim annarskonar jarðbundnum dökkum litum. „Sem er allt í lagi í sjálfu sér og getur alveg verið fallegt en við búum í landi þar sem er sól í mánuð. Það er sorglegt að þetta sé þróunin því að eitt af því sem hefur verið einkennandi við Reykjavík eru litirnir. Mismunandi litir á húsum í sömu götunni, mismunandi litir á þökum. Það er þetta sem borgin er þekkt fyrir.“ Viktor segist helst óttast að Reykjavík sé að missa eitt af karaktereinkennum sínum.Vísir Hann bætir því við að líklega sé miðborg Reykjavíkur þekktust fyrir þetta. Húsin og litir þeirra séu enda vel nýtt í auglýsingum sem beint sé að ferðamönnum. „Allar nýbyggingar eru hvítar, svartar eða gráar. Svo kemur nóvember, desember og janúar. Þá er niðamyrkur, kalt, blautt og ógeðslegt og þá eru húsin okkar líka grá og svört. Mér finnst það niðurdrepandi en burt séð frá minni eigin persónulegu skoðun hef ég áhyggjur af því að borgin missi hægt og bítandi karaktereinkenni sitt.“ Viktor bætir því við í gríni að sjálfur búi hann í hvítu húsi. Hann segir að hann væri til í að mála það öðrum lit. „Svo eru Íslendingar ekki beint þekktir fyrir að klæða sig í litríkum fötum heldur og veðrið er auk þess alltaf eins, það er alltaf gráskýjað. Allt er grátt og því þurfum við að breyta.“ Viktor segir húsin í Reykjavík hingað til hafa verið þekkt fyrir fjölbreytta liti á veggjum og þökum. Vísir/Vilhelm
Reykjavík Húsavernd Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira