„Enn annar metmánuðurinn hjá Play“ Árni Sæberg skrifar 7. júlí 2023 09:51 Birgir Jónsson, forstjóri Play, er ánægður með árangurinn í júní. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play flutti 160.979 farþega í júnímánuði, sem er langmesti farþegafjöldi sem fluttur hefur verið á einum mánuði hjá félaginu. Þetta segir í fréttatilkynningu frá félaginu um farþegatölur júnímánaðar. Þar segir einnig að fjöldi farþega hafi verið nærri fjórðungi meiri en í maí, þegar félagið flutti 128.894 farþega, en það hafi einnig verið metmánuður. Sætanýting í júní hafi verið 87,2 prósent og stundvísi félagsins 81,2 prósent. Af öllum farþegum sem flugu með félaginu í júní 2023, hafi 29,8 prósent verið á leið frá Íslandi, 25,8 prósent á leið til Íslands og 44,4 prósent verið tengifarþegar. Gríðarleg aukning milli ára Í tilkynningu segir að alls hafi 604.670 farþegar flogið með Play á fyrstu sex mánuðum ársins 2023, sem sé aukning um 154 prósent frá sama tímabili árið 2022 þegar 238.053 farþegar flugu með Play. Á öðrum ársfjórðungi 2023 hafi 392.325 farþegar flogið með Play, sem sé aukning um 117 prósent frá sama tímabili árið 2022 þegar 181.202 farþegar flugu með Play. „Árangurinn í metmánuðinum júní er að því leyti markverður að flugferðir félagsins til Toronto í Kanada hófust ekki fyrr en 22. júní. Það var því ekki nema í síðustu viku mánaðarins sem sú fjölfarna leið bættist inn í tölfræðina en eftirspurn hefur ekki látið á sér standa heldur er hún nú þegar mjög sterk beggja vegna Atlantshafs. Þá hefur Play bætt við tuttugu áfangastöðum við leiðakerfið á síðustu þremur mánuðum.“ Forstjórinn í skýjunum Birgir Jónsson forstjóri Play er ánægður með árangurinn í mánuðinum sem leið. „Júní var enn annar metmánuðurinn hjá Play. Þessi mánuður markaði upphaf sumarvertíðarinnar á lykilmörkuðum félagsins og við náðum þeim mikilvæga áfanga að bæta við tíundu flugvélinni í flotann. Það gekk frábærlega að hefja flug til nýrra staða sem og að endurræsa eldri áfangastaði, en fyrir sumarið bættum við um tuttugu áfangastöðum við leiðakerfið,“ er haft eftir honum í fréttatilkynningu. Þá segir hann að samstarfsfólki sínu hafi tekist mikið afrek með því að halda vel utan um starfsemi flugfélagsins og að á sama tíma hafi tvö hundruð nýir starfsmenn bæst í hópinn. Heilbrigðar rekstrartekjur ná jafnvægi „Eftir brattan vaxtarfasa að undanförnu, héldum við upp á það í mánuðinum að tvö ár eru liðin frá jómfrúarflugi félagsins. Þá var sérstakt gleðiefni að líta til þess að nú eru tíu vélar félagsins farnar að skapa slíkar rekstrartekjur, að þær ná heilbrigðu jafnvægi við grunnkostnað félagsins. Erfitt var að ná sama jafnvægi meðan á helsta vaxtartímabilinu stóð á síðustu tveimur árum,“ er haft eftir Birgi. Þá séu mikilvægurstu sumarmánuðurnir fram undan og horfurnar mjög bjartar; eftirspurnin sé mjög sterk og tekjur og arðsemi aukist. „Að lokum vil ég nefna hve stolt við erum af þeirri miklu viðurkenningu sem felst í útnefningu PLAY sem besta lággjaldaflugfélags í Norður-Evrópu og tíunda besta lággjaldaflugfélags í Evrópu. Þetta ber því vitni hve hart starfsfólk PLAY hefur lagt að sér við að gera félagið að því besta á markaðnum - og því ætlum við að halda áfram.“ Play Fréttir af flugi Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Von á nýjum græjum frá Apple 12. september Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu frá félaginu um farþegatölur júnímánaðar. Þar segir einnig að fjöldi farþega hafi verið nærri fjórðungi meiri en í maí, þegar félagið flutti 128.894 farþega, en það hafi einnig verið metmánuður. Sætanýting í júní hafi verið 87,2 prósent og stundvísi félagsins 81,2 prósent. Af öllum farþegum sem flugu með félaginu í júní 2023, hafi 29,8 prósent verið á leið frá Íslandi, 25,8 prósent á leið til Íslands og 44,4 prósent verið tengifarþegar. Gríðarleg aukning milli ára Í tilkynningu segir að alls hafi 604.670 farþegar flogið með Play á fyrstu sex mánuðum ársins 2023, sem sé aukning um 154 prósent frá sama tímabili árið 2022 þegar 238.053 farþegar flugu með Play. Á öðrum ársfjórðungi 2023 hafi 392.325 farþegar flogið með Play, sem sé aukning um 117 prósent frá sama tímabili árið 2022 þegar 181.202 farþegar flugu með Play. „Árangurinn í metmánuðinum júní er að því leyti markverður að flugferðir félagsins til Toronto í Kanada hófust ekki fyrr en 22. júní. Það var því ekki nema í síðustu viku mánaðarins sem sú fjölfarna leið bættist inn í tölfræðina en eftirspurn hefur ekki látið á sér standa heldur er hún nú þegar mjög sterk beggja vegna Atlantshafs. Þá hefur Play bætt við tuttugu áfangastöðum við leiðakerfið á síðustu þremur mánuðum.“ Forstjórinn í skýjunum Birgir Jónsson forstjóri Play er ánægður með árangurinn í mánuðinum sem leið. „Júní var enn annar metmánuðurinn hjá Play. Þessi mánuður markaði upphaf sumarvertíðarinnar á lykilmörkuðum félagsins og við náðum þeim mikilvæga áfanga að bæta við tíundu flugvélinni í flotann. Það gekk frábærlega að hefja flug til nýrra staða sem og að endurræsa eldri áfangastaði, en fyrir sumarið bættum við um tuttugu áfangastöðum við leiðakerfið,“ er haft eftir honum í fréttatilkynningu. Þá segir hann að samstarfsfólki sínu hafi tekist mikið afrek með því að halda vel utan um starfsemi flugfélagsins og að á sama tíma hafi tvö hundruð nýir starfsmenn bæst í hópinn. Heilbrigðar rekstrartekjur ná jafnvægi „Eftir brattan vaxtarfasa að undanförnu, héldum við upp á það í mánuðinum að tvö ár eru liðin frá jómfrúarflugi félagsins. Þá var sérstakt gleðiefni að líta til þess að nú eru tíu vélar félagsins farnar að skapa slíkar rekstrartekjur, að þær ná heilbrigðu jafnvægi við grunnkostnað félagsins. Erfitt var að ná sama jafnvægi meðan á helsta vaxtartímabilinu stóð á síðustu tveimur árum,“ er haft eftir Birgi. Þá séu mikilvægurstu sumarmánuðurnir fram undan og horfurnar mjög bjartar; eftirspurnin sé mjög sterk og tekjur og arðsemi aukist. „Að lokum vil ég nefna hve stolt við erum af þeirri miklu viðurkenningu sem felst í útnefningu PLAY sem besta lággjaldaflugfélags í Norður-Evrópu og tíunda besta lággjaldaflugfélags í Evrópu. Þetta ber því vitni hve hart starfsfólk PLAY hefur lagt að sér við að gera félagið að því besta á markaðnum - og því ætlum við að halda áfram.“
Play Fréttir af flugi Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Von á nýjum græjum frá Apple 12. september Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira