CNN birtir upptöku af Trump ræða leynileg skjöl um árás á Íran Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. júní 2023 06:52 Upptakan þykir sanna að Trump hafi haft undir höndum skjöl sem hann vissi að væru leynileg en ræddi engu að síður við einstaklinga sem höfðu ekki heimild til að sjá umrædd gögn. epa/Michael Reynolds CNN hefur komist yfir og birt upptöku þar sem Donald Trump heyrist ræða um leynileg skjöl sem hann hefur undir höndum og viðurkennir að hafa ekki aflétt leynd af. Skjölin voru unnin í Pentagon og varða mögulega árás á Íran. Upptakan er sögð vera lykilsönnunargagn í málinu sem hefur verið höfðað á hendur forsetanum fyrrverandi vegna leynilegra skjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu og neitaði að afhenda þegar eftir því var leitað. „Þetta eru skjölin,“ heyrist Trump segja, í samtali sem átti sér stað í Bedminster í New Jersey árið 2021 þar sem hann virðist meðal annars hafa verið að ræða útfærslur hermálayfirvalda á mögulegri árás á Íran. Upptakan er um það bil tveggja mínútna löng og heyrist Trump einnig skjóta á Hillary Clinton í tengslum við tölvupóstmálið svokallaða. Upptakan og ekki síst staðhæfing Trump; „Þetta eru skjölin“, virðast benda til þess að hann sé að sýna viðstöddum gögn og ganga gegn fullyrðingum hans í kjölfar þess að málið komst upp um að hann hafi ekki verið með nein skjöl á sér. Hefur Trump haldið fram að hann hafi verið að vísa í fjölmiðlaumfjöllun. Viðstaddir voru einstaklingar sem unnu að æviminningum Mark Meadows, fyrrverandi starfsmannastjóra í Hvíta húsinu. Trump var á þessum tíma sagður æfur vegna opinberra yfirlýsinga Mark Milley, leiðtoga herforingjaráðsins, um að hann væri sjálfur mótfallinn því að ráðast gegn Íran en hefði áhyggjur af því að Trump myndi leiða til átaka milli ríkjanna. „Þetta var unnið af hernum og ég látinn fá þetta,“ heyrist Trump segja og bætir svo við að skjalið sé enn flokkað sem leynilegt. „Sem forseti hefði ég getað aflétt leyndinni. Nú get ég það ekki, þetta er ennþá leyndarmál,“ segir hann. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Skjölin voru unnin í Pentagon og varða mögulega árás á Íran. Upptakan er sögð vera lykilsönnunargagn í málinu sem hefur verið höfðað á hendur forsetanum fyrrverandi vegna leynilegra skjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu og neitaði að afhenda þegar eftir því var leitað. „Þetta eru skjölin,“ heyrist Trump segja, í samtali sem átti sér stað í Bedminster í New Jersey árið 2021 þar sem hann virðist meðal annars hafa verið að ræða útfærslur hermálayfirvalda á mögulegri árás á Íran. Upptakan er um það bil tveggja mínútna löng og heyrist Trump einnig skjóta á Hillary Clinton í tengslum við tölvupóstmálið svokallaða. Upptakan og ekki síst staðhæfing Trump; „Þetta eru skjölin“, virðast benda til þess að hann sé að sýna viðstöddum gögn og ganga gegn fullyrðingum hans í kjölfar þess að málið komst upp um að hann hafi ekki verið með nein skjöl á sér. Hefur Trump haldið fram að hann hafi verið að vísa í fjölmiðlaumfjöllun. Viðstaddir voru einstaklingar sem unnu að æviminningum Mark Meadows, fyrrverandi starfsmannastjóra í Hvíta húsinu. Trump var á þessum tíma sagður æfur vegna opinberra yfirlýsinga Mark Milley, leiðtoga herforingjaráðsins, um að hann væri sjálfur mótfallinn því að ráðast gegn Íran en hefði áhyggjur af því að Trump myndi leiða til átaka milli ríkjanna. „Þetta var unnið af hernum og ég látinn fá þetta,“ heyrist Trump segja og bætir svo við að skjalið sé enn flokkað sem leynilegt. „Sem forseti hefði ég getað aflétt leyndinni. Nú get ég það ekki, þetta er ennþá leyndarmál,“ segir hann.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira