Þakklát forseta Íslands fyrir bréf eftir andlát dóttur sinnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. júní 2023 11:34 Móðir Sofiu er þakklát fyrir stuðninginn og þakkar sérstaklega forseta Íslands. Valda Anastasia Kolesnikova, móðir Sofiu Sarmite Kolesnikova sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi þann 27. apríl síðastliðinn, segist vera gríðarlega þakklát fyrir stuðninginn sem hún hefur fengið eftir andlát dóttur sinnar. Hún þakkar Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, sérstaklega fyrir handskrifað bréf sem hann skrifaði henni. Lögreglan á Suðurlandi hefur andlát Sofiu til rannsóknar og er karlmaður í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa banað henni. Valda segist þakklát öllum þeim sem hafi veitt henni styrk á þessum erfiðu tímum og þakkar sérstaklega börnum sínum og systkinum Sofiu. „Krakkarnir mínir hafa staðið sig eins og hetjur og ekki gefist upp, þau eru öll mætt til vinnu og hitta vini og fjölskyldu,“ skrifar Valda í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Hún þakkar sömuleiðis vinafólki sínu fyrir skilyrðislausa ást og stuðning. „Einnig langar mig að þakka forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni fyrir handskrifað bréf sem hann sendi og sýndi okkur stuðning á þessum erfiðu tímum og hans yndislegu eiginkonu Elizu Reid sem gerði það jafnframt og hefur boðið okkur að líta við.“ Í gæsluvarðhaldi í tvær vikur til viðbótar Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að maðurinn sem grunaður er um að hafa valdið Sofiu bana verði í gæsluvarðhaldi í tvær vikur til viðbótar hið minnsta. Lögregla kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands fyrir tveimur vikum síðan til Landsréttar og fékk gæsluvarðhald yfir manninum því framlengt um fjórar vikur. Sveinn segir lögreglu hafa talið það nauðsynlegt vegna biðar eftir gögnum erlendis frá. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi í tæplega níu vikur. Sveinn segir lögreglu enn bíða eftir lokaskýrslu úr krufningu en hann segir bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að Sofiu hafi verið ráðinn bani. Lögreglumál Grunur um manndráp á Selfossi Árborg Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi hefur andlát Sofiu til rannsóknar og er karlmaður í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa banað henni. Valda segist þakklát öllum þeim sem hafi veitt henni styrk á þessum erfiðu tímum og þakkar sérstaklega börnum sínum og systkinum Sofiu. „Krakkarnir mínir hafa staðið sig eins og hetjur og ekki gefist upp, þau eru öll mætt til vinnu og hitta vini og fjölskyldu,“ skrifar Valda í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Hún þakkar sömuleiðis vinafólki sínu fyrir skilyrðislausa ást og stuðning. „Einnig langar mig að þakka forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni fyrir handskrifað bréf sem hann sendi og sýndi okkur stuðning á þessum erfiðu tímum og hans yndislegu eiginkonu Elizu Reid sem gerði það jafnframt og hefur boðið okkur að líta við.“ Í gæsluvarðhaldi í tvær vikur til viðbótar Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að maðurinn sem grunaður er um að hafa valdið Sofiu bana verði í gæsluvarðhaldi í tvær vikur til viðbótar hið minnsta. Lögregla kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands fyrir tveimur vikum síðan til Landsréttar og fékk gæsluvarðhald yfir manninum því framlengt um fjórar vikur. Sveinn segir lögreglu hafa talið það nauðsynlegt vegna biðar eftir gögnum erlendis frá. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi í tæplega níu vikur. Sveinn segir lögreglu enn bíða eftir lokaskýrslu úr krufningu en hann segir bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að Sofiu hafi verið ráðinn bani.
Lögreglumál Grunur um manndráp á Selfossi Árborg Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira