Gosóróinn lækki enn sem sé eðlilegt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. júlí 2023 13:05 Eldgosið við Litla-Hrút hófst með krafti klukkan 16:40 í gær en síðan þá hefur verulega dregið úr krafti gossins og hraunflæði minnkað. vísir/vilhelm Verulega hefur dregið úr krafti eldgossins við Litla-Hrút og hraunflæði minnkað sem sé eðlilegt að sögn náttúruvárssérfræðings hjá Veðurstofunni. Eldgosið malli með lotukenndum hætti en gosóróinn fari lækkandi. Eldgosið við Litla-Hrút hófst með krafti í gær klukkan 16:40 en síðan þá hefur verulega dregið úr krafti gossins og hraunflæði minnkað. Bjarki Kaldalón Friis, náttúruvársérfræðingur á veðurstofunni segir gosið malla með nokkuð lotukenndum hætti. „Í morgun var smá strókavirkni en svo datt hún alveg niður í smá tíma, svo hófst hún aftur. Eins og er virðist maður sjá út frá vefmyndavélum að svæðið norður af Litla-Hrút sé rólegra, ekki eins mikil strókavirkni og sprunguvirkni og var.“ Hér má fylgjast með gosinu í beinni útsendingu frá vefmyndavél Vísis: Gosóróinn hafi verið í hámarki um klukkan níu í gærkvöldi en lækkað hægt og rólega um miðnætti og segir Bjarki óróann enn fara lækkandi, sem sé eðlilegt. „Þetta byrjar yfirleitt með krafti og svo minnkar virkni með tímanum þegar gosið er að ná jafnvægi og það getur verið það sem er að gerast núna. Þetta er eins og þegar þú hristir gosflösku eða kampavín, þá kemur rosa mikið út fyrst en svo minnkar flæðið með tímanum en heldur samt áfram að renna úr flöskunni og það er bara spurning hversu mikið er í gangi þarna niðri og hversu mikið færist upp í gegnum gígjana. En eins og núna þá virðist minni gangur í gosinu en fyrr, en tíminn einn leiðir í ljós hvað verður.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Verulega minni kraftur en í gær Verulega hefur dregið úr krafti eldgossins við Litla-Hrút í nótt og hraunflæði hefur minnkað. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, en hann var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 11. júlí 2023 08:16 „Jörðin hérna gengur bara eins og alda á sjó“ Þegar jarðskjálftar sem eiga upptök sín nálægt Kleifarvatni ganga yfir í Seltúni í Krýsuvík, þá gengur jörðin hreinlega í bylgjum. Afleiðingarnar eru grjóthrun og tómar hillur. En það sem er ívið verra að sögn landvarðar, eru klósettmálin. 11. júlí 2023 07:00 Litlar breytingar á gosvirkninni í nótt og dreifist úr hraunbreiðunni „Það virðist ekki vera mikil breyting á gosvirkninni; það gýs ennþá úr sprungunni og hraun rennur þarna jafnt og þétt til suðurs. Það hefur aðeins dreift úr sér austan við Litla-Hrút í nótt.“ 11. júlí 2023 06:02 Áætlanir til staðar ef rýma þarf hverfi vegna gass Rýmingaráætlanir eru til staðar ef grípa þarf til þess ráðs að rýma sveitarfélög nálægt eldgosinu við Litla-Hrút vegna slæmrar gasmengunar. Búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna mengunarinnar sem er talin geta verið lífshættuleg. 11. júlí 2023 00:14 Magnús Tumi á gossvæðinu: „Við verðum bara að bíða og sjá“ Eldgosið í Litla-Hrúti er mun öflugra gos en þau tvö fyrri samkvæmt Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessors í jarðeðlisfræði sem var í kvöld í beinni útsendingu við gosstöðvarnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann telur að hraunið komi til með að renna í Meradali en óljóst sé með umfang og lengd gossins á þessum tímapunkti. 11. júlí 2023 00:05 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Eldgosið við Litla-Hrút hófst með krafti í gær klukkan 16:40 en síðan þá hefur verulega dregið úr krafti gossins og hraunflæði minnkað. Bjarki Kaldalón Friis, náttúruvársérfræðingur á veðurstofunni segir gosið malla með nokkuð lotukenndum hætti. „Í morgun var smá strókavirkni en svo datt hún alveg niður í smá tíma, svo hófst hún aftur. Eins og er virðist maður sjá út frá vefmyndavélum að svæðið norður af Litla-Hrút sé rólegra, ekki eins mikil strókavirkni og sprunguvirkni og var.“ Hér má fylgjast með gosinu í beinni útsendingu frá vefmyndavél Vísis: Gosóróinn hafi verið í hámarki um klukkan níu í gærkvöldi en lækkað hægt og rólega um miðnætti og segir Bjarki óróann enn fara lækkandi, sem sé eðlilegt. „Þetta byrjar yfirleitt með krafti og svo minnkar virkni með tímanum þegar gosið er að ná jafnvægi og það getur verið það sem er að gerast núna. Þetta er eins og þegar þú hristir gosflösku eða kampavín, þá kemur rosa mikið út fyrst en svo minnkar flæðið með tímanum en heldur samt áfram að renna úr flöskunni og það er bara spurning hversu mikið er í gangi þarna niðri og hversu mikið færist upp í gegnum gígjana. En eins og núna þá virðist minni gangur í gosinu en fyrr, en tíminn einn leiðir í ljós hvað verður.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Verulega minni kraftur en í gær Verulega hefur dregið úr krafti eldgossins við Litla-Hrút í nótt og hraunflæði hefur minnkað. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, en hann var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 11. júlí 2023 08:16 „Jörðin hérna gengur bara eins og alda á sjó“ Þegar jarðskjálftar sem eiga upptök sín nálægt Kleifarvatni ganga yfir í Seltúni í Krýsuvík, þá gengur jörðin hreinlega í bylgjum. Afleiðingarnar eru grjóthrun og tómar hillur. En það sem er ívið verra að sögn landvarðar, eru klósettmálin. 11. júlí 2023 07:00 Litlar breytingar á gosvirkninni í nótt og dreifist úr hraunbreiðunni „Það virðist ekki vera mikil breyting á gosvirkninni; það gýs ennþá úr sprungunni og hraun rennur þarna jafnt og þétt til suðurs. Það hefur aðeins dreift úr sér austan við Litla-Hrút í nótt.“ 11. júlí 2023 06:02 Áætlanir til staðar ef rýma þarf hverfi vegna gass Rýmingaráætlanir eru til staðar ef grípa þarf til þess ráðs að rýma sveitarfélög nálægt eldgosinu við Litla-Hrút vegna slæmrar gasmengunar. Búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna mengunarinnar sem er talin geta verið lífshættuleg. 11. júlí 2023 00:14 Magnús Tumi á gossvæðinu: „Við verðum bara að bíða og sjá“ Eldgosið í Litla-Hrúti er mun öflugra gos en þau tvö fyrri samkvæmt Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessors í jarðeðlisfræði sem var í kvöld í beinni útsendingu við gosstöðvarnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann telur að hraunið komi til með að renna í Meradali en óljóst sé með umfang og lengd gossins á þessum tímapunkti. 11. júlí 2023 00:05 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Verulega minni kraftur en í gær Verulega hefur dregið úr krafti eldgossins við Litla-Hrút í nótt og hraunflæði hefur minnkað. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, en hann var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 11. júlí 2023 08:16
„Jörðin hérna gengur bara eins og alda á sjó“ Þegar jarðskjálftar sem eiga upptök sín nálægt Kleifarvatni ganga yfir í Seltúni í Krýsuvík, þá gengur jörðin hreinlega í bylgjum. Afleiðingarnar eru grjóthrun og tómar hillur. En það sem er ívið verra að sögn landvarðar, eru klósettmálin. 11. júlí 2023 07:00
Litlar breytingar á gosvirkninni í nótt og dreifist úr hraunbreiðunni „Það virðist ekki vera mikil breyting á gosvirkninni; það gýs ennþá úr sprungunni og hraun rennur þarna jafnt og þétt til suðurs. Það hefur aðeins dreift úr sér austan við Litla-Hrút í nótt.“ 11. júlí 2023 06:02
Áætlanir til staðar ef rýma þarf hverfi vegna gass Rýmingaráætlanir eru til staðar ef grípa þarf til þess ráðs að rýma sveitarfélög nálægt eldgosinu við Litla-Hrút vegna slæmrar gasmengunar. Búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna mengunarinnar sem er talin geta verið lífshættuleg. 11. júlí 2023 00:14
Magnús Tumi á gossvæðinu: „Við verðum bara að bíða og sjá“ Eldgosið í Litla-Hrúti er mun öflugra gos en þau tvö fyrri samkvæmt Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessors í jarðeðlisfræði sem var í kvöld í beinni útsendingu við gosstöðvarnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann telur að hraunið komi til með að renna í Meradali en óljóst sé með umfang og lengd gossins á þessum tímapunkti. 11. júlí 2023 00:05