Öngstræti matvælaráðherra Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 11. júlí 2023 14:31 „Allar mínar ráðstafanir eru í samræmi við ráðgjöf ráðuneytisins,“ sagði matvælaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar tvö fyrir helgi. Það má vel staldra við þá yfirlýsingu ráðherrans í ljósi þess að fyrir liggur hvaða ráðleggingar hún fékk frá ráðuneyti sínu, hvað hún svo gerði og hverjar afleiðingarnar eru af þeirri ákvörðun. Þessi fullyrðing stenst einfaldlega ekki skoðun. Kjarni málsins er þessi. 1. Sérfræðingar matvælaráðuneytisins sendu matvælaráðherra nokkur minnisblöð og erindi í aðdraganda ákvörðunar hennar að stöðva veiðar á langreyðum við Ísland. Í þeim var ráðherrann hvattur til að gæta meðalhófs, tryggja andmælarétt þess sem yrði fyrir íþyngjandi ákvörðun, gæta að samspili ákvörðunarinnar við stjórnarskrárvarin réttindi, gæta að málefnalegum sjónarmiðum og að ákvörðunin yrði reist á fullnægjandi upplýsingum. Þá var ráðherrann einnig vöruð við mögulegri bótaskyldu sem gæti hlotist af þeirri ákvörðun hennar að banna veiðarnar tímabundið og henni ráðlagt að leita utanaðkomandi lögfræðilegrar ráðgjafar. Orðrétt má lesa ráðleggingar sérfræðinganna hér. Matvælaráðherrann gerði ekkert af þessu. Hún tók ákvörðun um að stöðva veiðar á langreyðum, degi fyrir vertíð, án þess að gæta meðalhófs, án þess að fara að stjórnsýslulögum, án þess að veita viðunandi fyrirvara, án þess að gæta að vægari úrræðum fyrst og án þess að horfa til stjórnarskrárvarinna réttinda þeirra sem höfðu réttmætar væntingar til þess að geta hafið störf daginn eftir. 2. Ráðherra er tíðrætt um álit fagráðs um velferð dýra sem grundvöll ákvörðunar sinnar og það eitt og sér hafi vegið svo þungt að það skáki öllum ráðleggingum allra sérfræðinga, skáki stjórnarskránni og öðrum lögum í landinu. En raunveruleikinn er annar - álit fagráðs taldi eina blaðsíðu, innihélt enga lagalega greiningu á grundvelli ákvörðunarinnar, ekkert hagsmunamat við stjórnarskrárvarin réttindi og eini lögfræðingurinn í ráðinu galt varhug við niðurstöðunni í sér bókun. Aukinheldur liggur fyrir að fagráðið fór ekki að stjórnsýslulögum við málsmeðferð sína. Þá verður ekki hjá því litið að fagráðið er ráðgefandi við Matvælastofnun og hefur ekkert slíkt gildi að lögum að á því sé byggjandi með þeim hætti sem ráðherra hefur haldið fram. 3. Matvælaráðherra telur, m.a. á grundvelli títtnefnds álits fagráðs, að veiðar á langreyðum samrýmist ekki markmiðum laga um dýravelferð. Á sama tíma hefur MAST komist að þeirri niðurstöðu „að við veiðarnar hafi verið beitt bestu þekktu aðferðum miðað við þær aðstæður sem þessar veiðar eru stundaðar við og því hafi ákvæði um veiðar í lögum um velferð dýra ekki verið brotin“. Eðli máls samkvæmt, getur lagatextinn ekki tekið breytingum, eftir því hvernig pólitískir og aðrir vindar blása hverju sinni um hver séu æskileg markmið dýralöggjafar. Ef ráðherra vill ná fram pólitískum markmiðum sínum þá verður hann einfaldlega að hlutast til um að lögunum verði breytt. Það verður hins vegar ekki gert nema með aðkomu löggjafans, þ.e. Alþingis, sem er hinn rétti og eðlilegi farvegur málsins. 4. Það hefur aðeins eitt utanaðkomandi lögfræðilegt álit verið unnið um lögmæti ákvörðunar matvælaráðherrans, af hálfu LEX lögmannsstofu að beiðni SFS. Þar er komist með rökstuddum hætti að því að sú ákvörðun matvælaráðherra að banna tímabundið veiðar á langreyðum hafi farið í bága við lög og ekki verið reist á nægjanlega traustum lagagrundvelli. Hér má lesa álitið í heild. Það á ekki að vera valkvætt fyrir ráðherra að fylgja stjórnarskrá, lögum eða ráðleggingum sérfræðinga. Einstaklingar og fyrirtæki eiga að geta treyst því að ráðamenn láti ekki pólitíska skammtímahagsmuni sína ráða för þegar kemur að stórum ákvörðunum og verulegum hagsmunum. Mál þetta snýst ekki um það hvort fólk sé fylgjandi eða á móti hvalveiðum. Það er prófsteinn á þau grunngildi sem aldrei má hvika frá í lýðræðissamfélagi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
„Allar mínar ráðstafanir eru í samræmi við ráðgjöf ráðuneytisins,“ sagði matvælaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar tvö fyrir helgi. Það má vel staldra við þá yfirlýsingu ráðherrans í ljósi þess að fyrir liggur hvaða ráðleggingar hún fékk frá ráðuneyti sínu, hvað hún svo gerði og hverjar afleiðingarnar eru af þeirri ákvörðun. Þessi fullyrðing stenst einfaldlega ekki skoðun. Kjarni málsins er þessi. 1. Sérfræðingar matvælaráðuneytisins sendu matvælaráðherra nokkur minnisblöð og erindi í aðdraganda ákvörðunar hennar að stöðva veiðar á langreyðum við Ísland. Í þeim var ráðherrann hvattur til að gæta meðalhófs, tryggja andmælarétt þess sem yrði fyrir íþyngjandi ákvörðun, gæta að samspili ákvörðunarinnar við stjórnarskrárvarin réttindi, gæta að málefnalegum sjónarmiðum og að ákvörðunin yrði reist á fullnægjandi upplýsingum. Þá var ráðherrann einnig vöruð við mögulegri bótaskyldu sem gæti hlotist af þeirri ákvörðun hennar að banna veiðarnar tímabundið og henni ráðlagt að leita utanaðkomandi lögfræðilegrar ráðgjafar. Orðrétt má lesa ráðleggingar sérfræðinganna hér. Matvælaráðherrann gerði ekkert af þessu. Hún tók ákvörðun um að stöðva veiðar á langreyðum, degi fyrir vertíð, án þess að gæta meðalhófs, án þess að fara að stjórnsýslulögum, án þess að veita viðunandi fyrirvara, án þess að gæta að vægari úrræðum fyrst og án þess að horfa til stjórnarskrárvarinna réttinda þeirra sem höfðu réttmætar væntingar til þess að geta hafið störf daginn eftir. 2. Ráðherra er tíðrætt um álit fagráðs um velferð dýra sem grundvöll ákvörðunar sinnar og það eitt og sér hafi vegið svo þungt að það skáki öllum ráðleggingum allra sérfræðinga, skáki stjórnarskránni og öðrum lögum í landinu. En raunveruleikinn er annar - álit fagráðs taldi eina blaðsíðu, innihélt enga lagalega greiningu á grundvelli ákvörðunarinnar, ekkert hagsmunamat við stjórnarskrárvarin réttindi og eini lögfræðingurinn í ráðinu galt varhug við niðurstöðunni í sér bókun. Aukinheldur liggur fyrir að fagráðið fór ekki að stjórnsýslulögum við málsmeðferð sína. Þá verður ekki hjá því litið að fagráðið er ráðgefandi við Matvælastofnun og hefur ekkert slíkt gildi að lögum að á því sé byggjandi með þeim hætti sem ráðherra hefur haldið fram. 3. Matvælaráðherra telur, m.a. á grundvelli títtnefnds álits fagráðs, að veiðar á langreyðum samrýmist ekki markmiðum laga um dýravelferð. Á sama tíma hefur MAST komist að þeirri niðurstöðu „að við veiðarnar hafi verið beitt bestu þekktu aðferðum miðað við þær aðstæður sem þessar veiðar eru stundaðar við og því hafi ákvæði um veiðar í lögum um velferð dýra ekki verið brotin“. Eðli máls samkvæmt, getur lagatextinn ekki tekið breytingum, eftir því hvernig pólitískir og aðrir vindar blása hverju sinni um hver séu æskileg markmið dýralöggjafar. Ef ráðherra vill ná fram pólitískum markmiðum sínum þá verður hann einfaldlega að hlutast til um að lögunum verði breytt. Það verður hins vegar ekki gert nema með aðkomu löggjafans, þ.e. Alþingis, sem er hinn rétti og eðlilegi farvegur málsins. 4. Það hefur aðeins eitt utanaðkomandi lögfræðilegt álit verið unnið um lögmæti ákvörðunar matvælaráðherrans, af hálfu LEX lögmannsstofu að beiðni SFS. Þar er komist með rökstuddum hætti að því að sú ákvörðun matvælaráðherra að banna tímabundið veiðar á langreyðum hafi farið í bága við lög og ekki verið reist á nægjanlega traustum lagagrundvelli. Hér má lesa álitið í heild. Það á ekki að vera valkvætt fyrir ráðherra að fylgja stjórnarskrá, lögum eða ráðleggingum sérfræðinga. Einstaklingar og fyrirtæki eiga að geta treyst því að ráðamenn láti ekki pólitíska skammtímahagsmuni sína ráða för þegar kemur að stórum ákvörðunum og verulegum hagsmunum. Mál þetta snýst ekki um það hvort fólk sé fylgjandi eða á móti hvalveiðum. Það er prófsteinn á þau grunngildi sem aldrei má hvika frá í lýðræðissamfélagi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun