Allt annað að sjá Wembanyama í leik númer tvö Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2023 14:00 Victor Wembanyama hitti vel í nótt og sýndi þar af hverju menn eru svo spenntir fyrir honum. AP/John Locher Victor Wembanyama leit ekki út eins og undrabarn í fyrsta leik sínum í Sumardeildinni en það var allt annað upp á teningnum í nótt. Hinn nítján ára gamli Wembanyama var valinn fyrstur af San Antonio Spurs í nýliðavalinu og væntingarnar hafa ekki verið meiri til leikmanns síðan að LeBron James kom inn í deildina fyrir tuttugu árum. Wembanyama er 226 sentimetra leikmaður sem hefur boltameðferð bakvarðar, er góð þriggja stiga skytta, með góðan leikskilning og er auk þess frábær varnarmaður. Victor Wembanyama displays his tantalizing skillset in his 2nd #NBA2KSummerLeague outing!27 PTS, 12 REB, 3 BLK pic.twitter.com/Nqw23FEFbL— NBA (@NBA) July 10, 2023 Eftir að hafa klikkað á ellefu af þrettán skotum sínum í fyrsta leiknum þá var Wembanyama heitur í leik tvö. Wembanyama skoraði 27 stig á 27 mínútum auk þess að taka 12 fráköst og verja þrjú skot. Hann hitti úr 9 af 14 skotum sínum. Wembanyama hafði verið með 9 stig og 8 fráköst í fyrsta leiknum þar sem taugarnar voru greinilega að gera honum lífið leitt. Að þessu sinni hitti hann meðal annars úr tveimur fyrstu þriggja stiga skotum sínum. San Antonio Spurs tapaði reyndar leiknum 85-80 á móti Portland Trail Blazers. „Ég vildi að við hefðum unnið leikinn. Mér finnst að ég hefði getað gert meira til að hjálpa liðinu að vinna leikinn. Við verðum að halda áfram að læra. Við spiluðum ekki okkar besta leik í fyrstu þremur leikhlutunum en svo vorum við með yfirburði í þeim fjórða. Það sýnir persónuleika liðsins,“ sagði Victor Wembanyama. „Ég persónulega tel að það sé eðlilegt að verða betri með hverjum leik. Þetta var bara fyrsti leikurinn minn fyrir tveimur dögum,“ sagði Wembanyama. In the past month, I think basketball wasn't even 50% of my schedule. I can't stand it. I know it's a special moment in my life, but I'm glad it's over. I just wanna hoop. Victor Wembanyama on the media tour and being able to focus on basketball now.(via @TomerAzarly) pic.twitter.com/E782jt5TFp— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) July 10, 2023 NBA Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
Hinn nítján ára gamli Wembanyama var valinn fyrstur af San Antonio Spurs í nýliðavalinu og væntingarnar hafa ekki verið meiri til leikmanns síðan að LeBron James kom inn í deildina fyrir tuttugu árum. Wembanyama er 226 sentimetra leikmaður sem hefur boltameðferð bakvarðar, er góð þriggja stiga skytta, með góðan leikskilning og er auk þess frábær varnarmaður. Victor Wembanyama displays his tantalizing skillset in his 2nd #NBA2KSummerLeague outing!27 PTS, 12 REB, 3 BLK pic.twitter.com/Nqw23FEFbL— NBA (@NBA) July 10, 2023 Eftir að hafa klikkað á ellefu af þrettán skotum sínum í fyrsta leiknum þá var Wembanyama heitur í leik tvö. Wembanyama skoraði 27 stig á 27 mínútum auk þess að taka 12 fráköst og verja þrjú skot. Hann hitti úr 9 af 14 skotum sínum. Wembanyama hafði verið með 9 stig og 8 fráköst í fyrsta leiknum þar sem taugarnar voru greinilega að gera honum lífið leitt. Að þessu sinni hitti hann meðal annars úr tveimur fyrstu þriggja stiga skotum sínum. San Antonio Spurs tapaði reyndar leiknum 85-80 á móti Portland Trail Blazers. „Ég vildi að við hefðum unnið leikinn. Mér finnst að ég hefði getað gert meira til að hjálpa liðinu að vinna leikinn. Við verðum að halda áfram að læra. Við spiluðum ekki okkar besta leik í fyrstu þremur leikhlutunum en svo vorum við með yfirburði í þeim fjórða. Það sýnir persónuleika liðsins,“ sagði Victor Wembanyama. „Ég persónulega tel að það sé eðlilegt að verða betri með hverjum leik. Þetta var bara fyrsti leikurinn minn fyrir tveimur dögum,“ sagði Wembanyama. In the past month, I think basketball wasn't even 50% of my schedule. I can't stand it. I know it's a special moment in my life, but I'm glad it's over. I just wanna hoop. Victor Wembanyama on the media tour and being able to focus on basketball now.(via @TomerAzarly) pic.twitter.com/E782jt5TFp— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) July 10, 2023
NBA Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira