Heyrnarlausir pennasölumenn reyndust í raun heyrnarlausir Kristinn Haukur Guðnason skrifar 3. júlí 2023 23:55 Þrír Úkraínumenn seldu penna fyrir félagið. Pennasölumenn á Selfossi eru heyrnarlausir Úkraínumenn sem höfðu fengið heimild til að selja í nafni Félags heyrnarlausra. Lögreglunni bárust margar tilkynningar frá borgurum. „Lögreglunni á Suðurlandi hafa borist fjölmargar tilkynningar nú í kvöld vegna fólks sem gengur í hús á Selfossi og selur penna í nafni félags heyrnarlausra. Lögregla getur staðfest að umrætt fólk er á vegum félags heyrnarlausra og hvetur fólk til að taka vel á móti þeim,“ segir í tilkynningu Lögreglunnar á Suðurlandi. „Lögreglan telur engu að síður ástæðu til að hrósa almenningi fyrir árvekni sína enda dæmi um að einstaklingar villi á sér heimildir og nýti til þess traust almennings til rótgróinna samtaka og málefna.“ Hvetja fólk til að tilkynna Fyrr í sumar hafði Félag heyrnarlausra gefið út tilkynningu þar sem sagt var að hvorki félagið né heyrnarlausir aðilar stæðu fyrir fjársöfnunum á götum úti annarri en þeirri að standa fyrir sölu vorhappdrættis félagsins með því að ganga í hús. Miðarnir séu vel merktir og númeraðir. „Hvetjum við fólk til að tilkynna beinar fjársafnanir til lögreglu eða senda ábendingu á deaf@deaf.is ef uppvíst verður um slíka söfnun,“ sagði í tilkynningunni frá 31. maí. Kjaftshögg fyrir málstaðinn Daði Hreinsson, framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra, segir að þrír pennasölumenn á Selfossi hafi vissulega verið á vegum félagsins. „Þetta voru þúsund pennar sem við áttum eftir sem við leyfðum heyrnarlausum úkraínskum flóttamönnum að selja í nafni félagsins á Suðurlandi og í Borgarfirðinum. Til að gefa þeim tækifæri til þess að afla sér vinnu og matar,“ segir Daði. Þeir hafi áður selt á Hvolsvelli og í Vestmannaeyjum. Hann segir að svikastarfsemi hafi komið mjög illa niður á félaginu. Það er að útlenskir einstaklingar hafa staðið fyrir utan verslunarmiðstöðvar og við fjölmenna viðburði og þóst vera heyrnarlausir. „Fólk hefur efasemdir af því að í sumar hafa óprúttnir aðilar verið að biðja um styrki í nafni heyrnarlausra,“ segir Daði. „Fólk virðist nota heyrnarlausa sem bitbein í þessu því þú sérð ekki utan á þeim að þeir séu fatlaðir. Þetta er kjaftshögg fyrir málstað og baráttu Félags heyrnarlausra fyrir sinni viðveru.“ Reiknar hann með að félagið hætti með þessa sölu á pennum. Árborg Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Kviknað í íbúð í Breiðholti Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira
„Lögreglunni á Suðurlandi hafa borist fjölmargar tilkynningar nú í kvöld vegna fólks sem gengur í hús á Selfossi og selur penna í nafni félags heyrnarlausra. Lögregla getur staðfest að umrætt fólk er á vegum félags heyrnarlausra og hvetur fólk til að taka vel á móti þeim,“ segir í tilkynningu Lögreglunnar á Suðurlandi. „Lögreglan telur engu að síður ástæðu til að hrósa almenningi fyrir árvekni sína enda dæmi um að einstaklingar villi á sér heimildir og nýti til þess traust almennings til rótgróinna samtaka og málefna.“ Hvetja fólk til að tilkynna Fyrr í sumar hafði Félag heyrnarlausra gefið út tilkynningu þar sem sagt var að hvorki félagið né heyrnarlausir aðilar stæðu fyrir fjársöfnunum á götum úti annarri en þeirri að standa fyrir sölu vorhappdrættis félagsins með því að ganga í hús. Miðarnir séu vel merktir og númeraðir. „Hvetjum við fólk til að tilkynna beinar fjársafnanir til lögreglu eða senda ábendingu á deaf@deaf.is ef uppvíst verður um slíka söfnun,“ sagði í tilkynningunni frá 31. maí. Kjaftshögg fyrir málstaðinn Daði Hreinsson, framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra, segir að þrír pennasölumenn á Selfossi hafi vissulega verið á vegum félagsins. „Þetta voru þúsund pennar sem við áttum eftir sem við leyfðum heyrnarlausum úkraínskum flóttamönnum að selja í nafni félagsins á Suðurlandi og í Borgarfirðinum. Til að gefa þeim tækifæri til þess að afla sér vinnu og matar,“ segir Daði. Þeir hafi áður selt á Hvolsvelli og í Vestmannaeyjum. Hann segir að svikastarfsemi hafi komið mjög illa niður á félaginu. Það er að útlenskir einstaklingar hafa staðið fyrir utan verslunarmiðstöðvar og við fjölmenna viðburði og þóst vera heyrnarlausir. „Fólk hefur efasemdir af því að í sumar hafa óprúttnir aðilar verið að biðja um styrki í nafni heyrnarlausra,“ segir Daði. „Fólk virðist nota heyrnarlausa sem bitbein í þessu því þú sérð ekki utan á þeim að þeir séu fatlaðir. Þetta er kjaftshögg fyrir málstað og baráttu Félags heyrnarlausra fyrir sinni viðveru.“ Reiknar hann með að félagið hætti með þessa sölu á pennum.
Árborg Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Kviknað í íbúð í Breiðholti Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira