Kunnugleg atburðarás á Reykjanesskaga Helena Rós Sturludóttir skrifar 6. júlí 2023 12:56 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur ólíktlegt að komi til goss á Reykjanesskaga að það muni ná til Reykjanesbrautar. vísir/sigurjón Búist er við áframhaldandi skjálftavirkni í dag þrátt fyrir að heldur hafi dregið úr henni á Reykjanesskaga í nótt. Jarðelisfræðingur segir atburðarásina kunnuglega. Í nótt dró heldur úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga en alls mældust 750 skjálftar eftir miðnætti. Stærsti skjálftinn mældist 3,8 að stærð og reið yfir rétt eftir klukkan eitt í nótt. Fimmtán skjálftar yfir þremur hafa mælst frá miðnætti. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir atburðarrásina nú minna talsvert á aðdraganda fyrri gosa á svæðinu. „Gangurinn lagði af stað eins og við höfum séð áður gerast og það sem hefur verið að gerast í nótt er það að það hefur dregið talsvert út skjálftavirkninni,“ segir Páll. Þrátt fyrir það séu enn tíðir skjálftar, þó minni. „Þetta er líka atburðarás sem við þekkjum frá fyrri atburðum, þegar gangur hættir þá dregur úr skjálftavirkninni sem honum fylgir. Þetta gerðist um jólin 2021, þá stóð ganga innskot í viku síðan fjaraði það út en þetta getur líka þýtt það að gangurinn sé að nálgast yfirboð og að hann sé að nálgast það að fái útrás í gosi,“ segir Páll jafnframt. Erfitt sé að meta líkur á gosi út frá takmarkaðri tölfræði, ef miðað sé við hana þá séu um það bil 67 prósent líkur á gosi. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sagði í fréttum okkar í gær að ekki væri hægt að útiloka þann möguleika að ef til goss kæmi að hraun renni yfir Reykjanesbraut ef gossprungan opnast norðar en hún gerði í fyrra. „Þá erum við komin yfir í það sem við köllum Þráinsskjöld, hraunið og hraunskjöldurinn sem liggur niður að strönd og Reykjanesbrautin liggur yfir. Vogarnir sitja til dæmis á Þráinsskildi. Ef sprungan opnast norðar þá hefur hún eiginlega beina leið að vegi og niður að strönd,“ sagði Þorvaldur. Til þess þurfi þó gosið að ná ákveðinni stærð. Páll segir það ólíklegt. „Ef það kemur upp gos þá er langlíklegast að það verði á þessu bili á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Þyngdarpunkturinn í skjálftavirkninni hefur verið nú verið nær Keili.“ Atburðarásin nú sé öll á tiltölulega flötu svæði og því þurfi að myndast talsvert stór hraunsletta áður en það fer að leka mikið til hliðanna og þá sé ómögulegt að segja í hvaða átt muni leka, komi til þess. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Eldgos muni ekki fjölga ferðamönnum í sumar Forstöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu segir að eldgos eigi ekki eftir að hafa mikil áhrif á komu ferðamanna til skemmri tíma. Ekki sé mikið um laus hótelherbergi og erfitt væri að finna flugsæti. Til lengri tíma litið hafi eldgos þó góð áhrif á ímynd Íslands. 6. júlí 2023 10:35 Snarpur skjálfti reið yfir rétt fyrir tvö Snarpur skjálfti reið yfir rétt fyrir klukkan tvö í nótt og fannst á höfuðborgarsvæðinu. 6. júlí 2023 01:53 Ákveðið að hætta að velja sér frídaga Í annað sinn á innan við ári gætu eldsumbrot truflað sumaráform samskiptastjóra almannavarna sem var á leið í sumarfrí á morgun. Tveir tímar liðu frá því að hún stimplaði sig út fyrir sumarleyfi í ágúst þegar eldgos hófst í Meradölum. 6. júlí 2023 11:40 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Í nótt dró heldur úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga en alls mældust 750 skjálftar eftir miðnætti. Stærsti skjálftinn mældist 3,8 að stærð og reið yfir rétt eftir klukkan eitt í nótt. Fimmtán skjálftar yfir þremur hafa mælst frá miðnætti. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir atburðarrásina nú minna talsvert á aðdraganda fyrri gosa á svæðinu. „Gangurinn lagði af stað eins og við höfum séð áður gerast og það sem hefur verið að gerast í nótt er það að það hefur dregið talsvert út skjálftavirkninni,“ segir Páll. Þrátt fyrir það séu enn tíðir skjálftar, þó minni. „Þetta er líka atburðarás sem við þekkjum frá fyrri atburðum, þegar gangur hættir þá dregur úr skjálftavirkninni sem honum fylgir. Þetta gerðist um jólin 2021, þá stóð ganga innskot í viku síðan fjaraði það út en þetta getur líka þýtt það að gangurinn sé að nálgast yfirboð og að hann sé að nálgast það að fái útrás í gosi,“ segir Páll jafnframt. Erfitt sé að meta líkur á gosi út frá takmarkaðri tölfræði, ef miðað sé við hana þá séu um það bil 67 prósent líkur á gosi. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sagði í fréttum okkar í gær að ekki væri hægt að útiloka þann möguleika að ef til goss kæmi að hraun renni yfir Reykjanesbraut ef gossprungan opnast norðar en hún gerði í fyrra. „Þá erum við komin yfir í það sem við köllum Þráinsskjöld, hraunið og hraunskjöldurinn sem liggur niður að strönd og Reykjanesbrautin liggur yfir. Vogarnir sitja til dæmis á Þráinsskildi. Ef sprungan opnast norðar þá hefur hún eiginlega beina leið að vegi og niður að strönd,“ sagði Þorvaldur. Til þess þurfi þó gosið að ná ákveðinni stærð. Páll segir það ólíklegt. „Ef það kemur upp gos þá er langlíklegast að það verði á þessu bili á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Þyngdarpunkturinn í skjálftavirkninni hefur verið nú verið nær Keili.“ Atburðarásin nú sé öll á tiltölulega flötu svæði og því þurfi að myndast talsvert stór hraunsletta áður en það fer að leka mikið til hliðanna og þá sé ómögulegt að segja í hvaða átt muni leka, komi til þess.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Eldgos muni ekki fjölga ferðamönnum í sumar Forstöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu segir að eldgos eigi ekki eftir að hafa mikil áhrif á komu ferðamanna til skemmri tíma. Ekki sé mikið um laus hótelherbergi og erfitt væri að finna flugsæti. Til lengri tíma litið hafi eldgos þó góð áhrif á ímynd Íslands. 6. júlí 2023 10:35 Snarpur skjálfti reið yfir rétt fyrir tvö Snarpur skjálfti reið yfir rétt fyrir klukkan tvö í nótt og fannst á höfuðborgarsvæðinu. 6. júlí 2023 01:53 Ákveðið að hætta að velja sér frídaga Í annað sinn á innan við ári gætu eldsumbrot truflað sumaráform samskiptastjóra almannavarna sem var á leið í sumarfrí á morgun. Tveir tímar liðu frá því að hún stimplaði sig út fyrir sumarleyfi í ágúst þegar eldgos hófst í Meradölum. 6. júlí 2023 11:40 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Eldgos muni ekki fjölga ferðamönnum í sumar Forstöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu segir að eldgos eigi ekki eftir að hafa mikil áhrif á komu ferðamanna til skemmri tíma. Ekki sé mikið um laus hótelherbergi og erfitt væri að finna flugsæti. Til lengri tíma litið hafi eldgos þó góð áhrif á ímynd Íslands. 6. júlí 2023 10:35
Snarpur skjálfti reið yfir rétt fyrir tvö Snarpur skjálfti reið yfir rétt fyrir klukkan tvö í nótt og fannst á höfuðborgarsvæðinu. 6. júlí 2023 01:53
Ákveðið að hætta að velja sér frídaga Í annað sinn á innan við ári gætu eldsumbrot truflað sumaráform samskiptastjóra almannavarna sem var á leið í sumarfrí á morgun. Tveir tímar liðu frá því að hún stimplaði sig út fyrir sumarleyfi í ágúst þegar eldgos hófst í Meradölum. 6. júlí 2023 11:40