Magnaðar myndir af sandstormi í Reynisfjöru Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. júní 2023 14:00 Ferðamennirnir í Reynisfjöru höfðu gaman að náttúruöflunum í fyrstu en gamanið kárnaði fljótt þegar kom að því að ganga aftur á bílastæðið. Fólk fauk í mestu hviðunum. RAX Rax fangaði stórbrotnar myndir frá Reynisfjöru í gær þar sem sandstormar herjuðu á ferðamenn. Einn fauk í sandinn og annar þurfti að bera barn sitt vegna vindsins sem fór upp í rúma 30 metra á sekúndu. Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem Rax, var staddur á Reynisfjöru, rétt utan við Vík í Mýrdal, síðdegis í gær þar sem kröftugir sandstormar geisuðu. Ferðamenn hlaupa eftir fjörunni á meðan sandstormurinn ber á þeim.RAX „Ég fer þegar veðrið verst,“ sagði Rax kíminn aðspurður hvort hann hefði verið í Mýrdalnum sér til yndisauka. Foreldrar héldur á börnum sínum eða leiddu þau áfram í gegnum sandstorminn.RAX Reynisfjara er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins og tekur daglega við gríðarlegum fjölda gesta. Þó leiðinni þangað hafi verið lokað á tímabili í gær var samt fjöldi fólks niðri í fjörunni sem fékk að kenna á náttúruöflunum. Fólk leitaði skjóls í stuðlaberginu, aðrir grúfðu sig niður.RAX Rax segir vindhraðann hafa verið í stöðugum nítján til tuttugu metrum á sekúndu og hann hafi að öllum líkindum farið upp í rúmlega 30 metra á sekúndu í stærstu hviðunum. „Þetta hefur farið í 65 hnúta í hviðunum, það var alveg svakalegt,“ segir hann. Fjölskyldufaðirinn burðast með barn sitt sem hefur ekki getað gengið vegna vindsins.RAX „Þau höfðu bara gaman að þessu en svo kárnar gamanið þegar þau þurftu að bera krakkana sína til baka í rokinu,“ segir RAX um ferðamennina sem voru staddir í Reynisfjöru. Það er ekki auðvelt að bera barn á meðan sandurinn dynur á manni.RAXÞegar vindhviðurnar urðu hvað harðastar þurfti þessi fjölskyldufaðir að bera barn sitt.RAXSandstormurinn stakk eins og nálar.RAX Þrátt fyrir að hafa náð fjölda mynda segist Rax ekki hafa náð tali af ferðamönnunum, vindurinn hafi verið of mikill til að maður gæti stoppað til að spjalla. „Maður fauk til og frá. Þú ræður ekki við neitt, maður bara fauk. Ég sat á jörðinni og fauk,“ sagði hann. Reynisfjara er einn hættulegasti staður landsins vegna öldugangsins sem getur sogað fólk hratt út á haf. Undanfarin ár hefur fjöldi fólks dáið eftir að hafa lent í sjónum við fjöruna.RAX „Náttúruöflin geta tekið völdin en það slapp þarna. Það er hættulegast þegar brimið er mikið. Menn hefðu getað fokið út í,“ segir hann um vindhviðurnar. „Sandurinn er eins og nálar þegar hann fýkur á mann,“ segir Rax sem fann nálastungur sandsins í gegnum buxurnar. Fólk hélt fyrir andlitið þegar vindhviðurnar urðu harðastar enda stakk sandurinn fast í húðina.RAX Þú varst ekkert hræddur um myndavélina? „Pínu, pínu. Ég var með hana inn á mér,“ segir hann og bætir við að á tímabili hafi hviðurnar verið svo kröftugar að hann sá ekkert til og hitti jafnvel ekki með myndavélinni. „Hviðan tekur mann og maður smellir og smellir og veit ekkert hvað maður er að gera,“ segir RAX um það hvernig fer í verstu hviðunum. RAX Veðrið var ansi slæmt í gær en Rax telur að það gæti orðið svipað í dag. Fólk sem hyggst heimsækja Reynisfjöru má því eiga von á ansi hreint miklum vindi. RAX Reynisfjara Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem Rax, var staddur á Reynisfjöru, rétt utan við Vík í Mýrdal, síðdegis í gær þar sem kröftugir sandstormar geisuðu. Ferðamenn hlaupa eftir fjörunni á meðan sandstormurinn ber á þeim.RAX „Ég fer þegar veðrið verst,“ sagði Rax kíminn aðspurður hvort hann hefði verið í Mýrdalnum sér til yndisauka. Foreldrar héldur á börnum sínum eða leiddu þau áfram í gegnum sandstorminn.RAX Reynisfjara er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins og tekur daglega við gríðarlegum fjölda gesta. Þó leiðinni þangað hafi verið lokað á tímabili í gær var samt fjöldi fólks niðri í fjörunni sem fékk að kenna á náttúruöflunum. Fólk leitaði skjóls í stuðlaberginu, aðrir grúfðu sig niður.RAX Rax segir vindhraðann hafa verið í stöðugum nítján til tuttugu metrum á sekúndu og hann hafi að öllum líkindum farið upp í rúmlega 30 metra á sekúndu í stærstu hviðunum. „Þetta hefur farið í 65 hnúta í hviðunum, það var alveg svakalegt,“ segir hann. Fjölskyldufaðirinn burðast með barn sitt sem hefur ekki getað gengið vegna vindsins.RAX „Þau höfðu bara gaman að þessu en svo kárnar gamanið þegar þau þurftu að bera krakkana sína til baka í rokinu,“ segir RAX um ferðamennina sem voru staddir í Reynisfjöru. Það er ekki auðvelt að bera barn á meðan sandurinn dynur á manni.RAXÞegar vindhviðurnar urðu hvað harðastar þurfti þessi fjölskyldufaðir að bera barn sitt.RAXSandstormurinn stakk eins og nálar.RAX Þrátt fyrir að hafa náð fjölda mynda segist Rax ekki hafa náð tali af ferðamönnunum, vindurinn hafi verið of mikill til að maður gæti stoppað til að spjalla. „Maður fauk til og frá. Þú ræður ekki við neitt, maður bara fauk. Ég sat á jörðinni og fauk,“ sagði hann. Reynisfjara er einn hættulegasti staður landsins vegna öldugangsins sem getur sogað fólk hratt út á haf. Undanfarin ár hefur fjöldi fólks dáið eftir að hafa lent í sjónum við fjöruna.RAX „Náttúruöflin geta tekið völdin en það slapp þarna. Það er hættulegast þegar brimið er mikið. Menn hefðu getað fokið út í,“ segir hann um vindhviðurnar. „Sandurinn er eins og nálar þegar hann fýkur á mann,“ segir Rax sem fann nálastungur sandsins í gegnum buxurnar. Fólk hélt fyrir andlitið þegar vindhviðurnar urðu harðastar enda stakk sandurinn fast í húðina.RAX Þú varst ekkert hræddur um myndavélina? „Pínu, pínu. Ég var með hana inn á mér,“ segir hann og bætir við að á tímabili hafi hviðurnar verið svo kröftugar að hann sá ekkert til og hitti jafnvel ekki með myndavélinni. „Hviðan tekur mann og maður smellir og smellir og veit ekkert hvað maður er að gera,“ segir RAX um það hvernig fer í verstu hviðunum. RAX Veðrið var ansi slæmt í gær en Rax telur að það gæti orðið svipað í dag. Fólk sem hyggst heimsækja Reynisfjöru má því eiga von á ansi hreint miklum vindi.
RAX Reynisfjara Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira