Ábyrgðarlaust Alþingi þar sem hver bendir á annan Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2023 11:02 Gísli Rafn settist á þing 2021 og hann hefur tekið saman punkta þar sem hann lýsir reynslu sinni það sem af er, að sitja á löggjafarþinginu sjálfu. Gísli Rafn hefur komist að því að þingið er ekki skilvirkt og að það einkennist af því að fólk vilji koma sér undan ábyrgð. vísir/vilhelm Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata ritar athyglisverða grein þar sem hann fer yfir upplifun sína af þingstörfunum og starfsemi Alþingis. Og þar er ekkert endilega fagurt um að litast. Þessa athyglisverðu grein Gísla Rafns má finna á Vísi en hann hefur setið á þingi sem þingmaður Suðvesturkjördæmis síðan 2021. Greinin er í tíu liðum og þar segir meðal annars að þegar eitthvað fari úrskeiðis, þá þori enginn að taka ábyrgð. „Mistök gerast, hvort sem það er í lagasetningu eða framkvæmd þeirra. En í stað þess að taka ábyrgð á mistökunum, þá er alltaf farið í að benda á einhverja aðra, nú eða tala um eitthvað allt annað. Þetta þýðir oft að smávægileg mistök vinda upp á sig og verða að stórmáli. Stjórnmálamenn, rétt eins og annað fólk gerir mistök og hefur stundum rangt fyrir sér, en ólíkt mörgum öðrum stéttum, þá virðist það vera bannað að viðurkenna slíkt.“ Víst er að Íslendingar upp til hópa eiga erfitt með að játa á sig mistök. Það virðist vera eitthvað í þjóðarsálinni sem veldur því að menn líti á það sem mikinn áfellisdóm og djúpt skarð í sjálfsmyndina. Samkvæmt Gísla Rafni kveður sérlega rammt að þessu meðal þingmanna. Þá segir Gísli Rafn að samráð við lagasetningar séu bara til sýnis: „Á undanförnum áratug hefur verið lögð mikil vinna í það að auka samráð í lagasetningarferlinu. Ráðuneyti setja drög að frumvörpum í samráðsgátt og þingnefndir óska eftir umsögnum sem hluta af ferli mála innan þingsins. Myndin, sem er lýsandi fyrir efni pistils Gísla Rafns, er úr NY Times árið 1871 og er eftir Thomas Nast. Hún sýnir “William M. 'Boss' Tweed and the Tweed Ring of corrupt New York City politicians.” Engin ábyrð, hver bendir á annan. Allt lítur þetta vel út á pappírunum, en sannleikurinn er sá að lítið tillit er tekið til þeirra umsagna sem koma inn, nema ef bent er á einhver mjög augljóslega röng atriði, nú eða ef umsagnaraðilinn er hagsmunaaðili með mjög sterk ítök innan stjórnarflokkanna,“ skrifar Gísli og vísar til Sherry Arnstein sem kallar slíkt fyrirbæri sýndar-samráð. Og gerir að verkum að færri og færri umsagnir berast um mál því margir umsagnaraðilar vita að ekkert er tekið mark á því hvað er skrifað. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Þessa athyglisverðu grein Gísla Rafns má finna á Vísi en hann hefur setið á þingi sem þingmaður Suðvesturkjördæmis síðan 2021. Greinin er í tíu liðum og þar segir meðal annars að þegar eitthvað fari úrskeiðis, þá þori enginn að taka ábyrgð. „Mistök gerast, hvort sem það er í lagasetningu eða framkvæmd þeirra. En í stað þess að taka ábyrgð á mistökunum, þá er alltaf farið í að benda á einhverja aðra, nú eða tala um eitthvað allt annað. Þetta þýðir oft að smávægileg mistök vinda upp á sig og verða að stórmáli. Stjórnmálamenn, rétt eins og annað fólk gerir mistök og hefur stundum rangt fyrir sér, en ólíkt mörgum öðrum stéttum, þá virðist það vera bannað að viðurkenna slíkt.“ Víst er að Íslendingar upp til hópa eiga erfitt með að játa á sig mistök. Það virðist vera eitthvað í þjóðarsálinni sem veldur því að menn líti á það sem mikinn áfellisdóm og djúpt skarð í sjálfsmyndina. Samkvæmt Gísla Rafni kveður sérlega rammt að þessu meðal þingmanna. Þá segir Gísli Rafn að samráð við lagasetningar séu bara til sýnis: „Á undanförnum áratug hefur verið lögð mikil vinna í það að auka samráð í lagasetningarferlinu. Ráðuneyti setja drög að frumvörpum í samráðsgátt og þingnefndir óska eftir umsögnum sem hluta af ferli mála innan þingsins. Myndin, sem er lýsandi fyrir efni pistils Gísla Rafns, er úr NY Times árið 1871 og er eftir Thomas Nast. Hún sýnir “William M. 'Boss' Tweed and the Tweed Ring of corrupt New York City politicians.” Engin ábyrð, hver bendir á annan. Allt lítur þetta vel út á pappírunum, en sannleikurinn er sá að lítið tillit er tekið til þeirra umsagna sem koma inn, nema ef bent er á einhver mjög augljóslega röng atriði, nú eða ef umsagnaraðilinn er hagsmunaaðili með mjög sterk ítök innan stjórnarflokkanna,“ skrifar Gísli og vísar til Sherry Arnstein sem kallar slíkt fyrirbæri sýndar-samráð. Og gerir að verkum að færri og færri umsagnir berast um mál því margir umsagnaraðilar vita að ekkert er tekið mark á því hvað er skrifað.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira