Fjölþjóðleg rannsókn á kafbátaslysinu í fullum gangi Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2023 09:18 Jason Neubauer, aðalrannsakandi bandarísku strandgæslunnar, ræðir við fréttamenn í Boston á austurströnd Bandaríkjanna í gær. AP/Steven Senne Rannsakendur safna nú vísbendingum um um afdrif kafbátsins Títans sem fórst í Norður-Atlantshafi við flak Títanik saman á Nýfundnalandi. Fimm stofnanir frá fjórum löndum taka þátt í rannsókninni en ekki er ljóst hve langan tíma hún gæti tekið. Fimm karlmenn fórust þegar kafbáturinn Títan hrundi saman á leiðinni að Títanik fyrir rúmri viku. Fjölþjóðlegur hópur stofnana rannsakar hvað olli því að kafbáturinn kramdist undan þrýstingi. Rannsakendurir koma frá bandarísku strandgæslunni, samgönguöryggisnefndum Bandaríkjanna annars vegar og Kanada hins vegar, og frönsku og bresku sjóslysarannsóknarnefndunum, að sögn AP-fréttastofunnar. Bækistöðvar rannsakendanna eru í St. John's á Nýfundnalandi og safna þeir vísbendingum sem finnast saman þar í samstarfi við kanadísk yfirvöld. Brak úr kafbátnum fannst tæpan hálfan kílómetra frá flaki Títanik, á um 3.800 metra dýpi. Jason Neubauer, aðalrannsakandi bandarísku strandgæslunnar, sagði í gær að búið væri að kortleggja slysstaðinn og að unnið væri að því að safna leifum bátsins af hafsbotninum. Hann gat ekki sagt hve langan tíma rannsóknin gæti tekið. Töldu gögn sjóhersins ekki nógu afgerandi til að hætta leit Rannsóknin beinist meðal annars að því hvenær báturinn féll saman. Bandaríski sjóherinn nam hljóð sem passaði við innsprengingu á þeim slóðum sem báturinn var strax daginn sem samband rofnaði við hann. Bandaríska strandgæslan hélt engu að síður áfram að leita á bátnum þar sem gögn sjóhersins voru ekki talin nægilega afgerandi til þess að slá því föstu að báturinn hefði farist. Þá var enn talið að áhöfnin hefði nægilegt súrefni til að vera ennþá á lífi. Þær vonir slökknuðu þegar brak úr kafbátnum fannst snemma á fimmtudagsmorgun. Gæti orðið að sakamálarannsókn Kanadísku rannsakendurnir sögðust á laugardaga ræða við þá sem voru um borð í Polar Prince, móðurskipi Títans. Skipið sigldi frá kanadískri höfn og undir kanadísku flaggi. Mögulegt er að rannsóknin færist til löggæsluyfirvalda ef tilefni þykir til. Bandaríska strandgæslan hefur heimild til þess að vísa málum til saksóknara. Kanadíska riddaralögreglan greindi frá því um helgina að hún kanni nú hvort að vísbendingar séu um að lög hafi verið brotin í aðdraganda slyssins. Komi það í ljós tekur hún við rannsókn slyssins. Bæði fyrrverandi starfsmenn Oceangate, útgerðar Títans, og fyrrverandi farþegar höfðu efast um öryggi kafbátsins. Hann hafði ekki verið vottaður af viðurkenndum aðilum í djúpsjávarköfun og hvergi skráður hjá viðeigandi stofnunum. Stockton Rush, forstjóri Oceangate, hafði sjálfur lýst því hvernig reglugerðir væru of íþyngjandi og fyrirtækið hefði notað óviðurkenndar aðferðir við smíði bátsins. Rush fórst með Títan. Bandaríkin Kanada Bretland Frakkland Titanic Tengdar fréttir Áhafnar kafbátarins minnst um allan heim Mannanna fimm sem létust um borð í kafbátnum Títan hefur verið minnst um allan heim undanfarinn sólarhring. Fjölskyldur þeirra hafa birt yfirlýsingar þar sem þær lýsa mikilli sorg vegna örlaga þeirra og segja þá munu lifa áfram í minningum þeirra. 23. júní 2023 11:06 Undravert hve lík örlög Titan og Titanic séu James Cameron, leikstjóri Titanic og sjávarkönnuður, segir örlög kafbátsins Titan og skipsins Titanic ískyggilega lík. Hvort tveggja væru harmleikir þar sem skipstjórar voru varaðir við en hunsuðu ráðleggingar og héldu ótrauðir áfram út í dauðann. 23. júní 2023 00:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sjá meira
Fimm karlmenn fórust þegar kafbáturinn Títan hrundi saman á leiðinni að Títanik fyrir rúmri viku. Fjölþjóðlegur hópur stofnana rannsakar hvað olli því að kafbáturinn kramdist undan þrýstingi. Rannsakendurir koma frá bandarísku strandgæslunni, samgönguöryggisnefndum Bandaríkjanna annars vegar og Kanada hins vegar, og frönsku og bresku sjóslysarannsóknarnefndunum, að sögn AP-fréttastofunnar. Bækistöðvar rannsakendanna eru í St. John's á Nýfundnalandi og safna þeir vísbendingum sem finnast saman þar í samstarfi við kanadísk yfirvöld. Brak úr kafbátnum fannst tæpan hálfan kílómetra frá flaki Títanik, á um 3.800 metra dýpi. Jason Neubauer, aðalrannsakandi bandarísku strandgæslunnar, sagði í gær að búið væri að kortleggja slysstaðinn og að unnið væri að því að safna leifum bátsins af hafsbotninum. Hann gat ekki sagt hve langan tíma rannsóknin gæti tekið. Töldu gögn sjóhersins ekki nógu afgerandi til að hætta leit Rannsóknin beinist meðal annars að því hvenær báturinn féll saman. Bandaríski sjóherinn nam hljóð sem passaði við innsprengingu á þeim slóðum sem báturinn var strax daginn sem samband rofnaði við hann. Bandaríska strandgæslan hélt engu að síður áfram að leita á bátnum þar sem gögn sjóhersins voru ekki talin nægilega afgerandi til þess að slá því föstu að báturinn hefði farist. Þá var enn talið að áhöfnin hefði nægilegt súrefni til að vera ennþá á lífi. Þær vonir slökknuðu þegar brak úr kafbátnum fannst snemma á fimmtudagsmorgun. Gæti orðið að sakamálarannsókn Kanadísku rannsakendurnir sögðust á laugardaga ræða við þá sem voru um borð í Polar Prince, móðurskipi Títans. Skipið sigldi frá kanadískri höfn og undir kanadísku flaggi. Mögulegt er að rannsóknin færist til löggæsluyfirvalda ef tilefni þykir til. Bandaríska strandgæslan hefur heimild til þess að vísa málum til saksóknara. Kanadíska riddaralögreglan greindi frá því um helgina að hún kanni nú hvort að vísbendingar séu um að lög hafi verið brotin í aðdraganda slyssins. Komi það í ljós tekur hún við rannsókn slyssins. Bæði fyrrverandi starfsmenn Oceangate, útgerðar Títans, og fyrrverandi farþegar höfðu efast um öryggi kafbátsins. Hann hafði ekki verið vottaður af viðurkenndum aðilum í djúpsjávarköfun og hvergi skráður hjá viðeigandi stofnunum. Stockton Rush, forstjóri Oceangate, hafði sjálfur lýst því hvernig reglugerðir væru of íþyngjandi og fyrirtækið hefði notað óviðurkenndar aðferðir við smíði bátsins. Rush fórst með Títan.
Bandaríkin Kanada Bretland Frakkland Titanic Tengdar fréttir Áhafnar kafbátarins minnst um allan heim Mannanna fimm sem létust um borð í kafbátnum Títan hefur verið minnst um allan heim undanfarinn sólarhring. Fjölskyldur þeirra hafa birt yfirlýsingar þar sem þær lýsa mikilli sorg vegna örlaga þeirra og segja þá munu lifa áfram í minningum þeirra. 23. júní 2023 11:06 Undravert hve lík örlög Titan og Titanic séu James Cameron, leikstjóri Titanic og sjávarkönnuður, segir örlög kafbátsins Titan og skipsins Titanic ískyggilega lík. Hvort tveggja væru harmleikir þar sem skipstjórar voru varaðir við en hunsuðu ráðleggingar og héldu ótrauðir áfram út í dauðann. 23. júní 2023 00:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sjá meira
Áhafnar kafbátarins minnst um allan heim Mannanna fimm sem létust um borð í kafbátnum Títan hefur verið minnst um allan heim undanfarinn sólarhring. Fjölskyldur þeirra hafa birt yfirlýsingar þar sem þær lýsa mikilli sorg vegna örlaga þeirra og segja þá munu lifa áfram í minningum þeirra. 23. júní 2023 11:06
Undravert hve lík örlög Titan og Titanic séu James Cameron, leikstjóri Titanic og sjávarkönnuður, segir örlög kafbátsins Titan og skipsins Titanic ískyggilega lík. Hvort tveggja væru harmleikir þar sem skipstjórar voru varaðir við en hunsuðu ráðleggingar og héldu ótrauðir áfram út í dauðann. 23. júní 2023 00:00